Ný lög um húsnæðisbætur haft þveröfug áhrif Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. mars 2017 18:46 Tekjulágum einstaklingum sem búa við örorku er nánast gert ókleift að eignast húsnæði eftir að ný lög um húsnæðisbætur tóku gildi um síðustu áramót. Markmiðið með breytingunum var meðal annars að lækka greiðslubyrði vegna húsnæðiskostnaðar en þær hafa haft þveröfug áhrif. Þetta kom fram á opnum fundi sem Öryrkjabandalag Íslands hélt á Grand Hótel í dag, þar sem skattar, skerðingar og húsnæði voru til umfjöllunar. Lög um húsnæðisbætur voru afnumin um síðustu áramót og í staðinn tekinn upp húsnæðisstuðningur. Eftir breytingarnar teljast bætur almannatrygginga til tekna við útreikning húsnæðisbóta. Tekjulágir einstaklingar, þeirra á meðal einstaklingar sem búa við örorku, eiga því enn erfiðara um vik um að koma sér upp heimili, að mati Ellenar Calmon, formanns Öryrkjabandalagsins.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins.Vísir/Anton„Því miður virðist þessi stuðningur ekki hafa hitt á þá sem mest þurfa á honum að halda,“ segir Ellen. „Og við erum að sjá verulegar skerðingar á húsnæðisstuðningi til fólks, sem eru svo verulegar að þær eru jafnvel engin fjárhagsleg uppbót fyrir þá sem þurfa. Ég hef það helst á tilfinningunni að hér hafi verið gerð enn ein mistökin í lagasetningu.“ Ellen segir að stór hópur fólks sé í slæmri stöðu. Í dag sé litið til allra skattskyldra tekna við útreikning húsnæðisbóta og til að gera stöðu þessa fólks enn erfiðari hefur húsaleiga hækkað um 53 prósent á síðustu fimm árum og á næstu tveimur til þremur árum gæti húsaleiga hækkað um tuttugu til þrjátíu prósent. „Þegar fólk fær enn frekari skerðingu á húsnæðisstuðningi, þá er alveg ljóst að örorkulífeyrisþegar hafa hreinlega ekki efni á því að leigja eða eiga þak yfir höfuðið,“ segir hún.“ Ellen segir fólk í þessari stöðu ekki geta beðið lengi eftir því að stjórnvöld leiðrétti stöðu þeirra. Hún hefur miklar áhyggjur af fólki sem þarf að búa til skertar tekjur til lengri tíma. „Ég get bara hreinlega ekki hugsað út í það,“ segir Ellen. „Ég biðla til nýrrar ríkisstjórnar að taka á þessum málum og snúa þessum hræðilegu breytingum við. Tilfinning mín er sú að það sé verið að kremja fólk til fátæktar.“ Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Tekjulágum einstaklingum sem búa við örorku er nánast gert ókleift að eignast húsnæði eftir að ný lög um húsnæðisbætur tóku gildi um síðustu áramót. Markmiðið með breytingunum var meðal annars að lækka greiðslubyrði vegna húsnæðiskostnaðar en þær hafa haft þveröfug áhrif. Þetta kom fram á opnum fundi sem Öryrkjabandalag Íslands hélt á Grand Hótel í dag, þar sem skattar, skerðingar og húsnæði voru til umfjöllunar. Lög um húsnæðisbætur voru afnumin um síðustu áramót og í staðinn tekinn upp húsnæðisstuðningur. Eftir breytingarnar teljast bætur almannatrygginga til tekna við útreikning húsnæðisbóta. Tekjulágir einstaklingar, þeirra á meðal einstaklingar sem búa við örorku, eiga því enn erfiðara um vik um að koma sér upp heimili, að mati Ellenar Calmon, formanns Öryrkjabandalagsins.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins.Vísir/Anton„Því miður virðist þessi stuðningur ekki hafa hitt á þá sem mest þurfa á honum að halda,“ segir Ellen. „Og við erum að sjá verulegar skerðingar á húsnæðisstuðningi til fólks, sem eru svo verulegar að þær eru jafnvel engin fjárhagsleg uppbót fyrir þá sem þurfa. Ég hef það helst á tilfinningunni að hér hafi verið gerð enn ein mistökin í lagasetningu.“ Ellen segir að stór hópur fólks sé í slæmri stöðu. Í dag sé litið til allra skattskyldra tekna við útreikning húsnæðisbóta og til að gera stöðu þessa fólks enn erfiðari hefur húsaleiga hækkað um 53 prósent á síðustu fimm árum og á næstu tveimur til þremur árum gæti húsaleiga hækkað um tuttugu til þrjátíu prósent. „Þegar fólk fær enn frekari skerðingu á húsnæðisstuðningi, þá er alveg ljóst að örorkulífeyrisþegar hafa hreinlega ekki efni á því að leigja eða eiga þak yfir höfuðið,“ segir hún.“ Ellen segir fólk í þessari stöðu ekki geta beðið lengi eftir því að stjórnvöld leiðrétti stöðu þeirra. Hún hefur miklar áhyggjur af fólki sem þarf að búa til skertar tekjur til lengri tíma. „Ég get bara hreinlega ekki hugsað út í það,“ segir Ellen. „Ég biðla til nýrrar ríkisstjórnar að taka á þessum málum og snúa þessum hræðilegu breytingum við. Tilfinning mín er sú að það sé verið að kremja fólk til fátæktar.“
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira