Flestir vilja Eirík aftur á Séð og heyrt Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2017 13:02 Stuðningur við Eirík sem nýjan ritstjóra Séð og heyrt virðist hafa komið útgefandanum í opna skjöldu. Eiríkur steinliggur, segir Ingvi Hrafn. Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að hann væri að leita að nýjum ritstjóra Séð og heyrt, sem senn færi aftur af stað eftir stutt útgáfuhlé, og auglýsti eftir slíkum. Þannig liggur fyrir að Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir mun ekki halda áfram sem ritstjóri þar á bæ. Líkast til hafa viðbrögðin komið útgefandanum nokkuð á óvart því þeir sem svara eru flestir á því að rétti maðurinn í starfið sé Eiríkur Jónsson blaðamaður. Fáir aðrir eru nefndir til sögunnar sem vænlegir kandídatar. Eiríkur er einmitt fyrrverandi ritstjóri tímaritsins.Eiríkur myndi steinliggja Ýmsir fjölmiðlamenn eru áfram um þetta og má þar nefna Helga Seljan, Ómar R. Valdimarsson og Þórarinn Þórarinsson. Og úr skemmtanageiranum eru menn á borð við konung kokteiltónlistarinnar, André Bachmann og Karl Sigurðsson Baggalútur einnig þeirrar skoðunar að enginn sé betur til þess fallinn að stýra Séð og heyrt en Eiríkur. Ingvi Hrafn Jónsson, sem nýverið seldi Birni Inga sjónvarpsstöð sína ÍNN þó hann haldi áfram með vinsæla þætti sína Hrafnaþing, er einnig á því að Eiríkur sé rétti maðurinn: „Eiríkur Jónsson myndi steinliggja og gera að auki vikulegan ÍNN þátt með stæl.Allt í lagi að hann sé með síðuna sína on the side,“ segir Ingvi Hrafn, léttur í bragði.Björn Ingi er þögull Nema, málshefjandinn er þögull yfir þessari einstefnu hugmyndanna. Kann að skipta máli í því samhengi að Hreinn Loftsson er í hluthafahópi útgáfufélags hans Pressunnar. Hreinn, sem nýverið seldi Birni Inga og Pressunni tímaritaútgáfu sína, sem meðal annars gaf út Séð og heyrt, sagði í samtali við Fréttatímann að það sú sala tengdist ekki því að hann væri hluthafi í Pressunni. Nema, Hreini og Eiríki lenti saman, það fór fyrir brjóstið á Hreini að Eiríkur væri samhliða störfum sínum sem ritstjóri að reka sinn eigin fréttavef, EiríkurJónsson punktur is. Það leiddi svo til þess að Eiríkur hvarf á braut eins og Vísir greindi samviskusamlega frá.Eiríkur vill ekki tjá sig En, Björn Ingi er ekki sá eini sem er þegjandalegur um það hvaða stefnu atvinnuauglýsing hans tók. Þegar Eiríkur var spurður hvað hann vildi um þennan mikla stuðning segja þá kom þetta svar: „Ekkert.“Ekkert? Er Björn Ingi búinn að hafa samband? „Vísa í svarið,“ segir Eiríkur. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Séð og Heyrt og Nýtt líf koma út á ný Formlega gengið frá kaupum Pressunnar á Birtíngi. 21. febrúar 2017 13:42 Eiríkur kveður Séð og heyrt: „Bjargaði þessu tímariti frá dauða“ „Maðurinn á þetta fyrirtæki og ræður hvað hann gerir,“ segir Eiríkur Jónsson um samskipti sín við Hrein Loftsson. 