Krefjast þess að dómari verði sviptur embætti eftir umdeild ummæli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. mars 2017 23:05 Mynd úr safni. vísir/getty Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa ritað nafn sitt á lista þar sem þess er krafist að kanadískur héraðsdómari verði sviptur embætti. Ástæðan er að dómarinn sýknaði karlmann, leigubílstjóra, af kynferðisbroti á grundvelli þess að „ölvaðir geti augljóslega veitt samþykki sitt“.Fram kemur á vef Guardian að maðurinn hafi verið sakaður um að hafa nauðgað konu á þrítugsaldri í leigubíl sínum árið 2015. Lögreglan kom að konunni hálfnaktri og áfengisdauðri í aftursæti leigubílsins. Maðurinn var þá ber að neðan í framsætinu með fatnað konunnar í fanginu. DNA konunnar fannst á efri vör mannsins sem var búinn að renna niður buxnaklaufinni og illa girtur. Konan sagðist fyrir dómi lítið sem ekkert muna eftir kvöldinu. Kvaðst hún muna eftir að hafa drukkið þrjá drykki; tvö tekílaskot og kokteil á skemmtistað í miðbænum, en fátt annað. Áfengismagn í blóði hennar var þrefalt hærra en leyfilegt er við akstur. Dómur var kveðinn upp í síðustu viku. Dómarinn, Gregory Lenehan, sagði að þrátt fyrir að enginn vafi leiki á því að konan hafi verið drukkin þá verði niðurstaðan að ráðast af því hvort konan hafi veitt samþykki fyrir samræðinu eða ekki. Bætt hann við að honum hugnaðist ekki að konurnar í sínu lífi fengu far með leigubílstjóranum. „Manneskja getur ekki veitt samþykki ef hún er meðvitundarlaus eða ef hún er undir það miklum áhrifum áfengis eða vímuefna að hún áttar sig ekki á aðstæðum,“ sagði Lenehan. „Það þýðir hins vegar ekki að manneskja undir áhrifum geti ekki samþykkt kynferðislegar athafnir. Augljóslega getur ölvaður einstaklingur veitt samþykki sitt.“ Þá sagði hann minnisleysi ekki jafngilda neitun. Málið hefur vakið mikla reiði í Kanada og þegar hafa verið skipulagðar tvær mótmælagöngur í landinu. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa ritað nafn sitt á lista þar sem þess er krafist að kanadískur héraðsdómari verði sviptur embætti. Ástæðan er að dómarinn sýknaði karlmann, leigubílstjóra, af kynferðisbroti á grundvelli þess að „ölvaðir geti augljóslega veitt samþykki sitt“.Fram kemur á vef Guardian að maðurinn hafi verið sakaður um að hafa nauðgað konu á þrítugsaldri í leigubíl sínum árið 2015. Lögreglan kom að konunni hálfnaktri og áfengisdauðri í aftursæti leigubílsins. Maðurinn var þá ber að neðan í framsætinu með fatnað konunnar í fanginu. DNA konunnar fannst á efri vör mannsins sem var búinn að renna niður buxnaklaufinni og illa girtur. Konan sagðist fyrir dómi lítið sem ekkert muna eftir kvöldinu. Kvaðst hún muna eftir að hafa drukkið þrjá drykki; tvö tekílaskot og kokteil á skemmtistað í miðbænum, en fátt annað. Áfengismagn í blóði hennar var þrefalt hærra en leyfilegt er við akstur. Dómur var kveðinn upp í síðustu viku. Dómarinn, Gregory Lenehan, sagði að þrátt fyrir að enginn vafi leiki á því að konan hafi verið drukkin þá verði niðurstaðan að ráðast af því hvort konan hafi veitt samþykki fyrir samræðinu eða ekki. Bætt hann við að honum hugnaðist ekki að konurnar í sínu lífi fengu far með leigubílstjóranum. „Manneskja getur ekki veitt samþykki ef hún er meðvitundarlaus eða ef hún er undir það miklum áhrifum áfengis eða vímuefna að hún áttar sig ekki á aðstæðum,“ sagði Lenehan. „Það þýðir hins vegar ekki að manneskja undir áhrifum geti ekki samþykkt kynferðislegar athafnir. Augljóslega getur ölvaður einstaklingur veitt samþykki sitt.“ Þá sagði hann minnisleysi ekki jafngilda neitun. Málið hefur vakið mikla reiði í Kanada og þegar hafa verið skipulagðar tvær mótmælagöngur í landinu.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira