Markametið löngu fallið og samt eru tveir leikir eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2017 10:00 Radamel Falcao skoraði tvö í gær og hefði getað verið með þrennu því hann klúðraði líka víti. Vísir/Getty Það hefur verið meira en nóg af mörkum í fyrri leikjum sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar og nú er ljóst að markametið er löngu fallið þrátt fyrir að fjórðungur leikjanna sé enn eftir. Hingað til hafa verið skoruð 29 mörk í 6 leikjum eða 4,8 mörk að meðaltali í leik. Verði ekkert skorað í leikjunum tveimur í kvöld verður meðalmarkaskorið samt 3,6 mörk í leik. Fimm af fyrstu sex leikjum sextán liða úrslitanna hafa innihaldið fjögur eða fleiri mörk. Eini leikurinn sem sker sig úr er 1-0 sigur Benfica á Borussia Dortmund. Svo ótrúlega vill til að liðin sem skoruðu mest í riðlakeppninni, Borussia Dortmund (21 mark) og Barcelona (20 mörk) eru einu liðin sem hafa ekki skorað í sextán liða úrslitunum til þessa. Alls voru skoruðu 14 mörk í tveimur frábærum leikjum í gær þar sem Manchester City vann 5-3 sigur á Mónakó og Atlético Madrid fór til Þýskalands og vann 4-2 útisigur á Bayer Leverkusen. Með þessum tveimur markaveislum í gærkvöldi var ljóst að markametið í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna var fallið. Leikmönnum tókst að bæta það um þrjú mörk í gær og það er síðan von á enn frekari bætingu í kvöld. Gamla metið var 26 mörk og síðan tímabilið 2013-14. Þar munaði mestu um 6-1 útisigur Real Madrid á Schalke 04 þar sem BBC skoruðu öll mörkin en Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Karim Benzema voru allir með tvö mörk í leiknum. Annar markahár leikur var þegar Jürgen Klopp fór með lærisveina sína í Borussia Dortmund til Rússlands og vann 4-2 sigur á Zenit. Zlatan Ibrahimović, núverandi leikmaður Manchester United, skoraði síðan tvö mörk í 4-0 sigri Paris Saint-Germain á útivelli á móti Bayer Leverkusen.Flest mörk í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna: 2016-17: 29 mörk 2013-14: 26 mörk 2011-12: 22 mörkÚrslit fyrri leikjanna í 16 liða úrslitum Manchester City - Monakó 5-3 Real Madrid - Napoli 3-1 Benfica - Borussia Dortmund 1-0 Bayern München - Arsenal 5-1 Bayer Leverkusen - Atlético Madrid 2-4 Paris Saint-Germain - Barcelona 4-0Leikir sem eru eftir (fara fram í kvöld) Porto - Juventus Sevilla - Leicester CityÚrslit fyrri leikjanna í 16 liða úrslitum 2013-14 (Gamla metið – 26 mörk) Manchester City - Barcelona 0–2 Olympiacos - Manchester United 2–0 AC Milan - Atlético Madrid 0–1 Bayer Leverkusen - Paris Saint-Germain 0–4 Galatasaray - Chelsea 1–1 Schalke 04 - Real Madrid 1–6 Zenit Petersburg - Borussia Dortmund 2–4 Arsenal - Bayern München 0–2 Markaskor í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna síðustu ár:2016-17: 29 mörk (5 leikir með fjögur mörk eða fleiri) - 2 leikir eftir2015-16: 21 mark (3 leikir)2014-15: 17 mörk (1 leikur)2013-14: 26 mörk (3 leikir)2012-13: 21 mark (2 leikir)2011-12: 22 mörk (4 leikir) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira
Það hefur verið meira en nóg af mörkum í fyrri leikjum sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar og nú er ljóst að markametið er löngu fallið þrátt fyrir að fjórðungur leikjanna sé enn eftir. Hingað til hafa verið skoruð 29 mörk í 6 leikjum eða 4,8 mörk að meðaltali í leik. Verði ekkert skorað í leikjunum tveimur í kvöld verður meðalmarkaskorið samt 3,6 mörk í leik. Fimm af fyrstu sex leikjum sextán liða úrslitanna hafa innihaldið fjögur eða fleiri mörk. Eini leikurinn sem sker sig úr er 1-0 sigur Benfica á Borussia Dortmund. Svo ótrúlega vill til að liðin sem skoruðu mest í riðlakeppninni, Borussia Dortmund (21 mark) og Barcelona (20 mörk) eru einu liðin sem hafa ekki skorað í sextán liða úrslitunum til þessa. Alls voru skoruðu 14 mörk í tveimur frábærum leikjum í gær þar sem Manchester City vann 5-3 sigur á Mónakó og Atlético Madrid fór til Þýskalands og vann 4-2 útisigur á Bayer Leverkusen. Með þessum tveimur markaveislum í gærkvöldi var ljóst að markametið í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna var fallið. Leikmönnum tókst að bæta það um þrjú mörk í gær og það er síðan von á enn frekari bætingu í kvöld. Gamla metið var 26 mörk og síðan tímabilið 2013-14. Þar munaði mestu um 6-1 útisigur Real Madrid á Schalke 04 þar sem BBC skoruðu öll mörkin en Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Karim Benzema voru allir með tvö mörk í leiknum. Annar markahár leikur var þegar Jürgen Klopp fór með lærisveina sína í Borussia Dortmund til Rússlands og vann 4-2 sigur á Zenit. Zlatan Ibrahimović, núverandi leikmaður Manchester United, skoraði síðan tvö mörk í 4-0 sigri Paris Saint-Germain á útivelli á móti Bayer Leverkusen.Flest mörk í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna: 2016-17: 29 mörk 2013-14: 26 mörk 2011-12: 22 mörkÚrslit fyrri leikjanna í 16 liða úrslitum Manchester City - Monakó 5-3 Real Madrid - Napoli 3-1 Benfica - Borussia Dortmund 1-0 Bayern München - Arsenal 5-1 Bayer Leverkusen - Atlético Madrid 2-4 Paris Saint-Germain - Barcelona 4-0Leikir sem eru eftir (fara fram í kvöld) Porto - Juventus Sevilla - Leicester CityÚrslit fyrri leikjanna í 16 liða úrslitum 2013-14 (Gamla metið – 26 mörk) Manchester City - Barcelona 0–2 Olympiacos - Manchester United 2–0 AC Milan - Atlético Madrid 0–1 Bayer Leverkusen - Paris Saint-Germain 0–4 Galatasaray - Chelsea 1–1 Schalke 04 - Real Madrid 1–6 Zenit Petersburg - Borussia Dortmund 2–4 Arsenal - Bayern München 0–2 Markaskor í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna síðustu ár:2016-17: 29 mörk (5 leikir með fjögur mörk eða fleiri) - 2 leikir eftir2015-16: 21 mark (3 leikir)2014-15: 17 mörk (1 leikur)2013-14: 26 mörk (3 leikir)2012-13: 21 mark (2 leikir)2011-12: 22 mörk (4 leikir)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira