Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2017 14:05 Þórdís Elva og Tom á sviði í fyrirlestri sínum á vegum Ted. Skjáskot Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku. RÚV greinir frá. Stranger nauðgaði Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar hún var sextán ára og hann átján ára skiptinemi hér á landi. Mörgum árum síðar skrifaði hún Tom og lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana, í tilraun til að skila skömminni og rjúfa eigin þögn. Hún bjó sig undir neikvæð viðbrögð en fékk þess í stað skilyrðislausa játningu frá Tom, með ósk um að gera upp fortíðina í sameiningu. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Stranger héldu sameiginlegan TED-fyrirlestur um efni bókar, Handan fyrirgefningar, sem þau skrifuðu saman og fjallar m.a. um samband þeirra, ofbeldið sem átti sér stað og leiðina að fyrirgefningu. Fyrirhugað er að Þórdís Elva og Stranger verði með fyrirlestur á ráðstefunni. Það hefur þó vakið upp sterk viðbrögð og eins of fyrr segir hafa um tvö þúsund manns krafist þess að Stranger fái ekki að halda erindi. Þau sem standa að undirskriftasöfnunni harma það að karlmanni sem framið hafi naugðun fái þar vettvang til þess að tjá sínar skoðanir. Segja þau að það sé andstætt gildum hátíðarinnar. Í yfirlýsingu frá aðstandendum ráðstefnunnar segir að tekið verðið til athugunar hvort að Stranger fái að halda erindi. Tengdar fréttir Saga Þórdísar Elvu og Tom vekur heimsathygli: "Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð“ TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. 10. febrúar 2017 11:00 Guardian birtir útdrátt úr bók Þórdísar og Tom um kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi Útdrátturinn er birtur á forsíðu netútgáfu The Guardian. 5. mars 2017 10:27 Þórdís Elva segir skilaboð frá 16 ára indverskum dreng standa upp úr: „Nú veit ég að ég hafði rangt fyrir mér“ Fyrirlestur Þórdísar Elvu og Tom Stranger um kynferðisofbeldi sem Þórdís varð fyrir af höndum Tom hefur vakið mikla athygli um allan heim. 12. febrúar 2017 11:18 Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Sjá meira
Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku. RÚV greinir frá. Stranger nauðgaði Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar hún var sextán ára og hann átján ára skiptinemi hér á landi. Mörgum árum síðar skrifaði hún Tom og lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana, í tilraun til að skila skömminni og rjúfa eigin þögn. Hún bjó sig undir neikvæð viðbrögð en fékk þess í stað skilyrðislausa játningu frá Tom, með ósk um að gera upp fortíðina í sameiningu. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Stranger héldu sameiginlegan TED-fyrirlestur um efni bókar, Handan fyrirgefningar, sem þau skrifuðu saman og fjallar m.a. um samband þeirra, ofbeldið sem átti sér stað og leiðina að fyrirgefningu. Fyrirhugað er að Þórdís Elva og Stranger verði með fyrirlestur á ráðstefunni. Það hefur þó vakið upp sterk viðbrögð og eins of fyrr segir hafa um tvö þúsund manns krafist þess að Stranger fái ekki að halda erindi. Þau sem standa að undirskriftasöfnunni harma það að karlmanni sem framið hafi naugðun fái þar vettvang til þess að tjá sínar skoðanir. Segja þau að það sé andstætt gildum hátíðarinnar. Í yfirlýsingu frá aðstandendum ráðstefnunnar segir að tekið verðið til athugunar hvort að Stranger fái að halda erindi.
Tengdar fréttir Saga Þórdísar Elvu og Tom vekur heimsathygli: "Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð“ TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. 10. febrúar 2017 11:00 Guardian birtir útdrátt úr bók Þórdísar og Tom um kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi Útdrátturinn er birtur á forsíðu netútgáfu The Guardian. 5. mars 2017 10:27 Þórdís Elva segir skilaboð frá 16 ára indverskum dreng standa upp úr: „Nú veit ég að ég hafði rangt fyrir mér“ Fyrirlestur Þórdísar Elvu og Tom Stranger um kynferðisofbeldi sem Þórdís varð fyrir af höndum Tom hefur vakið mikla athygli um allan heim. 12. febrúar 2017 11:18 Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Sjá meira
Saga Þórdísar Elvu og Tom vekur heimsathygli: "Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð“ TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. 10. febrúar 2017 11:00
Guardian birtir útdrátt úr bók Þórdísar og Tom um kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi Útdrátturinn er birtur á forsíðu netútgáfu The Guardian. 5. mars 2017 10:27
Þórdís Elva segir skilaboð frá 16 ára indverskum dreng standa upp úr: „Nú veit ég að ég hafði rangt fyrir mér“ Fyrirlestur Þórdísar Elvu og Tom Stranger um kynferðisofbeldi sem Þórdís varð fyrir af höndum Tom hefur vakið mikla athygli um allan heim. 12. febrúar 2017 11:18
Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15
Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09