Aldrei fleiri sótt í Konukot og Frú Ragnheiði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. mars 2017 16:30 Í ársskýrslu Rauða Krossins í Reykjavík sem kom út í dag í tilefni af aðalfundi félagsins kemur meðal annars fram að heimsóknir í Frú Ragnheiði, bíl sem sjálfboðaliðar manna á kvöldin til aðstoðar fólki með fíknivanda, séu nærri þrefalt fleiri í fyrra en árið áður. Þá hafa aldrei fleiri konur gist í Konukoti á einu ári, alls 101 kona í rúmlega þrjú þúsund gistinætur árið 2016. Þórir Guðmundsson, forstöðumaður Rauða Krossins í Reykjavík, telur að jaðarsettir einstaklingar treysti sér betur en áður til að sækja þau úrræði sem í boði eru. „Fólk veit betur af þessu og það treystir kannski betur þjónustunni sem við erum að veita,“ segir Þórir. „Það er traust sem byggist upp, kannski á löngum tíma, þegar menn verða þess áskynja að þarna er öruggur staður til þess að ræða við sjálfboðaliðana okkar.“101 kona leitaði til Konukots í fyrra.Fréttablaðið/VilhelmHann segir sjálfboðaliða hafa fengið mikla þjálfun með tímanum og að aðstoðin við jaðarsetta einstaklinga sé sífellt að eflast. „Ef við tökum Frú Ragnheiði til dæmis, þá bættum við við einum degi í viku þannig að hann er nú að aka um götur höfuðborgarsvæðisins sex daga í viku í staðinn fyrir fimm áður. Á þessu ári ætlum við upp í sjö daga í viku. Þá byrjuðum við að veita fólki sem leitar til okkar næringarríkan mat af því að margir koma til okkar illa nærðir.“ Þórir segir að Rauði Krossinn leggi áherslu á skaðaminnkandi nálgun í þjónustu við jaðarsetta einstaklinga. „Fólk getur komið og það fær ekki fyrirlestur um að það ætti að breyta líferni sínu. Það fær aðstoð við að minnka skaðann af líferninu og allt þetta held ég að leiði til þess að fólk treystir okkur betur og er reiðubúið til að koma til okkar.“ Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Í ársskýrslu Rauða Krossins í Reykjavík sem kom út í dag í tilefni af aðalfundi félagsins kemur meðal annars fram að heimsóknir í Frú Ragnheiði, bíl sem sjálfboðaliðar manna á kvöldin til aðstoðar fólki með fíknivanda, séu nærri þrefalt fleiri í fyrra en árið áður. Þá hafa aldrei fleiri konur gist í Konukoti á einu ári, alls 101 kona í rúmlega þrjú þúsund gistinætur árið 2016. Þórir Guðmundsson, forstöðumaður Rauða Krossins í Reykjavík, telur að jaðarsettir einstaklingar treysti sér betur en áður til að sækja þau úrræði sem í boði eru. „Fólk veit betur af þessu og það treystir kannski betur þjónustunni sem við erum að veita,“ segir Þórir. „Það er traust sem byggist upp, kannski á löngum tíma, þegar menn verða þess áskynja að þarna er öruggur staður til þess að ræða við sjálfboðaliðana okkar.“101 kona leitaði til Konukots í fyrra.Fréttablaðið/VilhelmHann segir sjálfboðaliða hafa fengið mikla þjálfun með tímanum og að aðstoðin við jaðarsetta einstaklinga sé sífellt að eflast. „Ef við tökum Frú Ragnheiði til dæmis, þá bættum við við einum degi í viku þannig að hann er nú að aka um götur höfuðborgarsvæðisins sex daga í viku í staðinn fyrir fimm áður. Á þessu ári ætlum við upp í sjö daga í viku. Þá byrjuðum við að veita fólki sem leitar til okkar næringarríkan mat af því að margir koma til okkar illa nærðir.“ Þórir segir að Rauði Krossinn leggi áherslu á skaðaminnkandi nálgun í þjónustu við jaðarsetta einstaklinga. „Fólk getur komið og það fær ekki fyrirlestur um að það ætti að breyta líferni sínu. Það fær aðstoð við að minnka skaðann af líferninu og allt þetta held ég að leiði til þess að fólk treystir okkur betur og er reiðubúið til að koma til okkar.“
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira