Grét í bílnum eftir að hafa orðið vitni að slysinu við Silfru Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. febrúar 2017 10:50 Karlmaður lést í Silfru á sunnudaginn eftir að hann hafði verið að snorkla þar með hópi fólks. vísir/gva Breski fjölmiðillinn Daily Mail fjallar slysið sem varð við Silfru um helginar þar sem bandarískur ferðamaður lést. Rætt er við ferðamann sem varð vitni að björgunaraðgerðum. Hann segir að vegna fjölda þeirra sem biðu eftir að komast í Silfru umræddan dag hafi fólk neyðst til þess að bíða í kafarabúningum um nokkurn tíma á bökkum Silfru. Rætt er við Bandaríkjamanninn Scot Hacker sem kafaði í Silfru sama dag og slysið varð. Hann lýsti upplifun sinni í Facebook-færslu sem sjá má hér að neðan. Þar segir hann að þegar hann hafi verið að koma úr kafi hafi hann séð fólk reyna endurlífgunartilraunir á manninum áður en þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ferðamanninn á brott. „Þeir ýttu okkur af vettvangi og það var erfitt að fá einhverjar upplýsingar,“ skrifar Hacker á Facebook. Í samtali við Daily Mail segir hann að hópar hafi verið látnir bíða í köfunarbúningum vegna þess hversu margir hópar voru að kafa í Silfru þennan dag. Ferðamaðurinn sem lést missti meðvitund er hann kom úr snorkli í vatninu. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.Kafarar ganga yfir veginn á Þingvöllum í fullum kafaraklæðum.Vísir/VilhelmÓnefndur þyrluflugmaður segir hverjum sem er hleypt ofan í Silfru Í frétt Daily Mail segir að löng bið í þurrbúningum geti orðið til þess að blóðflæði heftist. Einar Sæmundson, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum, tók í sama streng í samtali við RÚV í vikunni þar sem hann sagði að fólk í þröngum búningum hefði fallið í yfirlið á meðan það biði eftir að fara ofan í Silfru.Talað er við þyrluflugmann hjá Landhelgisgæslunni sem ekki vill láta nafns síns getið í frétt Daily Mail. Segir hann að öllum sé hleypt í Silfru, jafnvel þeim sem ekki kunni að synda. Í yfirlýsingu frá Þjóðgarðinum á Þingvelli vegna fréttaflutnings af slysinu sagðist Þjóðgarðurinn hafa upplýsingar um að í einu tilfelli hafi heill hópur snorklara fengið ofsahræðlukast í vatninu þegar „þeir uppgötvuðu að þeir kynnu ekki að synda og þurfti að aðstoða þá alla uppúr.“ Alls hafa fjögur banaslys orðið í og við Silfru á undanförnum árum en köfunarstaðurinn er gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna sem sækja landið heim en Silfra þykir einstakur köfunarstaður á heimsvísu. Ljóst er að slysið hefur haft áhrif á Baker sem lýsir því hvernig áframhald ferðar sinnar hafi verið eftir að orðið vitni að slysinu. Segir hann að þau hafi haldið í Grímsnes til þess að skoða Kerið. Þar hafi rigning og þoka tekið á móti þeim. „Ég fann skyndilega þörf á því hlusta á Blackstar-plötu Bowie og grét í bílnum.“ Tengdar fréttir Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00 Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Umhverfisráðherra segir brýnt að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér Þingvelli. Þjóðgarðsvörður vill að Samgöngustofa hafi öryggisverði við Silfru sem hafi eftirlit með starfseminni sem þar fer fram. 14. febrúar 2017 06:00 Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. 13. febrúar 2017 19:00 Þjóðgarðurinn á Þingvöllum sendir frá sér yfirlýsingu vegna fréttar RÚV Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur sent frá sér yfirlýsingar vegna fréttar RÚV í gær um að þjóðgarðurinn hafi hundsað ráðleggingar frá Sportkafarafélaginu vegna Silfru og aðbúnaðar við gjánna. 14. febrúar 2017 14:09 Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Sjá meira
