Aldrei fleiri sótt í Konukot og Frú Ragnheiði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. mars 2017 16:30 Í ársskýrslu Rauða Krossins í Reykjavík sem kom út í dag í tilefni af aðalfundi félagsins kemur meðal annars fram að heimsóknir í Frú Ragnheiði, bíl sem sjálfboðaliðar manna á kvöldin til aðstoðar fólki með fíknivanda, séu nærri þrefalt fleiri í fyrra en árið áður. Þá hafa aldrei fleiri konur gist í Konukoti á einu ári, alls 101 kona í rúmlega þrjú þúsund gistinætur árið 2016. Þórir Guðmundsson, forstöðumaður Rauða Krossins í Reykjavík, telur að jaðarsettir einstaklingar treysti sér betur en áður til að sækja þau úrræði sem í boði eru. „Fólk veit betur af þessu og það treystir kannski betur þjónustunni sem við erum að veita,“ segir Þórir. „Það er traust sem byggist upp, kannski á löngum tíma, þegar menn verða þess áskynja að þarna er öruggur staður til þess að ræða við sjálfboðaliðana okkar.“101 kona leitaði til Konukots í fyrra.Fréttablaðið/VilhelmHann segir sjálfboðaliða hafa fengið mikla þjálfun með tímanum og að aðstoðin við jaðarsetta einstaklinga sé sífellt að eflast. „Ef við tökum Frú Ragnheiði til dæmis, þá bættum við við einum degi í viku þannig að hann er nú að aka um götur höfuðborgarsvæðisins sex daga í viku í staðinn fyrir fimm áður. Á þessu ári ætlum við upp í sjö daga í viku. Þá byrjuðum við að veita fólki sem leitar til okkar næringarríkan mat af því að margir koma til okkar illa nærðir.“ Þórir segir að Rauði Krossinn leggi áherslu á skaðaminnkandi nálgun í þjónustu við jaðarsetta einstaklinga. „Fólk getur komið og það fær ekki fyrirlestur um að það ætti að breyta líferni sínu. Það fær aðstoð við að minnka skaðann af líferninu og allt þetta held ég að leiði til þess að fólk treystir okkur betur og er reiðubúið til að koma til okkar.“ Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Í ársskýrslu Rauða Krossins í Reykjavík sem kom út í dag í tilefni af aðalfundi félagsins kemur meðal annars fram að heimsóknir í Frú Ragnheiði, bíl sem sjálfboðaliðar manna á kvöldin til aðstoðar fólki með fíknivanda, séu nærri þrefalt fleiri í fyrra en árið áður. Þá hafa aldrei fleiri konur gist í Konukoti á einu ári, alls 101 kona í rúmlega þrjú þúsund gistinætur árið 2016. Þórir Guðmundsson, forstöðumaður Rauða Krossins í Reykjavík, telur að jaðarsettir einstaklingar treysti sér betur en áður til að sækja þau úrræði sem í boði eru. „Fólk veit betur af þessu og það treystir kannski betur þjónustunni sem við erum að veita,“ segir Þórir. „Það er traust sem byggist upp, kannski á löngum tíma, þegar menn verða þess áskynja að þarna er öruggur staður til þess að ræða við sjálfboðaliðana okkar.“101 kona leitaði til Konukots í fyrra.Fréttablaðið/VilhelmHann segir sjálfboðaliða hafa fengið mikla þjálfun með tímanum og að aðstoðin við jaðarsetta einstaklinga sé sífellt að eflast. „Ef við tökum Frú Ragnheiði til dæmis, þá bættum við við einum degi í viku þannig að hann er nú að aka um götur höfuðborgarsvæðisins sex daga í viku í staðinn fyrir fimm áður. Á þessu ári ætlum við upp í sjö daga í viku. Þá byrjuðum við að veita fólki sem leitar til okkar næringarríkan mat af því að margir koma til okkar illa nærðir.“ Þórir segir að Rauði Krossinn leggi áherslu á skaðaminnkandi nálgun í þjónustu við jaðarsetta einstaklinga. „Fólk getur komið og það fær ekki fyrirlestur um að það ætti að breyta líferni sínu. Það fær aðstoð við að minnka skaðann af líferninu og allt þetta held ég að leiði til þess að fólk treystir okkur betur og er reiðubúið til að koma til okkar.“
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira