Innlent

Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá fundi útgerðarmanna og sjómanna.
Frá fundi útgerðarmanna og sjómanna. Vísir/Jóhann K
Samkvæmt heimildum Vísis er staðan í kjaraviðræðum samninganefnda sjómanna og útgerðarmanna afar viðkvæm þessa stundina. Samninganefndirnar fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag en fjölmiðlum var meinaður aðgangur að karphúsinu. Hingað til hafa fjölmiðlar mátt bíða fregna í anddyri hússins á meðan kjaraviðræðum stendur en í þetta skiptið var þeim vísað frá.

Sjómenn lögðu fram tilboð í kjaradeilunni á mánudag en þá sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, að ekki væri mögulegt fyrir sjómenn að slá meira af. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gerðu sjómönnum gagntilboð sem var fljótt hafnað.

RÚV greindi frá því í hádeginu að samninganefnd sjómanna hefði komið saman til fundar í Borgartúninu í morgun og haldið eigin fund. Í framhaldinu var svo sest að samningaborðinu með útgerðarmönnum og ríkissáttasemjara klukkan 14.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.