Grunaður ofbeldismaður kominn aftur heim til Íslands Benedikt Bóas skrifar 16. mars 2017 07:00 Maðurinn sem grunaður er um að hafa gengið í skrokk á kærustu sinni í Texas er með nokkur mál á borðum lögreglunnar. NordicPhots/Getty Dómstóll í Austin í Texas mun taka fyrir mál Íslendingsins sem handtekinn var í síðustu viku, fyrir ofbeldi gegn unnustu sinni, á næstu vikum. Hinn grunaði er kominn til Íslands eins og fórnarlambið. Sú er varð fyrir ofbeldi mannsins á Four Seasons hótelinu í borginni segir í samtali við Fréttablaðið manninn hafa verið drukkinn þegar atvikið átti sér stað. „Það ætlar sér enginn að kynnast manneskju sem lemur konur. Það ætlar sér enginn að vera í þessari stöðu. En þetta er erfitt fyrir alla og sérstaklega hann því hann er lasinn og þarf fyrst og fremst að fá hjálp,“ segir hún. Að öðrum kosti vildi hún ekki tjá sig. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru mál á hendur manninum til skoðunar hjá rannsóknardeildinni. Málin eru enn til meðferðar og ekki búið að ljúka þeim. Fyrrverandi sambýliskona hans til 17 ára lýsti ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hans hálfu í blaðinu í gær. Þar sagði hún manninn hafa margoft gengið í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra, og hótað henni meðal annars með hníf. Hún lýsti því að hún hefði margoft hringt á lögregluna og beðið um aðstoð en kærurnar hafi orðið fáar vegna meðvirkni og ótta við hann. Þá hafi hún logið til um áverkana þegar hún leitaði aðstoðar læknis á heilsugæslu eða fjölskylda eða vinir spurðu út í þá. Konan fór frá honum árið 2015 og sá lögreglan ástæðu til að láta hana ganga um með neyðarhnapp vegna alvöru málsins. Til að geta slitið sambúð þeirra þurfti Hæstiréttur að skipa skiptastjóra yfir búi þeirra. Eftir að dómur féll í einkamáli í Hæstarétti birti maðurinn rógburð um tvo dómara. Þeir stefndu honum vegna ummælanna. Var málinu lokið með sátt og birti maðurinn afsökunarbeiðni á Facebook-vegg sínum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Dómstóll í Austin í Texas mun taka fyrir mál Íslendingsins sem handtekinn var í síðustu viku, fyrir ofbeldi gegn unnustu sinni, á næstu vikum. Hinn grunaði er kominn til Íslands eins og fórnarlambið. Sú er varð fyrir ofbeldi mannsins á Four Seasons hótelinu í borginni segir í samtali við Fréttablaðið manninn hafa verið drukkinn þegar atvikið átti sér stað. „Það ætlar sér enginn að kynnast manneskju sem lemur konur. Það ætlar sér enginn að vera í þessari stöðu. En þetta er erfitt fyrir alla og sérstaklega hann því hann er lasinn og þarf fyrst og fremst að fá hjálp,“ segir hún. Að öðrum kosti vildi hún ekki tjá sig. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru mál á hendur manninum til skoðunar hjá rannsóknardeildinni. Málin eru enn til meðferðar og ekki búið að ljúka þeim. Fyrrverandi sambýliskona hans til 17 ára lýsti ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hans hálfu í blaðinu í gær. Þar sagði hún manninn hafa margoft gengið í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra, og hótað henni meðal annars með hníf. Hún lýsti því að hún hefði margoft hringt á lögregluna og beðið um aðstoð en kærurnar hafi orðið fáar vegna meðvirkni og ótta við hann. Þá hafi hún logið til um áverkana þegar hún leitaði aðstoðar læknis á heilsugæslu eða fjölskylda eða vinir spurðu út í þá. Konan fór frá honum árið 2015 og sá lögreglan ástæðu til að láta hana ganga um með neyðarhnapp vegna alvöru málsins. Til að geta slitið sambúð þeirra þurfti Hæstiréttur að skipa skiptastjóra yfir búi þeirra. Eftir að dómur féll í einkamáli í Hæstarétti birti maðurinn rógburð um tvo dómara. Þeir stefndu honum vegna ummælanna. Var málinu lokið með sátt og birti maðurinn afsökunarbeiðni á Facebook-vegg sínum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira