Fékk fullt af jákvæðum svörum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2017 06:00 „Þetta var mestmegnis jákvætt. Þetta var nokkuð kaflaskiptur leikur en mér fannst við spila seinni hálfleikinn mjög vel þegar við gátum farið aftur að pressa,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í Portúgal í gærkvöldi. „Það var erfiður 20 mínútna kafli í fyrri hálfleik þar sem við þurftum að fara í lágpressu. Það nýttist samt vel, við þurftum að æfa þær færslur og getum lært hvernig maður heldur í boltann þegar þú vinnur boltann í lágpressu. Við vorum í smá vandræðum með það. Ég fékk fullt af jákvæðum svörum og nokkrar einstaklingsframmistöður litu út fyrir að vera mjög góðar.“ Byrjunin á leiknum var ekki gæfuleg hjá íslenska liðinu því strax á 4. mínútu kom Ada Hegerberg, besta knattspyrnukona Evrópu í fyrra, Noregi yfir. En íslensku stelpurnar sýndu mikinn styrk og aðeins fjórum mínútum eftir mark Hegerbergs var staðan orðin jöfn, 1-1. Elín Metta Jensen fór þá illa með varnarmann Noregs og sendi fyrir á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem skoraði af stuttu færi. Þetta var sjötta landsliðsmark Gunnhildar en hún heldur áfram að sanna mikilvægi sitt fyrir íslenska liðið. „Þær skoruðu gott mark en við vorum búnar að tala um að þetta væri þeirra leikur; þetta battaspil eftir langan bolta. Og þegar boltinn dettur svona fyrir besta framherja í heiminum klárar hún það,“ sagði Freyr um mark norska liðsins. „Eftir markið stigu leiðtogarnir upp og stöppuðu stálinu í liðið og við fórum bara af stað. Við áttum góða sókn og svo góða sókn sem skilaði marki. Það var mjög jákvætt. Þetta var frábært mark; mjög sterkt einstaklingsframtak hjá Elínu og frábært hlaup inn í teiginn og vel klárað hjá Gunnhildi.“ Freyr stillti upp nokkuð ungu og óreyndu byrjunarliði í leiknum í gær. Meðal þeirra sem fékk tækifærið var Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir sem lék aðeins sinn annan landsleik í gær. Landsliðsþjálfarinn kvaðst ánægður með frammistöðu hennar. „Mér fannst hún heilt yfir standa sig með glæsibrag. Hún var hrikalega öflug í návígi, bæði á grasinu og í loftinu, og las hinn svokallaða seinni bolta mjög vel. Hún hefði oft á köflum getað gert betur með boltann en það kemur þegar hún finnur betri takt með liðinu. Hún má vera stolt af sinni frammistöðu,“ sagði Freyr um Sigríði Láru sem var hluti af líkamlega sterkri miðju, „sláttuvélarmiðju“ eins og landsliðsþjálfarinn komst að orði fyrir leik. „Ég held það hafi virkað vel. Það sem klikkaði í fyrri hálfleik var áherslan mín í hápressu. Ég hefði viljað að leikmennirnir hefðu lesið það og leyst sjálfar en við löguðum það í hálfleik. Það var ekki miðjunni að kenna að við náðum ekki að hápressa, það var útfærslan mín,“ sagði Freyr. Það eina sem skyggði á fína frammistöðu íslenska liðsins í gær voru meiðsli Söndru Maríu Jessen. Akureyringurinn lenti í samstuði eftir um 20 mínútna leik og var hún í kjölfarið borin sárþjáð af velli. Aðspurður sagðist Freyr ekki vita hvers eðlis meiðslin væru en þetta hefði ekki litið vel út. Næsti leikur Íslands er gegn Japan á morgun. Fótbolti Tengdar fréttir Sandra María send á sjúkrahús Freyr Alexandersson segir að Sandra María Jessen hafi verið send á sjúkrahús í myndatöku vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 23:00 Vökvunarkerfið fór í gang á meðan leik Íslands og Noregs stóð | Myndband Undarleg uppákoma átti sér stað í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 20:07 Umfjöllun: Noregur - Ísland 1-1 | Jafntefli í fyrsta leik á Algarve Ísland gerði jafntefli við Noreg í fyrsta leik liðsins í Algarve-bikarnum í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði mark Íslands á 8.mínútu leiksins. 1. mars 2017 21:00 Sandra María gæti verið illa meidd | Myndband Sandra María Jessen fór meidd af velli eftir 22 mínútur í leik Íslands og Noregs sem nú stendur yfir á Algarve-mótinu í Portúgal. 1. mars 2017 19:17 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
