Bush vill að Trump svari spurningum um tengslin við Rússland atli ísleifsson skrifar 27. febrúar 2017 18:35 George W. Bush var 43. forseti Bandaríkjanna. Vísir/afp George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vill að Donald Trump Bandaríkjaforseti svari spurningum um tengsl hans og nánustu samstarfsmanna hans við Rússland. Þá segir hann frjálsa og óháða fjölmiðla nauðsynlega lýðræðinu. Bush ræddi stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum í viðtali við NBC. Sagði hann nauðsynlegt að fá á hreint hvort að rússneskir tölvuhakkarar hafi reynt að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar. „Ég tel að við þurfum öll að fá svar,“ segir forsetinn fyrrverandi, sem kveðst þó ekki vilja taka afstöðu til hvort rétt sé að skipa sérstakan saksóknara til að halda utan um slíka rannsókn. Í viðtalinu tekur Bush einnig skýra afstöðu með fjölmiðlum sem Trump hefur gagnrýnt harðlega að undanförnu. Bush segir frjálsa og óháða fjölmiðla hins vegar nauðsynlega lýðræðinu. „Við þurfum fjölmiðla til að veita mönnum eins og mér aðhald,“ segir Bush og bætir við að vald geti verið vanabindandi og spillandi. Bush segir að í valdatíð sinni hafi hann varið miklum tíma í að sannfæra Vladimír Pútín Rússlandsforseta um nauðsyn frjálsra fjölmiðla. „Það er erfitt að segja öðrum að hafa óháða og frjálsa fjölmiðla þegar við erum ekki viljug til þess sjálf.“ Sjá má myndskeið úr viðtalinu að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óskarsverðlaunahafi fordæmdi „ómannúðlegt“ ferðabann Trump Íranski leikstjórinn Asghar Farhadi var ekki viðstaddur Óskarsverðlaunahátíðina í nótt til að taka á móti verðlaunum sínum fyrir bestu erlendu kvikmyndina. 27. febrúar 2017 11:37 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira
George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vill að Donald Trump Bandaríkjaforseti svari spurningum um tengsl hans og nánustu samstarfsmanna hans við Rússland. Þá segir hann frjálsa og óháða fjölmiðla nauðsynlega lýðræðinu. Bush ræddi stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum í viðtali við NBC. Sagði hann nauðsynlegt að fá á hreint hvort að rússneskir tölvuhakkarar hafi reynt að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar. „Ég tel að við þurfum öll að fá svar,“ segir forsetinn fyrrverandi, sem kveðst þó ekki vilja taka afstöðu til hvort rétt sé að skipa sérstakan saksóknara til að halda utan um slíka rannsókn. Í viðtalinu tekur Bush einnig skýra afstöðu með fjölmiðlum sem Trump hefur gagnrýnt harðlega að undanförnu. Bush segir frjálsa og óháða fjölmiðla hins vegar nauðsynlega lýðræðinu. „Við þurfum fjölmiðla til að veita mönnum eins og mér aðhald,“ segir Bush og bætir við að vald geti verið vanabindandi og spillandi. Bush segir að í valdatíð sinni hafi hann varið miklum tíma í að sannfæra Vladimír Pútín Rússlandsforseta um nauðsyn frjálsra fjölmiðla. „Það er erfitt að segja öðrum að hafa óháða og frjálsa fjölmiðla þegar við erum ekki viljug til þess sjálf.“ Sjá má myndskeið úr viðtalinu að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óskarsverðlaunahafi fordæmdi „ómannúðlegt“ ferðabann Trump Íranski leikstjórinn Asghar Farhadi var ekki viðstaddur Óskarsverðlaunahátíðina í nótt til að taka á móti verðlaunum sínum fyrir bestu erlendu kvikmyndina. 27. febrúar 2017 11:37 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira
Óskarsverðlaunahafi fordæmdi „ómannúðlegt“ ferðabann Trump Íranski leikstjórinn Asghar Farhadi var ekki viðstaddur Óskarsverðlaunahátíðina í nótt til að taka á móti verðlaunum sínum fyrir bestu erlendu kvikmyndina. 27. febrúar 2017 11:37