Ísland hyggst auka þátttöku sína í borgaralegum verkefnum NATO atli ísleifsson skrifar 16. febrúar 2017 12:32 James "Mad Dog“ Mattis og Guðlaugur Þór Þórðarson. utanríkisráðuneytið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland muni auka þátttöku sína í borgaralegum verkefnum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra aðildarríkja NATO lauk í dag. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að þar hafi verið rætt um tengslin vestur um haf, öryggisáskoranir og aukinn varnarviðbúnað við austur- og suðurjaðar bandalagsins og mikilvægi þess að aðildarríki auki framlög sín til öryggis- og varnarmála. Hafi nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, áréttað að varnarskuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart bandalaginu stæðu óhaggaðar og hvatti hann bandalagsríkin til að leggja meira af mörkum til sameiginlegra varna. Haft er eftir Guðlaugi Þór að skilaboðin frá Mattis hafi verið skýr og afar mikilvæg. „Framlag Íslands hefur skipt máli í gegnum tíðina og með skarpari stefnumótun í nýrri þjóðaröryggisstefnu og aukinni borgarlegri þátttöku í störfum Atlantshafsbandalagsins höldum við áfram að leggja okkar af mörkum.“ segir utanríkisráðherra. Í tilkynningunni segir að ráðherrarnir hafi rætt um viðbrögð við margvíslegum öryggisáskorunum við suðurjaðar Evrópu sem einkennast af óstöðugleika og átökum. „Verið er að auka stuðning við samstarfsríki á svæðinu, efla eftirlit og styrkja viðbragðsgetu þeirra. Ráðherrarnir fóru einnig yfir vinnu við að efla varnarviðbúnað og viðveru Atlantshafsbandalagsins, meðal annars í austanverðri Evrópu, baráttuna gegn hryðjuverkum og eflingu netvarna og styrkingu almannavarna. Samstaða var um að aukinn varnarviðbúnaður yrði að haldast í hendur við aðgerðir til að draga úr spennu og byggja upp traust í samskiptum við Rússland. Ráðherrafundinum lauk með fundi í NATO-Georgíunefndinni þar sem farið var yfir samstarfsáætlun bandalagsins við Georgíu sem ætlað er að styðja við umbætur í öryggis- og varnarmálum í landinu,“ segir í tilkynningunni. Georgía NATO Tengdar fréttir Sendir skýr skilaboð til NATO-ríkja: „Bandaríkin geta ekki greitt meira en þið fyrir öryggi barna ykkar“ Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna var afdráttarlaus í orðum sínum á fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í dag. 15. febrúar 2017 16:21 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland muni auka þátttöku sína í borgaralegum verkefnum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra aðildarríkja NATO lauk í dag. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að þar hafi verið rætt um tengslin vestur um haf, öryggisáskoranir og aukinn varnarviðbúnað við austur- og suðurjaðar bandalagsins og mikilvægi þess að aðildarríki auki framlög sín til öryggis- og varnarmála. Hafi nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, áréttað að varnarskuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart bandalaginu stæðu óhaggaðar og hvatti hann bandalagsríkin til að leggja meira af mörkum til sameiginlegra varna. Haft er eftir Guðlaugi Þór að skilaboðin frá Mattis hafi verið skýr og afar mikilvæg. „Framlag Íslands hefur skipt máli í gegnum tíðina og með skarpari stefnumótun í nýrri þjóðaröryggisstefnu og aukinni borgarlegri þátttöku í störfum Atlantshafsbandalagsins höldum við áfram að leggja okkar af mörkum.“ segir utanríkisráðherra. Í tilkynningunni segir að ráðherrarnir hafi rætt um viðbrögð við margvíslegum öryggisáskorunum við suðurjaðar Evrópu sem einkennast af óstöðugleika og átökum. „Verið er að auka stuðning við samstarfsríki á svæðinu, efla eftirlit og styrkja viðbragðsgetu þeirra. Ráðherrarnir fóru einnig yfir vinnu við að efla varnarviðbúnað og viðveru Atlantshafsbandalagsins, meðal annars í austanverðri Evrópu, baráttuna gegn hryðjuverkum og eflingu netvarna og styrkingu almannavarna. Samstaða var um að aukinn varnarviðbúnaður yrði að haldast í hendur við aðgerðir til að draga úr spennu og byggja upp traust í samskiptum við Rússland. Ráðherrafundinum lauk með fundi í NATO-Georgíunefndinni þar sem farið var yfir samstarfsáætlun bandalagsins við Georgíu sem ætlað er að styðja við umbætur í öryggis- og varnarmálum í landinu,“ segir í tilkynningunni.
Georgía NATO Tengdar fréttir Sendir skýr skilaboð til NATO-ríkja: „Bandaríkin geta ekki greitt meira en þið fyrir öryggi barna ykkar“ Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna var afdráttarlaus í orðum sínum á fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í dag. 15. febrúar 2017 16:21 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Sendir skýr skilaboð til NATO-ríkja: „Bandaríkin geta ekki greitt meira en þið fyrir öryggi barna ykkar“ Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna var afdráttarlaus í orðum sínum á fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í dag. 15. febrúar 2017 16:21