Sara Björk: Frábær viðurkenning að vera í hópi með bestu leikmönnum heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. febrúar 2017 12:45 Sara Björk Gunnarsdóttir er ein af bestu fótboltakonum heims. vísir/getty „Ég var bara að sjá þetta á Twitter. Það er auðvitað frábær viðurkenning að vera í hópi með bestu leikmönnum heims,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, sem í dag var tilnefnd í heimsliðið fyrir árið 2016 af alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Sara Björk er tilnefnd ásamt 54 öðrum fótboltamönnum en á listanum eru allar þær bestu í heiminum, þar á meðal sex leikmenn úr Ólympíumeistaraliði Þýskalands. Sara er á meðal fimmtán bestu miðjumanna heims en 3.000 leikmenn frá 48 löndum skiluðu inn atkvæði í kosninguna. „Það er gaman að fá viðurkenningu frá leikmönnum sem maður spilar með og á móti. Þetta er bara stór viðurkenning og virkilega mikill heiður. Það er frábært að vera á meðal þessara leikmanna,“ segir Sara við Vísi.Congratulations #Sara #Gunnarsdottir! You've been nominated for the @FIFPro #WomensWorldXI 2016. Read more: https://t.co/ioJ24UVOmW pic.twitter.com/2FqC5KuC2T— FIFPro (@FIFPro) February 22, 2017 Hafnfirðingurinn tók stórt skref á sínum ferli á síðasta ári þegar hún yfirgaf sænska meistaraliðið Rosengård og samdi við Wolfsburg í Þýskalandi sem er eitt stærsta og besta lið heims. Þar er samkeppnin miklu meiri en Sara spilar nær alla leiki. „Ég fór frá sterku liði í gríðarlega sterkt lið þar sem samkeppnin er ótrúlega mikil. Það eru leikmenn sem ég spila með hjá Wolfsburg á þessum lista enda eru hér bara frábær leikmenn,“ segir Sara. „Það var ákveðin áskorun fyrir mig að fara til Wolfsburg en markmiðið var alltaf að spila alla leiki og vinna titla. Að vera á þessum lista er viðurkenning sem fylgir þessari ákvörðun minni. Ég er að uppskera eins og ég hef sáð og vonandi næ ég bara að uppskera enn frekar. Það er gaman að sjá hvað maður fær þegar maður leggur á sig svona mikla vinnu.“Congratulations @VfL_Wolfsburg! These players have been nominated for the @FIFPro #WomensWorldXI! Read more: https://t.co/ioJ24UVOmW pic.twitter.com/rCaNjJri9J— FIFPro (@FIFPro) February 22, 2017 Sara Björk og stöllur hennar í Wolfsburg eru búnar að vinna tvo fyrstu leikina eftir vetrarfríið í þýsku 1. deildinni en þar er liðið í öðru sæti, stigi á eftir Potsdam. Sara skoraði loks sitt fyrsta deildarmark í síðasta leik. „Loksins náði ég að skora fyrsta markið í deildinni. Það var ánægjulegt. Við förum vel af stað eftir fríið en það eru erfiðir leikir framundan,“ segir Sara og þegar hún segir erfiðir leikir þá meinar hún svo sannarlega erfiðir leikir. „Við eigum leik á sunnudaginn á móti Leverkusen en svo förum við til Algarve með landsliðinu. Þegar ég kem svo aftur til Wolfsburg eigum við leiki á móti Bayern München í deild og bikar og þar á milli Lyon í Meistaradeildinni. Þetta eru samt leikirnir sem maður vill spila. Það vilja allir spila þessa stóru leiki,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir.Sara Björk er fastamaður í byrjunarliði Wolfsburg.vísir/getty Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk tilnefnd í úrvalslið ársins Íslenska landsliðskonan ein af fimmtán bestu miðjumönnum heims. 22. febrúar 2017 12:02 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Sjá meira
„Ég var bara að sjá þetta á Twitter. Það er auðvitað frábær viðurkenning að vera í hópi með bestu leikmönnum heims,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, sem í dag var tilnefnd í heimsliðið fyrir árið 2016 af alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Sara Björk er tilnefnd ásamt 54 öðrum fótboltamönnum en á listanum eru allar þær bestu í heiminum, þar á meðal sex leikmenn úr Ólympíumeistaraliði Þýskalands. Sara er á meðal fimmtán bestu miðjumanna heims en 3.000 leikmenn frá 48 löndum skiluðu inn atkvæði í kosninguna. „Það er gaman að fá viðurkenningu frá leikmönnum sem maður spilar með og á móti. Þetta er bara stór viðurkenning og virkilega mikill heiður. Það er frábært að vera á meðal þessara leikmanna,“ segir Sara við Vísi.Congratulations #Sara #Gunnarsdottir! You've been nominated for the @FIFPro #WomensWorldXI 2016. Read more: https://t.co/ioJ24UVOmW pic.twitter.com/2FqC5KuC2T— FIFPro (@FIFPro) February 22, 2017 Hafnfirðingurinn tók stórt skref á sínum ferli á síðasta ári þegar hún yfirgaf sænska meistaraliðið Rosengård og samdi við Wolfsburg í Þýskalandi sem er eitt stærsta og besta lið heims. Þar er samkeppnin miklu meiri en Sara spilar nær alla leiki. „Ég fór frá sterku liði í gríðarlega sterkt lið þar sem samkeppnin er ótrúlega mikil. Það eru leikmenn sem ég spila með hjá Wolfsburg á þessum lista enda eru hér bara frábær leikmenn,“ segir Sara. „Það var ákveðin áskorun fyrir mig að fara til Wolfsburg en markmiðið var alltaf að spila alla leiki og vinna titla. Að vera á þessum lista er viðurkenning sem fylgir þessari ákvörðun minni. Ég er að uppskera eins og ég hef sáð og vonandi næ ég bara að uppskera enn frekar. Það er gaman að sjá hvað maður fær þegar maður leggur á sig svona mikla vinnu.“Congratulations @VfL_Wolfsburg! These players have been nominated for the @FIFPro #WomensWorldXI! Read more: https://t.co/ioJ24UVOmW pic.twitter.com/rCaNjJri9J— FIFPro (@FIFPro) February 22, 2017 Sara Björk og stöllur hennar í Wolfsburg eru búnar að vinna tvo fyrstu leikina eftir vetrarfríið í þýsku 1. deildinni en þar er liðið í öðru sæti, stigi á eftir Potsdam. Sara skoraði loks sitt fyrsta deildarmark í síðasta leik. „Loksins náði ég að skora fyrsta markið í deildinni. Það var ánægjulegt. Við förum vel af stað eftir fríið en það eru erfiðir leikir framundan,“ segir Sara og þegar hún segir erfiðir leikir þá meinar hún svo sannarlega erfiðir leikir. „Við eigum leik á sunnudaginn á móti Leverkusen en svo förum við til Algarve með landsliðinu. Þegar ég kem svo aftur til Wolfsburg eigum við leiki á móti Bayern München í deild og bikar og þar á milli Lyon í Meistaradeildinni. Þetta eru samt leikirnir sem maður vill spila. Það vilja allir spila þessa stóru leiki,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir.Sara Björk er fastamaður í byrjunarliði Wolfsburg.vísir/getty
Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk tilnefnd í úrvalslið ársins Íslenska landsliðskonan ein af fimmtán bestu miðjumönnum heims. 22. febrúar 2017 12:02 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Sjá meira
Sara Björk tilnefnd í úrvalslið ársins Íslenska landsliðskonan ein af fimmtán bestu miðjumönnum heims. 22. febrúar 2017 12:02