1200 milljónir til viðbótar í vegamál Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. mars 2017 15:12 Jón Gunnarsson, samgönguráðherra. vísir/vilhelm 1200 milljónum verður varið til viðbótar til vegaframkvæmda. Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson samgönguráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Upphæðin kemur til viðbótar 4,6 milljörðum króna sem bætt var í vegamál á þessu ári. Ráðist verður í brýn verkefni í Berufjarðarbotni, á Dettifossvegi, Kjósarskarðsvegi, Uxahryggjavegi, Skógarstrandaleið og við Hornafjarðarfljót. Samgönguráðherra segist fagna þessari ákvörðun.Bregðast við mikilli fjölgun ferðafólks „Það eru brýn verkefni sem bíða og í vinnu fjárlaganefndar við gerð fjárlaga fyrir síðasta ár voru nokkur áherslu atriði sem reyndust ekki fjármögnuð. Við erum fyrst og fremst að svara því og kannski að leiðrétta ákveðinn misskilning sem var milli fjárlaganefndar og Vegagerðarinnar og ekki síst að bregðast við mikilli aukningu ferðamanna á leiðum sem eru mjög vanburða til að taka á móti allri þeirri umferð sem því fylgir,“ segir Jón. Jón segist gera sér grein fyrir því að ekki hafi tekist að fjármagna samgönguáætlunina að fullu, en að höfuðáhersla hafi verið á heilbrigðis- og velferðarmál. „Þó væntingar hafi verið gefnar í samgönguáætlun og að við náum ekki að uppfylla þær þá erum við að stíga stærri skref í samgöngumálum en hafa verið stigin á undanförnum árum.“Skattlagning kemur til greina Þá segir hann að leita þurfi nýrra leiða til þess að geta fjármagnað nauðsynlegar vegaframkvæmdir. Skattlagning komi meðal annars til greina. „Það er brýn þörf víða í samgöngumálum og við þurfum að vera tilbúin til að hugsa aðeins út fyrir boxið ef við ætlum að geta farið í alvöru átak á því sviði í framtíðinni. Það mun ekki fjármagnast, að mínu mati eins og við þyrftum, úr ríkissjóði á næstu árum. Ef við ætlum að vera alveg raunsæ varðandi það þá þurfum við að fá einhvers staðar viðbótarfjármagn inn, hvort sem það gerist með einhverri skattlagningu eða þeim leiðum sem við erum að skoða.“ Tengdar fréttir „Þyngra en tárum taki“ Samgönguáætlun gagnrýnd. 23. mars 2017 13:58 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira
1200 milljónum verður varið til viðbótar til vegaframkvæmda. Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson samgönguráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Upphæðin kemur til viðbótar 4,6 milljörðum króna sem bætt var í vegamál á þessu ári. Ráðist verður í brýn verkefni í Berufjarðarbotni, á Dettifossvegi, Kjósarskarðsvegi, Uxahryggjavegi, Skógarstrandaleið og við Hornafjarðarfljót. Samgönguráðherra segist fagna þessari ákvörðun.Bregðast við mikilli fjölgun ferðafólks „Það eru brýn verkefni sem bíða og í vinnu fjárlaganefndar við gerð fjárlaga fyrir síðasta ár voru nokkur áherslu atriði sem reyndust ekki fjármögnuð. Við erum fyrst og fremst að svara því og kannski að leiðrétta ákveðinn misskilning sem var milli fjárlaganefndar og Vegagerðarinnar og ekki síst að bregðast við mikilli aukningu ferðamanna á leiðum sem eru mjög vanburða til að taka á móti allri þeirri umferð sem því fylgir,“ segir Jón. Jón segist gera sér grein fyrir því að ekki hafi tekist að fjármagna samgönguáætlunina að fullu, en að höfuðáhersla hafi verið á heilbrigðis- og velferðarmál. „Þó væntingar hafi verið gefnar í samgönguáætlun og að við náum ekki að uppfylla þær þá erum við að stíga stærri skref í samgöngumálum en hafa verið stigin á undanförnum árum.“Skattlagning kemur til greina Þá segir hann að leita þurfi nýrra leiða til þess að geta fjármagnað nauðsynlegar vegaframkvæmdir. Skattlagning komi meðal annars til greina. „Það er brýn þörf víða í samgöngumálum og við þurfum að vera tilbúin til að hugsa aðeins út fyrir boxið ef við ætlum að geta farið í alvöru átak á því sviði í framtíðinni. Það mun ekki fjármagnast, að mínu mati eins og við þyrftum, úr ríkissjóði á næstu árum. Ef við ætlum að vera alveg raunsæ varðandi það þá þurfum við að fá einhvers staðar viðbótarfjármagn inn, hvort sem það gerist með einhverri skattlagningu eða þeim leiðum sem við erum að skoða.“
Tengdar fréttir „Þyngra en tárum taki“ Samgönguáætlun gagnrýnd. 23. mars 2017 13:58 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira