Sara Björk: Frábær viðurkenning að vera í hópi með bestu leikmönnum heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. febrúar 2017 12:45 Sara Björk Gunnarsdóttir er ein af bestu fótboltakonum heims. vísir/getty „Ég var bara að sjá þetta á Twitter. Það er auðvitað frábær viðurkenning að vera í hópi með bestu leikmönnum heims,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, sem í dag var tilnefnd í heimsliðið fyrir árið 2016 af alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Sara Björk er tilnefnd ásamt 54 öðrum fótboltamönnum en á listanum eru allar þær bestu í heiminum, þar á meðal sex leikmenn úr Ólympíumeistaraliði Þýskalands. Sara er á meðal fimmtán bestu miðjumanna heims en 3.000 leikmenn frá 48 löndum skiluðu inn atkvæði í kosninguna. „Það er gaman að fá viðurkenningu frá leikmönnum sem maður spilar með og á móti. Þetta er bara stór viðurkenning og virkilega mikill heiður. Það er frábært að vera á meðal þessara leikmanna,“ segir Sara við Vísi.Congratulations #Sara #Gunnarsdottir! You've been nominated for the @FIFPro #WomensWorldXI 2016. Read more: https://t.co/ioJ24UVOmW pic.twitter.com/2FqC5KuC2T— FIFPro (@FIFPro) February 22, 2017 Hafnfirðingurinn tók stórt skref á sínum ferli á síðasta ári þegar hún yfirgaf sænska meistaraliðið Rosengård og samdi við Wolfsburg í Þýskalandi sem er eitt stærsta og besta lið heims. Þar er samkeppnin miklu meiri en Sara spilar nær alla leiki. „Ég fór frá sterku liði í gríðarlega sterkt lið þar sem samkeppnin er ótrúlega mikil. Það eru leikmenn sem ég spila með hjá Wolfsburg á þessum lista enda eru hér bara frábær leikmenn,“ segir Sara. „Það var ákveðin áskorun fyrir mig að fara til Wolfsburg en markmiðið var alltaf að spila alla leiki og vinna titla. Að vera á þessum lista er viðurkenning sem fylgir þessari ákvörðun minni. Ég er að uppskera eins og ég hef sáð og vonandi næ ég bara að uppskera enn frekar. Það er gaman að sjá hvað maður fær þegar maður leggur á sig svona mikla vinnu.“Congratulations @VfL_Wolfsburg! These players have been nominated for the @FIFPro #WomensWorldXI! Read more: https://t.co/ioJ24UVOmW pic.twitter.com/rCaNjJri9J— FIFPro (@FIFPro) February 22, 2017 Sara Björk og stöllur hennar í Wolfsburg eru búnar að vinna tvo fyrstu leikina eftir vetrarfríið í þýsku 1. deildinni en þar er liðið í öðru sæti, stigi á eftir Potsdam. Sara skoraði loks sitt fyrsta deildarmark í síðasta leik. „Loksins náði ég að skora fyrsta markið í deildinni. Það var ánægjulegt. Við förum vel af stað eftir fríið en það eru erfiðir leikir framundan,“ segir Sara og þegar hún segir erfiðir leikir þá meinar hún svo sannarlega erfiðir leikir. „Við eigum leik á sunnudaginn á móti Leverkusen en svo förum við til Algarve með landsliðinu. Þegar ég kem svo aftur til Wolfsburg eigum við leiki á móti Bayern München í deild og bikar og þar á milli Lyon í Meistaradeildinni. Þetta eru samt leikirnir sem maður vill spila. Það vilja allir spila þessa stóru leiki,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir.Sara Björk er fastamaður í byrjunarliði Wolfsburg.vísir/getty Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk tilnefnd í úrvalslið ársins Íslenska landsliðskonan ein af fimmtán bestu miðjumönnum heims. 22. febrúar 2017 12:02 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
„Ég var bara að sjá þetta á Twitter. Það er auðvitað frábær viðurkenning að vera í hópi með bestu leikmönnum heims,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, sem í dag var tilnefnd í heimsliðið fyrir árið 2016 af alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Sara Björk er tilnefnd ásamt 54 öðrum fótboltamönnum en á listanum eru allar þær bestu í heiminum, þar á meðal sex leikmenn úr Ólympíumeistaraliði Þýskalands. Sara er á meðal fimmtán bestu miðjumanna heims en 3.000 leikmenn frá 48 löndum skiluðu inn atkvæði í kosninguna. „Það er gaman að fá viðurkenningu frá leikmönnum sem maður spilar með og á móti. Þetta er bara stór viðurkenning og virkilega mikill heiður. Það er frábært að vera á meðal þessara leikmanna,“ segir Sara við Vísi.Congratulations #Sara #Gunnarsdottir! You've been nominated for the @FIFPro #WomensWorldXI 2016. Read more: https://t.co/ioJ24UVOmW pic.twitter.com/2FqC5KuC2T— FIFPro (@FIFPro) February 22, 2017 Hafnfirðingurinn tók stórt skref á sínum ferli á síðasta ári þegar hún yfirgaf sænska meistaraliðið Rosengård og samdi við Wolfsburg í Þýskalandi sem er eitt stærsta og besta lið heims. Þar er samkeppnin miklu meiri en Sara spilar nær alla leiki. „Ég fór frá sterku liði í gríðarlega sterkt lið þar sem samkeppnin er ótrúlega mikil. Það eru leikmenn sem ég spila með hjá Wolfsburg á þessum lista enda eru hér bara frábær leikmenn,“ segir Sara. „Það var ákveðin áskorun fyrir mig að fara til Wolfsburg en markmiðið var alltaf að spila alla leiki og vinna titla. Að vera á þessum lista er viðurkenning sem fylgir þessari ákvörðun minni. Ég er að uppskera eins og ég hef sáð og vonandi næ ég bara að uppskera enn frekar. Það er gaman að sjá hvað maður fær þegar maður leggur á sig svona mikla vinnu.“Congratulations @VfL_Wolfsburg! These players have been nominated for the @FIFPro #WomensWorldXI! Read more: https://t.co/ioJ24UVOmW pic.twitter.com/rCaNjJri9J— FIFPro (@FIFPro) February 22, 2017 Sara Björk og stöllur hennar í Wolfsburg eru búnar að vinna tvo fyrstu leikina eftir vetrarfríið í þýsku 1. deildinni en þar er liðið í öðru sæti, stigi á eftir Potsdam. Sara skoraði loks sitt fyrsta deildarmark í síðasta leik. „Loksins náði ég að skora fyrsta markið í deildinni. Það var ánægjulegt. Við förum vel af stað eftir fríið en það eru erfiðir leikir framundan,“ segir Sara og þegar hún segir erfiðir leikir þá meinar hún svo sannarlega erfiðir leikir. „Við eigum leik á sunnudaginn á móti Leverkusen en svo förum við til Algarve með landsliðinu. Þegar ég kem svo aftur til Wolfsburg eigum við leiki á móti Bayern München í deild og bikar og þar á milli Lyon í Meistaradeildinni. Þetta eru samt leikirnir sem maður vill spila. Það vilja allir spila þessa stóru leiki,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir.Sara Björk er fastamaður í byrjunarliði Wolfsburg.vísir/getty
Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk tilnefnd í úrvalslið ársins Íslenska landsliðskonan ein af fimmtán bestu miðjumönnum heims. 22. febrúar 2017 12:02 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Sara Björk tilnefnd í úrvalslið ársins Íslenska landsliðskonan ein af fimmtán bestu miðjumönnum heims. 22. febrúar 2017 12:02