Erlent

Tvær sjálfsmorðsárásir á sex ára afmæli uppreisnarinnar í Sýrlandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Minnst 25 eru látnir eftir tvær sjálfsmorðsárásir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands.
Minnst 25 eru látnir eftir tvær sjálfsmorðsárásir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Vísir/AFP
Minnst 25 eru látnir eftir tvær sjálfsmorðsárásir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Sex ár eru í dag frá því að mótmælin sem leiddi til átakanna í Sýrlandi hófust. BBC greinir frá.

Aðeins um tveir tímar liðu á milli árásanna. Sú fyrri átti sér stað í miðborg Damaskus við dómshúsin þar í borg. Árásarmaðurinn er sagður hafa sprengt sjálfan sig í loft upp eftir að honum var meinaður aðgangur að Höll réttlætis í Damaskus, sem hýsir helstu réttarsali Sýrlands.

Síðari árásin var gerð í Rabweh, úthverfi Damaskus. Minnst 25 létust í fyrri árásinni en ekki hafa borist fregnar af mannfalli eftir síðari árásina.

Sex ár eru í dag frá því að mótmælendur létu til skarar skríða gegn ríkisstjórn Bashar al-Assad í kjölfar Arabíska vorsins, bylgju lýðræðisumbóta sem hófst árið 2011. Mótmælin umbreyttust fljót í hörð átök sem kostað hafa um 320 þúsund manns lífið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×