Sara Björk: Frábær viðurkenning að vera í hópi með bestu leikmönnum heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. febrúar 2017 12:45 Sara Björk Gunnarsdóttir er ein af bestu fótboltakonum heims. vísir/getty „Ég var bara að sjá þetta á Twitter. Það er auðvitað frábær viðurkenning að vera í hópi með bestu leikmönnum heims,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, sem í dag var tilnefnd í heimsliðið fyrir árið 2016 af alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Sara Björk er tilnefnd ásamt 54 öðrum fótboltamönnum en á listanum eru allar þær bestu í heiminum, þar á meðal sex leikmenn úr Ólympíumeistaraliði Þýskalands. Sara er á meðal fimmtán bestu miðjumanna heims en 3.000 leikmenn frá 48 löndum skiluðu inn atkvæði í kosninguna. „Það er gaman að fá viðurkenningu frá leikmönnum sem maður spilar með og á móti. Þetta er bara stór viðurkenning og virkilega mikill heiður. Það er frábært að vera á meðal þessara leikmanna,“ segir Sara við Vísi.Congratulations #Sara #Gunnarsdottir! You've been nominated for the @FIFPro #WomensWorldXI 2016. Read more: https://t.co/ioJ24UVOmW pic.twitter.com/2FqC5KuC2T— FIFPro (@FIFPro) February 22, 2017 Hafnfirðingurinn tók stórt skref á sínum ferli á síðasta ári þegar hún yfirgaf sænska meistaraliðið Rosengård og samdi við Wolfsburg í Þýskalandi sem er eitt stærsta og besta lið heims. Þar er samkeppnin miklu meiri en Sara spilar nær alla leiki. „Ég fór frá sterku liði í gríðarlega sterkt lið þar sem samkeppnin er ótrúlega mikil. Það eru leikmenn sem ég spila með hjá Wolfsburg á þessum lista enda eru hér bara frábær leikmenn,“ segir Sara. „Það var ákveðin áskorun fyrir mig að fara til Wolfsburg en markmiðið var alltaf að spila alla leiki og vinna titla. Að vera á þessum lista er viðurkenning sem fylgir þessari ákvörðun minni. Ég er að uppskera eins og ég hef sáð og vonandi næ ég bara að uppskera enn frekar. Það er gaman að sjá hvað maður fær þegar maður leggur á sig svona mikla vinnu.“Congratulations @VfL_Wolfsburg! These players have been nominated for the @FIFPro #WomensWorldXI! Read more: https://t.co/ioJ24UVOmW pic.twitter.com/rCaNjJri9J— FIFPro (@FIFPro) February 22, 2017 Sara Björk og stöllur hennar í Wolfsburg eru búnar að vinna tvo fyrstu leikina eftir vetrarfríið í þýsku 1. deildinni en þar er liðið í öðru sæti, stigi á eftir Potsdam. Sara skoraði loks sitt fyrsta deildarmark í síðasta leik. „Loksins náði ég að skora fyrsta markið í deildinni. Það var ánægjulegt. Við förum vel af stað eftir fríið en það eru erfiðir leikir framundan,“ segir Sara og þegar hún segir erfiðir leikir þá meinar hún svo sannarlega erfiðir leikir. „Við eigum leik á sunnudaginn á móti Leverkusen en svo förum við til Algarve með landsliðinu. Þegar ég kem svo aftur til Wolfsburg eigum við leiki á móti Bayern München í deild og bikar og þar á milli Lyon í Meistaradeildinni. Þetta eru samt leikirnir sem maður vill spila. Það vilja allir spila þessa stóru leiki,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir.Sara Björk er fastamaður í byrjunarliði Wolfsburg.vísir/getty Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk tilnefnd í úrvalslið ársins Íslenska landsliðskonan ein af fimmtán bestu miðjumönnum heims. 22. febrúar 2017 12:02 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
„Ég var bara að sjá þetta á Twitter. Það er auðvitað frábær viðurkenning að vera í hópi með bestu leikmönnum heims,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, sem í dag var tilnefnd í heimsliðið fyrir árið 2016 af alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Sara Björk er tilnefnd ásamt 54 öðrum fótboltamönnum en á listanum eru allar þær bestu í heiminum, þar á meðal sex leikmenn úr Ólympíumeistaraliði Þýskalands. Sara er á meðal fimmtán bestu miðjumanna heims en 3.000 leikmenn frá 48 löndum skiluðu inn atkvæði í kosninguna. „Það er gaman að fá viðurkenningu frá leikmönnum sem maður spilar með og á móti. Þetta er bara stór viðurkenning og virkilega mikill heiður. Það er frábært að vera á meðal þessara leikmanna,“ segir Sara við Vísi.Congratulations #Sara #Gunnarsdottir! You've been nominated for the @FIFPro #WomensWorldXI 2016. Read more: https://t.co/ioJ24UVOmW pic.twitter.com/2FqC5KuC2T— FIFPro (@FIFPro) February 22, 2017 Hafnfirðingurinn tók stórt skref á sínum ferli á síðasta ári þegar hún yfirgaf sænska meistaraliðið Rosengård og samdi við Wolfsburg í Þýskalandi sem er eitt stærsta og besta lið heims. Þar er samkeppnin miklu meiri en Sara spilar nær alla leiki. „Ég fór frá sterku liði í gríðarlega sterkt lið þar sem samkeppnin er ótrúlega mikil. Það eru leikmenn sem ég spila með hjá Wolfsburg á þessum lista enda eru hér bara frábær leikmenn,“ segir Sara. „Það var ákveðin áskorun fyrir mig að fara til Wolfsburg en markmiðið var alltaf að spila alla leiki og vinna titla. Að vera á þessum lista er viðurkenning sem fylgir þessari ákvörðun minni. Ég er að uppskera eins og ég hef sáð og vonandi næ ég bara að uppskera enn frekar. Það er gaman að sjá hvað maður fær þegar maður leggur á sig svona mikla vinnu.“Congratulations @VfL_Wolfsburg! These players have been nominated for the @FIFPro #WomensWorldXI! Read more: https://t.co/ioJ24UVOmW pic.twitter.com/rCaNjJri9J— FIFPro (@FIFPro) February 22, 2017 Sara Björk og stöllur hennar í Wolfsburg eru búnar að vinna tvo fyrstu leikina eftir vetrarfríið í þýsku 1. deildinni en þar er liðið í öðru sæti, stigi á eftir Potsdam. Sara skoraði loks sitt fyrsta deildarmark í síðasta leik. „Loksins náði ég að skora fyrsta markið í deildinni. Það var ánægjulegt. Við förum vel af stað eftir fríið en það eru erfiðir leikir framundan,“ segir Sara og þegar hún segir erfiðir leikir þá meinar hún svo sannarlega erfiðir leikir. „Við eigum leik á sunnudaginn á móti Leverkusen en svo förum við til Algarve með landsliðinu. Þegar ég kem svo aftur til Wolfsburg eigum við leiki á móti Bayern München í deild og bikar og þar á milli Lyon í Meistaradeildinni. Þetta eru samt leikirnir sem maður vill spila. Það vilja allir spila þessa stóru leiki,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir.Sara Björk er fastamaður í byrjunarliði Wolfsburg.vísir/getty
Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk tilnefnd í úrvalslið ársins Íslenska landsliðskonan ein af fimmtán bestu miðjumönnum heims. 22. febrúar 2017 12:02 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Sara Björk tilnefnd í úrvalslið ársins Íslenska landsliðskonan ein af fimmtán bestu miðjumönnum heims. 22. febrúar 2017 12:02