Manchester City vann auðveldan sigur á Middlesbrough, 2-0, í enska bikarnum. Liðið hafði góð tök á leiknum alveg frá fyrstu mínútu og var aldrei spurning hvaða lið færi áfram.
David Silva eftir aðeins þriggja mínútn leik og var staðan 1-0 í hálfleik þrátt fyrir ótrúlega yfirburði Manchester City.
Það var síðan Sergio Aguero sem kom gestunum í 2-0 á 67. mínútu og þar við sat. Manchester City er því komið áfram í undanúrslit enska bikarsins.
City er núna aðeins einum leik fá úrslitaleiknum á Wembley og hafa strákarnir hans Peps Guardiola hafa verið á góðu skriði að undanförnu og eru til alls líklegir.

