Sara Björk: Frábær viðurkenning að vera í hópi með bestu leikmönnum heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. febrúar 2017 12:45 Sara Björk Gunnarsdóttir er ein af bestu fótboltakonum heims. vísir/getty „Ég var bara að sjá þetta á Twitter. Það er auðvitað frábær viðurkenning að vera í hópi með bestu leikmönnum heims,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, sem í dag var tilnefnd í heimsliðið fyrir árið 2016 af alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Sara Björk er tilnefnd ásamt 54 öðrum fótboltamönnum en á listanum eru allar þær bestu í heiminum, þar á meðal sex leikmenn úr Ólympíumeistaraliði Þýskalands. Sara er á meðal fimmtán bestu miðjumanna heims en 3.000 leikmenn frá 48 löndum skiluðu inn atkvæði í kosninguna. „Það er gaman að fá viðurkenningu frá leikmönnum sem maður spilar með og á móti. Þetta er bara stór viðurkenning og virkilega mikill heiður. Það er frábært að vera á meðal þessara leikmanna,“ segir Sara við Vísi.Congratulations #Sara #Gunnarsdottir! You've been nominated for the @FIFPro #WomensWorldXI 2016. Read more: https://t.co/ioJ24UVOmW pic.twitter.com/2FqC5KuC2T— FIFPro (@FIFPro) February 22, 2017 Hafnfirðingurinn tók stórt skref á sínum ferli á síðasta ári þegar hún yfirgaf sænska meistaraliðið Rosengård og samdi við Wolfsburg í Þýskalandi sem er eitt stærsta og besta lið heims. Þar er samkeppnin miklu meiri en Sara spilar nær alla leiki. „Ég fór frá sterku liði í gríðarlega sterkt lið þar sem samkeppnin er ótrúlega mikil. Það eru leikmenn sem ég spila með hjá Wolfsburg á þessum lista enda eru hér bara frábær leikmenn,“ segir Sara. „Það var ákveðin áskorun fyrir mig að fara til Wolfsburg en markmiðið var alltaf að spila alla leiki og vinna titla. Að vera á þessum lista er viðurkenning sem fylgir þessari ákvörðun minni. Ég er að uppskera eins og ég hef sáð og vonandi næ ég bara að uppskera enn frekar. Það er gaman að sjá hvað maður fær þegar maður leggur á sig svona mikla vinnu.“Congratulations @VfL_Wolfsburg! These players have been nominated for the @FIFPro #WomensWorldXI! Read more: https://t.co/ioJ24UVOmW pic.twitter.com/rCaNjJri9J— FIFPro (@FIFPro) February 22, 2017 Sara Björk og stöllur hennar í Wolfsburg eru búnar að vinna tvo fyrstu leikina eftir vetrarfríið í þýsku 1. deildinni en þar er liðið í öðru sæti, stigi á eftir Potsdam. Sara skoraði loks sitt fyrsta deildarmark í síðasta leik. „Loksins náði ég að skora fyrsta markið í deildinni. Það var ánægjulegt. Við förum vel af stað eftir fríið en það eru erfiðir leikir framundan,“ segir Sara og þegar hún segir erfiðir leikir þá meinar hún svo sannarlega erfiðir leikir. „Við eigum leik á sunnudaginn á móti Leverkusen en svo förum við til Algarve með landsliðinu. Þegar ég kem svo aftur til Wolfsburg eigum við leiki á móti Bayern München í deild og bikar og þar á milli Lyon í Meistaradeildinni. Þetta eru samt leikirnir sem maður vill spila. Það vilja allir spila þessa stóru leiki,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir.Sara Björk er fastamaður í byrjunarliði Wolfsburg.vísir/getty Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk tilnefnd í úrvalslið ársins Íslenska landsliðskonan ein af fimmtán bestu miðjumönnum heims. 22. febrúar 2017 12:02 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira
„Ég var bara að sjá þetta á Twitter. Það er auðvitað frábær viðurkenning að vera í hópi með bestu leikmönnum heims,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, sem í dag var tilnefnd í heimsliðið fyrir árið 2016 af alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Sara Björk er tilnefnd ásamt 54 öðrum fótboltamönnum en á listanum eru allar þær bestu í heiminum, þar á meðal sex leikmenn úr Ólympíumeistaraliði Þýskalands. Sara er á meðal fimmtán bestu miðjumanna heims en 3.000 leikmenn frá 48 löndum skiluðu inn atkvæði í kosninguna. „Það er gaman að fá viðurkenningu frá leikmönnum sem maður spilar með og á móti. Þetta er bara stór viðurkenning og virkilega mikill heiður. Það er frábært að vera á meðal þessara leikmanna,“ segir Sara við Vísi.Congratulations #Sara #Gunnarsdottir! You've been nominated for the @FIFPro #WomensWorldXI 2016. Read more: https://t.co/ioJ24UVOmW pic.twitter.com/2FqC5KuC2T— FIFPro (@FIFPro) February 22, 2017 Hafnfirðingurinn tók stórt skref á sínum ferli á síðasta ári þegar hún yfirgaf sænska meistaraliðið Rosengård og samdi við Wolfsburg í Þýskalandi sem er eitt stærsta og besta lið heims. Þar er samkeppnin miklu meiri en Sara spilar nær alla leiki. „Ég fór frá sterku liði í gríðarlega sterkt lið þar sem samkeppnin er ótrúlega mikil. Það eru leikmenn sem ég spila með hjá Wolfsburg á þessum lista enda eru hér bara frábær leikmenn,“ segir Sara. „Það var ákveðin áskorun fyrir mig að fara til Wolfsburg en markmiðið var alltaf að spila alla leiki og vinna titla. Að vera á þessum lista er viðurkenning sem fylgir þessari ákvörðun minni. Ég er að uppskera eins og ég hef sáð og vonandi næ ég bara að uppskera enn frekar. Það er gaman að sjá hvað maður fær þegar maður leggur á sig svona mikla vinnu.“Congratulations @VfL_Wolfsburg! These players have been nominated for the @FIFPro #WomensWorldXI! Read more: https://t.co/ioJ24UVOmW pic.twitter.com/rCaNjJri9J— FIFPro (@FIFPro) February 22, 2017 Sara Björk og stöllur hennar í Wolfsburg eru búnar að vinna tvo fyrstu leikina eftir vetrarfríið í þýsku 1. deildinni en þar er liðið í öðru sæti, stigi á eftir Potsdam. Sara skoraði loks sitt fyrsta deildarmark í síðasta leik. „Loksins náði ég að skora fyrsta markið í deildinni. Það var ánægjulegt. Við förum vel af stað eftir fríið en það eru erfiðir leikir framundan,“ segir Sara og þegar hún segir erfiðir leikir þá meinar hún svo sannarlega erfiðir leikir. „Við eigum leik á sunnudaginn á móti Leverkusen en svo förum við til Algarve með landsliðinu. Þegar ég kem svo aftur til Wolfsburg eigum við leiki á móti Bayern München í deild og bikar og þar á milli Lyon í Meistaradeildinni. Þetta eru samt leikirnir sem maður vill spila. Það vilja allir spila þessa stóru leiki,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir.Sara Björk er fastamaður í byrjunarliði Wolfsburg.vísir/getty
Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk tilnefnd í úrvalslið ársins Íslenska landsliðskonan ein af fimmtán bestu miðjumönnum heims. 22. febrúar 2017 12:02 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira
Sara Björk tilnefnd í úrvalslið ársins Íslenska landsliðskonan ein af fimmtán bestu miðjumönnum heims. 22. febrúar 2017 12:02