Trump dregur til baka tilmæli um salernisnotkun trans nemenda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2017 22:26 Donald Trump hefur hafist handa við að draga til baka margt sem gert var í stjórnartíð Barack Obama. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donald Trump hyggst draga til baka tilmæli frá alríkisstjórninni til skóla í almenningseigu, sem kveður á um að trans fólki sé leyft að nota salernisaðstöðu sem merkt er því kyngervi sem það samsamar sig með. BBC greinir frá. Tilmælin voru lögð fram af alríkisstjórninni í stjórnartíð Barack Obama og miðuðu að því að auðvelda líf trans nemenda við opinbera skóla. Þeir hafi getað valið sér að nýta sér þá salernisaðstöðu sem þeim hentaði. Slíkum tilmælum er ekki framfylgt með opinberum hætti en ríkisstjórn Obama hét því að draga úr fjárstuðningi til skóla sem ekki myndu framfylgja tilmælunum. Gagnrýnendur þessa tilmæla héldu því fram að með þessu væri alríkisstjórnin að ógna einkalífi og öryggi annarra nemenda. Í máli Sean Spicer, talsmanns Hvíta hússins, kom fram að forsetinn teldi að mál líkt og þessi ættu að vera á höndum yfirvalda í hverju fylki og að þau ættu að taka ákvarðanir um salernisaðstöðu í opinberum skólum en ekki alríkisstjórnin. Forsetinn hafði áður sagt í kosningabaráttu sinni að hann teldi að trans nemendur ættu að geta notað það salerni sem „þeim þætti henta sér“ en skipti um skoðun eftir gagnrýni innan Repúblikanaflokksins. Ákvörðun forsetans hefur ýmist verið fagnað eða hún gagnrýnd innan Bandaríkjanna. „Dætur okkar ættu aldrei að þurfa að deila einkarými með karlkyns bekkjarfélögum sínum, jafnvel þó að þessir ungu menn séu að glíma við þessi vandamál,“ sagði Vicki Wilson, meðlimur í baráttusamtökum fyrir einrúmi nemenda. Á sama tíma sagði forseti bandarísku kennarasamtakanna Randi Weingarten að ákvörðun forsetans væri skref aftur á bak, í réttindum trans fólks. „Með því að draga til baka þessa vörn, hefur Trump stjórnin ógnað öryggi okkar viðkvæmustu barna. Að draga þessi tilmæli til baka segir trans krökkum að það sé í lagi ríkisstjórnarinnar vegna að þeim sé strítt og að þau séu áreitt í skólanum fyrir að vera trans.“ Donald Trump Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump hyggst draga til baka tilmæli frá alríkisstjórninni til skóla í almenningseigu, sem kveður á um að trans fólki sé leyft að nota salernisaðstöðu sem merkt er því kyngervi sem það samsamar sig með. BBC greinir frá. Tilmælin voru lögð fram af alríkisstjórninni í stjórnartíð Barack Obama og miðuðu að því að auðvelda líf trans nemenda við opinbera skóla. Þeir hafi getað valið sér að nýta sér þá salernisaðstöðu sem þeim hentaði. Slíkum tilmælum er ekki framfylgt með opinberum hætti en ríkisstjórn Obama hét því að draga úr fjárstuðningi til skóla sem ekki myndu framfylgja tilmælunum. Gagnrýnendur þessa tilmæla héldu því fram að með þessu væri alríkisstjórnin að ógna einkalífi og öryggi annarra nemenda. Í máli Sean Spicer, talsmanns Hvíta hússins, kom fram að forsetinn teldi að mál líkt og þessi ættu að vera á höndum yfirvalda í hverju fylki og að þau ættu að taka ákvarðanir um salernisaðstöðu í opinberum skólum en ekki alríkisstjórnin. Forsetinn hafði áður sagt í kosningabaráttu sinni að hann teldi að trans nemendur ættu að geta notað það salerni sem „þeim þætti henta sér“ en skipti um skoðun eftir gagnrýni innan Repúblikanaflokksins. Ákvörðun forsetans hefur ýmist verið fagnað eða hún gagnrýnd innan Bandaríkjanna. „Dætur okkar ættu aldrei að þurfa að deila einkarými með karlkyns bekkjarfélögum sínum, jafnvel þó að þessir ungu menn séu að glíma við þessi vandamál,“ sagði Vicki Wilson, meðlimur í baráttusamtökum fyrir einrúmi nemenda. Á sama tíma sagði forseti bandarísku kennarasamtakanna Randi Weingarten að ákvörðun forsetans væri skref aftur á bak, í réttindum trans fólks. „Með því að draga til baka þessa vörn, hefur Trump stjórnin ógnað öryggi okkar viðkvæmustu barna. Að draga þessi tilmæli til baka segir trans krökkum að það sé í lagi ríkisstjórnarinnar vegna að þeim sé strítt og að þau séu áreitt í skólanum fyrir að vera trans.“
Donald Trump Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira