Roy Keane skoraði tvö þegar við mættum Írum síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2017 06:30 Keane var lengi vel fyrirliði írska landsliðsins. vísir/getty Ísland og Írland mætast í kvöld í Dublin í vináttulandsleik en það er orðið langt síðan þessar þjóðir mættust á knattspyrnuvellinum. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Íslenska landsliðið vann mikilvægan 2-1 sigur á Kósóvó í undankeppni HM á föstudagskvöldið en kemur við í Dublin á bakaleiðinni. Íslenska liðið spilar ekki á móti Írum á hverjum degi. Í haust verða liðin tuttugu ár síðan Írar mættu á Laugardalsvöllinn og unnu 4-2 sigur á Íslandi í undankeppni HM 1998. Þetta var fyrsti heimaleikur íslenska liðsins í keppni undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og íslenska liðið tapaði ekki heimaleik aftur fyrr en rúmur tveimur árum síðar. Liðið gerði meðal annars 1-1 jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakka og vann Rússa í Laugardalnum á þessum tveimur árum. Roy Keane, núverandi aðstoðarþjálfari Martins O’Neill hjá írska landsliðinu, var aðalstjarna leiksins í Laugardalnum 6. september 1997 en hann skoraði tvö mörk með tólf mínútna millibili í seinni hálfleik. Brynjar Björn Gunnarsson og Helgi Sigurðsson höfðu komið Íslandi í 2-1 en Keane jafnaði metin fyrst með skalla eftir horn og nýtti sér síðan varnarmistök og kom Írum í 3-2. Fjórða mark Íra kom síðan eftir að íslenska liðið hafði misst Lárus Orra Sigurðsson af velli með rautt spjald. Keane var þarna nýtekinn við fyrirliðabandinu hjá Manchester United og hann þrefaldaði markaskor sitt með landsliðinu með þessum tveimur mörkum. Landsliðsmörkin hans urðu á endanum níu talsins. Síðasti Íslendingurinn til að skora á móti Írum í Dublin var Ríkharður heitinn Jónsson sem skoraði bæði mörk Íslands í 4-2 tapi fyrir Írum í undankeppni EM í ágúst 1962. Íslensku strákarnir geta í kvöld orðið fyrstir Íslendinga til að vinna Íra í A-landsleik karla en Írar hafa unnið fimm af sjö landsleikjum þjóðanna og tveir leikjanna enduðu með jafntefli. Ári fyrir leikinn í Laugardal í september 1997 gerðu liðin markalaust jafntefli í Dublin. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
Ísland og Írland mætast í kvöld í Dublin í vináttulandsleik en það er orðið langt síðan þessar þjóðir mættust á knattspyrnuvellinum. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Íslenska landsliðið vann mikilvægan 2-1 sigur á Kósóvó í undankeppni HM á föstudagskvöldið en kemur við í Dublin á bakaleiðinni. Íslenska liðið spilar ekki á móti Írum á hverjum degi. Í haust verða liðin tuttugu ár síðan Írar mættu á Laugardalsvöllinn og unnu 4-2 sigur á Íslandi í undankeppni HM 1998. Þetta var fyrsti heimaleikur íslenska liðsins í keppni undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og íslenska liðið tapaði ekki heimaleik aftur fyrr en rúmur tveimur árum síðar. Liðið gerði meðal annars 1-1 jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakka og vann Rússa í Laugardalnum á þessum tveimur árum. Roy Keane, núverandi aðstoðarþjálfari Martins O’Neill hjá írska landsliðinu, var aðalstjarna leiksins í Laugardalnum 6. september 1997 en hann skoraði tvö mörk með tólf mínútna millibili í seinni hálfleik. Brynjar Björn Gunnarsson og Helgi Sigurðsson höfðu komið Íslandi í 2-1 en Keane jafnaði metin fyrst með skalla eftir horn og nýtti sér síðan varnarmistök og kom Írum í 3-2. Fjórða mark Íra kom síðan eftir að íslenska liðið hafði misst Lárus Orra Sigurðsson af velli með rautt spjald. Keane var þarna nýtekinn við fyrirliðabandinu hjá Manchester United og hann þrefaldaði markaskor sitt með landsliðinu með þessum tveimur mörkum. Landsliðsmörkin hans urðu á endanum níu talsins. Síðasti Íslendingurinn til að skora á móti Írum í Dublin var Ríkharður heitinn Jónsson sem skoraði bæði mörk Íslands í 4-2 tapi fyrir Írum í undankeppni EM í ágúst 1962. Íslensku strákarnir geta í kvöld orðið fyrstir Íslendinga til að vinna Íra í A-landsleik karla en Írar hafa unnið fimm af sjö landsleikjum þjóðanna og tveir leikjanna enduðu með jafntefli. Ári fyrir leikinn í Laugardal í september 1997 gerðu liðin markalaust jafntefli í Dublin.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira