Fótbolti

UEFA rannsakar tengsl á milli fótbolta og heilabilunar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er líklega ekki hættulaust að skalla bolt oft um ævina.
Það er líklega ekki hættulaust að skalla bolt oft um ævina. vísir/getty
Eins og Vísir greindi frá í gær þá hafa fundist vísbendingar um að knattspyrnumenn sem skalla boltann mikið geti glímt við heilabilun síðar um ævina.

Þetta er í fyrsta sinn sem knattspyrnumenn eru rannsakaðir en bæði leikmenn í NFL-deildinni, sem og boxarar, hafa lent í heilabilunum sem má rekja beint til höfuðhögga sem þeir hafa orðið fyrir á ferlinum.

Sex knattspyrnumenn voru rannsakaðir en allir áttu það sameiginlegt að hafa skallað boltann oft á sínum ferli. Í ljós kom að fjórir af sex voru með CTE sem er heilabilun sem fundist hefur hjá NFL-leikmönnum og boxurum.

Þessir fjórir voru allir byrjaðir að glíma við heilabilun um sextugt.

Þetta þykir gefa sterkar vísbendingar um að knattspyrnumenn geti fengið heilabilun síðar um ævina. Útskýringin er þá sú að þeir hafa skallað boltann of oft.

Stefnt er á að gera fleiri rannsóknir á knattspyrnumönnum og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun í lok vikunnar hefja rannsókn um tengsl á milli fótboltaiðkunar og heilabilunar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×