Erlent

Franskir Repúblikanar styðja Fillon

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Francois Fillon, ásamt eiginkonu sinni, Penelope Fillon á fjöldasamkomunni í miðbæ Parísar um helgina.
Francois Fillon, ásamt eiginkonu sinni, Penelope Fillon á fjöldasamkomunni í miðbæ Parísar um helgina. Vísir/EPA
Leiðtogar í franska Repúblikanaflokknum hafa ákveðið að styðja áframhaldandi framboð Francois Fillon, sem hreppti útnefningu sem forsetaframbjóðandi flokksins, í nóvember síðastliðnum, þrátt fyrir rannsókn lögreglu á spillingarmálum hans. BBC greinir frá.

Spillingarmál sem varða eiginkonu Fillon hafa leikið frambjóðandann grátt en grunsamlegt þykir að hann hafi ráðið eiginkonu sína til starfa á meðan hann var þingmaður, án þess þó að ljóst væri hvaða verkefni hún ætti að vinna að og þiggja laun fyrir.

Fillon hélt í gær fjöldafund í miðbæ Parísar og mættu þúsundir á fundinn. Fylgi Fillon hefur mælst mjög lágt í skoðanakönnunum og eins og staðan er nú bendir ekki margt til þess að hann muni sigra í forkosningunum sem haldnar verða þann 23. apríl. Bæði hann og eiginkona hans hafa haldið því fram að þau hafi ekki unnið sér neitt til saka.

Í ljósi þessa ákváðu leiðtogar innan flokk hans að halda neyðarfund í dag og ákveða næstu skref. Á fundinum var ákveðið að Fillon yrði ekki skipt út fyrir annan frambjóðanda og er talið að mikil aðsókn á fjöldafund hans í miðbæ Parísar í gær, hafi skipt sköpum fyrir stuðning hans innan flokks síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×