Roy Keane skoraði tvö þegar við mættum Írum síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2017 06:30 Keane var lengi vel fyrirliði írska landsliðsins. vísir/getty Ísland og Írland mætast í kvöld í Dublin í vináttulandsleik en það er orðið langt síðan þessar þjóðir mættust á knattspyrnuvellinum. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Íslenska landsliðið vann mikilvægan 2-1 sigur á Kósóvó í undankeppni HM á föstudagskvöldið en kemur við í Dublin á bakaleiðinni. Íslenska liðið spilar ekki á móti Írum á hverjum degi. Í haust verða liðin tuttugu ár síðan Írar mættu á Laugardalsvöllinn og unnu 4-2 sigur á Íslandi í undankeppni HM 1998. Þetta var fyrsti heimaleikur íslenska liðsins í keppni undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og íslenska liðið tapaði ekki heimaleik aftur fyrr en rúmur tveimur árum síðar. Liðið gerði meðal annars 1-1 jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakka og vann Rússa í Laugardalnum á þessum tveimur árum. Roy Keane, núverandi aðstoðarþjálfari Martins O’Neill hjá írska landsliðinu, var aðalstjarna leiksins í Laugardalnum 6. september 1997 en hann skoraði tvö mörk með tólf mínútna millibili í seinni hálfleik. Brynjar Björn Gunnarsson og Helgi Sigurðsson höfðu komið Íslandi í 2-1 en Keane jafnaði metin fyrst með skalla eftir horn og nýtti sér síðan varnarmistök og kom Írum í 3-2. Fjórða mark Íra kom síðan eftir að íslenska liðið hafði misst Lárus Orra Sigurðsson af velli með rautt spjald. Keane var þarna nýtekinn við fyrirliðabandinu hjá Manchester United og hann þrefaldaði markaskor sitt með landsliðinu með þessum tveimur mörkum. Landsliðsmörkin hans urðu á endanum níu talsins. Síðasti Íslendingurinn til að skora á móti Írum í Dublin var Ríkharður heitinn Jónsson sem skoraði bæði mörk Íslands í 4-2 tapi fyrir Írum í undankeppni EM í ágúst 1962. Íslensku strákarnir geta í kvöld orðið fyrstir Íslendinga til að vinna Íra í A-landsleik karla en Írar hafa unnið fimm af sjö landsleikjum þjóðanna og tveir leikjanna enduðu með jafntefli. Ári fyrir leikinn í Laugardal í september 1997 gerðu liðin markalaust jafntefli í Dublin. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Ísland og Írland mætast í kvöld í Dublin í vináttulandsleik en það er orðið langt síðan þessar þjóðir mættust á knattspyrnuvellinum. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Íslenska landsliðið vann mikilvægan 2-1 sigur á Kósóvó í undankeppni HM á föstudagskvöldið en kemur við í Dublin á bakaleiðinni. Íslenska liðið spilar ekki á móti Írum á hverjum degi. Í haust verða liðin tuttugu ár síðan Írar mættu á Laugardalsvöllinn og unnu 4-2 sigur á Íslandi í undankeppni HM 1998. Þetta var fyrsti heimaleikur íslenska liðsins í keppni undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og íslenska liðið tapaði ekki heimaleik aftur fyrr en rúmur tveimur árum síðar. Liðið gerði meðal annars 1-1 jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakka og vann Rússa í Laugardalnum á þessum tveimur árum. Roy Keane, núverandi aðstoðarþjálfari Martins O’Neill hjá írska landsliðinu, var aðalstjarna leiksins í Laugardalnum 6. september 1997 en hann skoraði tvö mörk með tólf mínútna millibili í seinni hálfleik. Brynjar Björn Gunnarsson og Helgi Sigurðsson höfðu komið Íslandi í 2-1 en Keane jafnaði metin fyrst með skalla eftir horn og nýtti sér síðan varnarmistök og kom Írum í 3-2. Fjórða mark Íra kom síðan eftir að íslenska liðið hafði misst Lárus Orra Sigurðsson af velli með rautt spjald. Keane var þarna nýtekinn við fyrirliðabandinu hjá Manchester United og hann þrefaldaði markaskor sitt með landsliðinu með þessum tveimur mörkum. Landsliðsmörkin hans urðu á endanum níu talsins. Síðasti Íslendingurinn til að skora á móti Írum í Dublin var Ríkharður heitinn Jónsson sem skoraði bæði mörk Íslands í 4-2 tapi fyrir Írum í undankeppni EM í ágúst 1962. Íslensku strákarnir geta í kvöld orðið fyrstir Íslendinga til að vinna Íra í A-landsleik karla en Írar hafa unnið fimm af sjö landsleikjum þjóðanna og tveir leikjanna enduðu með jafntefli. Ári fyrir leikinn í Laugardal í september 1997 gerðu liðin markalaust jafntefli í Dublin.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira