Einstök liðsuppstilling í 118 ára sögu Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2017 11:30 Byrjunarlið Barcelona í gær. Vísir/Getty Barcelona vann lífsnauðsynlegan sigur á Leganés á Nývangi í gær þökk sé vítaspyrnu Lionel Messi á lokamínútu leiksins. Sigurinn minnkað forskot Real Madrid í eitt stig á toppnum en Real Madrid á reyndar tvo leiki til góða. Luis Enrique, þjálfari Barcelona, stillti upp liði í þessum leik á móti Leganés sem hefur ekki sést áður í 118 ára sögu FC Barcelona. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo sagði frá þessu. Það voru nefnilega tíu erlendir leikmenn í byrjunarliði Luis Enrique í gær. Eini Spánverjinn var Sergi Roberto sem er einnig frá Katalóníu. Hinir tíu voru útlendingar. Barcelona var búið að spila 4250 opinbera leiki án þess að nota svona marga útlendinga í byrjunarliðinu sínu. Í byrjunarliðinu voru þrír Frakkar, tveir Brasilíumenn og svo einn Þjóðverji, einn Króati, einn Portúgali, einn Spánverji, einn Úrúgvæi og svo einn Argentínumaðurinn sem síðan gerði út um leikinn. Þrír Spánverjar komu inn á sem varamenn og Börsungar voru því „bara“ með átta útlendinga á vellinum þegar Lionel Messi skoraði sigurmarkið. Þetta er athyglisverð þróun hjá Katalóníufélaginu ekki síst þar sem að fyrir fjórum árum var liðið oftast með átta Spánverja inn á vellinum.Byrjunarlið Barcelona í leiknum í gær:Markvörður Ter Stegen, ÞýskalandiVarnarlínan Sergi Roberto, Spáni Samuel Umtiti, Frakklandi Jérémy Mathieu, Frakklandi Lucas Digne, FrakklandiMiðjumenn Ivan Rakitić, Króatíu André Gomes, Portúgal Rafinha, BrasilíuSóknarmenn Lionel Messi, Argentínu Luis Suárez, Úrúgvæ Neymar, Brasilíu Spánverjarnir Denis Suárez, Andrés Iniesta og Jordi Alba komu inná sem varamenn í leiknum. Ter Stegen (Alemania), Sergi Roberto (España), Umtiti (Francia), Mathieu (Francia), Digne (Francia), Rakitic (Croacia), André Gomes (Portugal), Rafinha (Brasil), Messi (Argentina), Neymar (Brasil) y Luis Suárez (Uruguay). Es el once titular que ha presentado hoy el Barcelona contra el Leganés. Un equipo inicial histórico porque tras 118 años de vida y un total de 4250 partidos oficiales disputados el club azulgrana ha empezado por primera vez un encuentro con diez jugadores extranjeros. El hecho es aún más sorprendente si tenemos en cuenta que hace solo 4 años el conjunto culé jugaba habitualmente con 8 jugadores españoles titulares. A post shared by MisterChip (Alexis) (@2010misterchip) on Feb 19, 2017 at 3:51pm PST Spænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Barcelona vann lífsnauðsynlegan sigur á Leganés á Nývangi í gær þökk sé vítaspyrnu Lionel Messi á lokamínútu leiksins. Sigurinn minnkað forskot Real Madrid í eitt stig á toppnum en Real Madrid á reyndar tvo leiki til góða. Luis Enrique, þjálfari Barcelona, stillti upp liði í þessum leik á móti Leganés sem hefur ekki sést áður í 118 ára sögu FC Barcelona. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo sagði frá þessu. Það voru nefnilega tíu erlendir leikmenn í byrjunarliði Luis Enrique í gær. Eini Spánverjinn var Sergi Roberto sem er einnig frá Katalóníu. Hinir tíu voru útlendingar. Barcelona var búið að spila 4250 opinbera leiki án þess að nota svona marga útlendinga í byrjunarliðinu sínu. Í byrjunarliðinu voru þrír Frakkar, tveir Brasilíumenn og svo einn Þjóðverji, einn Króati, einn Portúgali, einn Spánverji, einn Úrúgvæi og svo einn Argentínumaðurinn sem síðan gerði út um leikinn. Þrír Spánverjar komu inn á sem varamenn og Börsungar voru því „bara“ með átta útlendinga á vellinum þegar Lionel Messi skoraði sigurmarkið. Þetta er athyglisverð þróun hjá Katalóníufélaginu ekki síst þar sem að fyrir fjórum árum var liðið oftast með átta Spánverja inn á vellinum.Byrjunarlið Barcelona í leiknum í gær:Markvörður Ter Stegen, ÞýskalandiVarnarlínan Sergi Roberto, Spáni Samuel Umtiti, Frakklandi Jérémy Mathieu, Frakklandi Lucas Digne, FrakklandiMiðjumenn Ivan Rakitić, Króatíu André Gomes, Portúgal Rafinha, BrasilíuSóknarmenn Lionel Messi, Argentínu Luis Suárez, Úrúgvæ Neymar, Brasilíu Spánverjarnir Denis Suárez, Andrés Iniesta og Jordi Alba komu inná sem varamenn í leiknum. Ter Stegen (Alemania), Sergi Roberto (España), Umtiti (Francia), Mathieu (Francia), Digne (Francia), Rakitic (Croacia), André Gomes (Portugal), Rafinha (Brasil), Messi (Argentina), Neymar (Brasil) y Luis Suárez (Uruguay). Es el once titular que ha presentado hoy el Barcelona contra el Leganés. Un equipo inicial histórico porque tras 118 años de vida y un total de 4250 partidos oficiales disputados el club azulgrana ha empezado por primera vez un encuentro con diez jugadores extranjeros. El hecho es aún más sorprendente si tenemos en cuenta que hace solo 4 años el conjunto culé jugaba habitualmente con 8 jugadores españoles titulares. A post shared by MisterChip (Alexis) (@2010misterchip) on Feb 19, 2017 at 3:51pm PST
Spænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira