Enski boltinn

Messan: Loksins eru enskir fjölmiðlar búnir að fatta Gylfa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson hefur farið á kostum með Swansea í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu og var í lykilhlutverki í 2-0 sigri á Leicester um helgina.

Gylfi Þór gaf stoðsendingu í leiknum en var þess fyrir utan allt í öllu í leik Swansea eins og svo oft áður.

Sjá einnig: Gylfi búinn að koma að marki í sex síðustu sigurleikjum Swansea

„Loksins eru allir fjölmiðlar á Englandi búnir að fatta Gylfa,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Messunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

„Þessi maður er í sérflokki,“ bætti hann við en enskir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um að undanförnu hversu mikilvægur Gylfi er sínu liði.

Hjörvar Hafliðason benti líka á að Gylfi hefur varla misst úr leik vegna meiðsla.

„Hann er aldrei meiddur og aldrei veikur þar að auki,“ sagði Hjörvar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×