2. maí 2016 10:01 Kaup Björns Inga á Birtingi fá grænt ljós Björn Ingi Hrafnsson og Pressan halda áfram að bæta við sig. 6. febrúar 2017 15:37 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að hann væri að leita að nýjum ritstjóra Séð og heyrt, sem senn færi aftur af stað eftir stutt útgáfuhlé, og auglýsti eftir slíkum. Þannig liggur fyrir að Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir mun ekki halda áfram sem ritstjóri þar á bæ. Líkast til hafa viðbrögðin komið útgefandanum nokkuð á óvart því þeir sem svara eru flestir á því að rétti maðurinn í starfið sé Eiríkur Jónsson blaðamaður. Fáir aðrir eru nefndir til sögunnar sem vænlegir kandídatar. Eiríkur er einmitt fyrrverandi ritstjóri tímaritsins.Eiríkur myndi steinliggja Ýmsir fjölmiðlamenn eru áfram um þetta og má þar nefna Helga Seljan, Ómar R. Valdimarsson og Þórarinn Þórarinsson. Og úr skemmtanageiranum eru menn á borð við konung kokteiltónlistarinnar, André Bachmann og Karl Sigurðsson Baggalútur einnig þeirrar skoðunar að enginn sé betur til þess fallinn að stýra Séð og heyrt en Eiríkur. Ingvi Hrafn Jónsson, sem nýverið seldi Birni Inga sjónvarpsstöð sína ÍNN þó hann haldi áfram með vinsæla þætti sína Hrafnaþing, er einnig á því að Eiríkur sé rétti maðurinn: „Eiríkur Jónsson myndi steinliggja og gera að auki vikulegan ÍNN þátt með stæl.Allt í lagi að hann sé með síðuna sína on the side,“ segir Ingvi Hrafn, léttur í bragði.Björn Ingi er þögull Nema, málshefjandinn er þögull yfir þessari einstefnu hugmyndanna. Kann að skipta máli í því samhengi að Hreinn Loftsson er í hluthafahópi útgáfufélags hans Pressunnar. Hreinn, sem nýverið seldi Birni Inga og Pressunni tímaritaútgáfu sína, sem meðal annars gaf út Séð og heyrt, sagði í samtali við Fréttatímann að það sú sala tengdist ekki því að hann væri hluthafi í Pressunni. Nema, Hreini og Eiríki lenti saman, það fór fyrir brjóstið á Hreini að Eiríkur væri samhliða störfum sínum sem ritstjóri að reka sinn eigin fréttavef, EiríkurJónsson punktur is. Það leiddi svo til þess að Eiríkur hvarf á braut eins og Vísir greindi samviskusamlega frá.Eiríkur vill ekki tjá sig En, Björn Ingi er ekki sá eini sem er þegjandalegur um það hvaða stefnu atvinnuauglýsing hans tók. Þegar Eiríkur var spurður hvað hann vildi um þennan mikla stuðning segja þá kom þetta svar: „Ekkert.“Ekkert? Er Björn Ingi búinn að hafa samband? „Vísa í svarið,“ segir Eiríkur.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Séð og Heyrt og Nýtt líf koma út á ný Formlega gengið frá kaupum Pressunnar á Birtíngi. 21. febrúar 2017 13:42 Eiríkur kveður Séð og heyrt: „Bjargaði þessu tímariti frá dauða“ „Maðurinn á þetta fyrirtæki og ræður hvað hann gerir,“ segir Eiríkur Jónsson um samskipti sín við Hrein Loftsson. 2. maí 2016 10:01 Kaup Björns Inga á Birtingi fá grænt ljós Björn Ingi Hrafnsson og Pressan halda áfram að bæta við sig. 6. febrúar 2017 15:37 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Séð og Heyrt og Nýtt líf koma út á ný Formlega gengið frá kaupum Pressunnar á Birtíngi. 21. febrúar 2017 13:42
Eiríkur kveður Séð og heyrt: „Bjargaði þessu tímariti frá dauða“ „Maðurinn á þetta fyrirtæki og ræður hvað hann gerir,“ segir Eiríkur Jónsson um samskipti sín við Hrein Loftsson. 2. maí 2016 10:01
Kaup Björns Inga á Birtingi fá grænt ljós Björn Ingi Hrafnsson og Pressan halda áfram að bæta við sig. 6. febrúar 2017 15:37