Innlent

Skipulagsstofnun skilaði ekki áliti um Teigsskóg á tilskildum tíma

Kristján Már Unnarsson skrifar
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skoðuðu Teigsskóg fyrir fjórum árum.
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skoðuðu Teigsskóg fyrir fjórum árum. Vísir/Daníel
Skipulagsstofnun skilaði ekki inn áliti sínu á matsskýrslu Vegagerðarinnar fyrir Vestfjarðaveg milli Bjarkalundar og Skálaness áður en lögboðinn frestur rann út í gær. Þar leggur Vegagerðin til að vegurinn verði lagður um Teigsskóg. 

Á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að þann 16. febrúar 2017 hafi Vegagerðin sent matsskýrsluna til Skipulagsstofnunar og Skipulagsstofnun hafi móttekið matsskýrsluna í samræmi við 11. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Þar segir að innan fjögurra vikna frá því að Skipulagsstofnun taki á móti matsskýrslu skuli stofnunin gefa rökstutt álit sitt. 

„Skipulagsstofnun hefur fjórar vikur frá framlagningu skýrslunnar til að gefa álit sitt og mun gera það í síðasta lagi 27. mars næstkomandi. Að því loknu er það í hendi sveitarfélagsins að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir vegagerðinni,“ segir í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar frá 28. febrúar síðastliðinn.

Engar upplýsingar fengust í morgun frá Skipulagsstofnun um stöðu málsins, aðrar en þær að þar væru allir á fundi sem málið varðaði. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri kvaðst fyrir stundu hafa fengið þær upplýsingar frá Skipulagsstofnun í gær að von væri á álitinu annaðhvort seint um kvöldið, - það er í gærkvöldi, - eða strax í fyrramálið, - það er í morgun. Kvaðst vegamálastjóri búast við að von væri á álitinu á hverri stundu.


Tengdar fréttir

Ráðherra lofar Vestfirðingum Teigsskógi og Dynjandisheiði

Samgönguráðherra lofar Vestfirðingum því, þrátt fyrir niðurskurð, að uppbygging vegarins um Dynjandisheiði muni fylgja Dýrafjarðargöngum og að vegagerð um Teigsskóg hefjist um leið og skipulagsmál þar leysist.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.