„Þetta var mestmegnis jákvætt. Þetta var nokkuð kaflaskiptur leikur en mér fannst við spila seinni hálfleikinn mjög vel þegar við gátum farið aftur að pressa,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í Portúgal í gærkvöldi. „Það var erfiður 20 mínútna kafli í fyrri hálfleik þar sem við þurftum að fara í lágpressu. Það nýttist samt vel, við þurftum að æfa þær færslur og getum lært hvernig maður heldur í boltann þegar þú vinnur boltann í lágpressu. Við vorum í smá vandræðum með það. Ég fékk fullt af jákvæðum svörum og nokkrar einstaklingsframmistöður litu út fyrir að vera mjög góðar.“ Byrjunin á leiknum var ekki gæfuleg hjá íslenska liðinu því strax á 4. mínútu kom Ada Hegerberg, besta knattspyrnukona Evrópu í fyrra, Noregi yfir. En íslensku stelpurnar sýndu mikinn styrk og aðeins fjórum mínútum eftir mark Hegerbergs var staðan orðin jöfn, 1-1. Elín Metta Jensen fór þá illa með varnarmann Noregs og sendi fyrir á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem skoraði af stuttu færi. Þetta var sjötta landsliðsmark Gunnhildar en hún heldur áfram að sanna mikilvægi sitt fyrir íslenska liðið. „Þær skoruðu gott mark en við vorum búnar að tala um að þetta væri þeirra leikur; þetta battaspil eftir langan bolta. Og þegar boltinn dettur svona fyrir besta framherja í heiminum klárar hún það,“ sagði Freyr um mark norska liðsins. „Eftir markið stigu leiðtogarnir upp og stöppuðu stálinu í liðið og við fórum bara af stað. Við áttum góða sókn og svo góða sókn sem skilaði marki. Það var mjög jákvætt. Þetta var frábært mark; mjög sterkt einstaklingsframtak hjá Elínu og frábært hlaup inn í teiginn og vel klárað hjá Gunnhildi.“ Freyr stillti upp nokkuð ungu og óreyndu byrjunarliði í leiknum í gær. Meðal þeirra sem fékk tækifærið var Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir sem lék aðeins sinn annan landsleik í gær. Landsliðsþjálfarinn kvaðst ánægður með frammistöðu hennar. „Mér fannst hún heilt yfir standa sig með glæsibrag. Hún var hrikalega öflug í návígi, bæði á grasinu og í loftinu, og las hinn svokallaða seinni bolta mjög vel. Hún hefði oft á köflum getað gert betur með boltann en það kemur þegar hún finnur betri takt með liðinu. Hún má vera stolt af sinni frammistöðu,“ sagði Freyr um Sigríði Láru sem var hluti af líkamlega sterkri miðju, „sláttuvélarmiðju“ eins og landsliðsþjálfarinn komst að orði fyrir leik. „Ég held það hafi virkað vel. Það sem klikkaði í fyrri hálfleik var áherslan mín í hápressu. Ég hefði viljað að leikmennirnir hefðu lesið það og leyst sjálfar en við löguðum það í hálfleik. Það var ekki miðjunni að kenna að við náðum ekki að hápressa, það var útfærslan mín,“ sagði Freyr. Það eina sem skyggði á fína frammistöðu íslenska liðsins í gær voru meiðsli Söndru Maríu Jessen. Akureyringurinn lenti í samstuði eftir um 20 mínútna leik og var hún í kjölfarið borin sárþjáð af velli. Aðspurður sagðist Freyr ekki vita hvers eðlis meiðslin væru en þetta hefði ekki litið vel út. Næsti leikur Íslands er gegn Japan á morgun.
Fótbolti Tengdar fréttir Sandra María send á sjúkrahús Freyr Alexandersson segir að Sandra María Jessen hafi verið send á sjúkrahús í myndatöku vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 23:00 Vökvunarkerfið fór í gang á meðan leik Íslands og Noregs stóð | Myndband Undarleg uppákoma átti sér stað í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 20:07 Umfjöllun: Noregur - Ísland 1-1 | Jafntefli í fyrsta leik á Algarve Ísland gerði jafntefli við Noreg í fyrsta leik liðsins í Algarve-bikarnum í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði mark Íslands á 8.mínútu leiksins. 1. mars 2017 21:00 Sandra María gæti verið illa meidd | Myndband Sandra María Jessen fór meidd af velli eftir 22 mínútur í leik Íslands og Noregs sem nú stendur yfir á Algarve-mótinu í Portúgal. 1. mars 2017 19:17 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Sandra María send á sjúkrahús Freyr Alexandersson segir að Sandra María Jessen hafi verið send á sjúkrahús í myndatöku vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 23:00
Vökvunarkerfið fór í gang á meðan leik Íslands og Noregs stóð | Myndband Undarleg uppákoma átti sér stað í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 20:07
Umfjöllun: Noregur - Ísland 1-1 | Jafntefli í fyrsta leik á Algarve Ísland gerði jafntefli við Noreg í fyrsta leik liðsins í Algarve-bikarnum í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði mark Íslands á 8.mínútu leiksins. 1. mars 2017 21:00
Sandra María gæti verið illa meidd | Myndband Sandra María Jessen fór meidd af velli eftir 22 mínútur í leik Íslands og Noregs sem nú stendur yfir á Algarve-mótinu í Portúgal. 1. mars 2017 19:17