Breski fjölmiðillinn Daily Mail fjallar slysið sem varð við Silfru um helginar þar sem bandarískur ferðamaður lést. Rætt er við ferðamann sem varð vitni að björgunaraðgerðum. Hann segir að vegna fjölda þeirra sem biðu eftir að komast í Silfru umræddan dag hafi fólk neyðst til þess að bíða í kafarabúningum um nokkurn tíma á bökkum Silfru. Rætt er við Bandaríkjamanninn Scot Hacker sem kafaði í Silfru sama dag og slysið varð. Hann lýsti upplifun sinni í Facebook-færslu sem sjá má hér að neðan. Þar segir hann að þegar hann hafi verið að koma úr kafi hafi hann séð fólk reyna endurlífgunartilraunir á manninum áður en þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ferðamanninn á brott. „Þeir ýttu okkur af vettvangi og það var erfitt að fá einhverjar upplýsingar,“ skrifar Hacker á Facebook. Í samtali við Daily Mail segir hann að hópar hafi verið látnir bíða í köfunarbúningum vegna þess hversu margir hópar voru að kafa í Silfru þennan dag. Ferðamaðurinn sem lést missti meðvitund er hann kom úr snorkli í vatninu. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.Kafarar ganga yfir veginn á Þingvöllum í fullum kafaraklæðum.Vísir/VilhelmÓnefndur þyrluflugmaður segir hverjum sem er hleypt ofan í Silfru Í frétt Daily Mail segir að löng bið í þurrbúningum geti orðið til þess að blóðflæði heftist. Einar Sæmundson, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum, tók í sama streng í samtali við RÚV í vikunni þar sem hann sagði að fólk í þröngum búningum hefði fallið í yfirlið á meðan það biði eftir að fara ofan í Silfru.Talað er við þyrluflugmann hjá Landhelgisgæslunni sem ekki vill láta nafns síns getið í frétt Daily Mail. Segir hann að öllum sé hleypt í Silfru, jafnvel þeim sem ekki kunni að synda. Í yfirlýsingu frá Þjóðgarðinum á Þingvelli vegna fréttaflutnings af slysinu sagðist Þjóðgarðurinn hafa upplýsingar um að í einu tilfelli hafi heill hópur snorklara fengið ofsahræðlukast í vatninu þegar „þeir uppgötvuðu að þeir kynnu ekki að synda og þurfti að aðstoða þá alla uppúr.“ Alls hafa fjögur banaslys orðið í og við Silfru á undanförnum árum en köfunarstaðurinn er gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna sem sækja landið heim en Silfra þykir einstakur köfunarstaður á heimsvísu. Ljóst er að slysið hefur haft áhrif á Baker sem lýsir því hvernig áframhald ferðar sinnar hafi verið eftir að orðið vitni að slysinu. Segir hann að þau hafi haldið í Grímsnes til þess að skoða Kerið. Þar hafi rigning og þoka tekið á móti þeim. „Ég fann skyndilega þörf á því hlusta á Blackstar-plötu Bowie og grét í bílnum.“
Tengdar fréttir Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00 Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Umhverfisráðherra segir brýnt að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér Þingvelli. Þjóðgarðsvörður vill að Samgöngustofa hafi öryggisverði við Silfru sem hafi eftirlit með starfseminni sem þar fer fram. 14. febrúar 2017 06:00 Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. 13. febrúar 2017 19:00 Þjóðgarðurinn á Þingvöllum sendir frá sér yfirlýsingu vegna fréttar RÚV Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur sent frá sér yfirlýsingar vegna fréttar RÚV í gær um að þjóðgarðurinn hafi hundsað ráðleggingar frá Sportkafarafélaginu vegna Silfru og aðbúnaðar við gjánna. 14. febrúar 2017 14:09 Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Sjá meira
Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00
Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Umhverfisráðherra segir brýnt að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér Þingvelli. Þjóðgarðsvörður vill að Samgöngustofa hafi öryggisverði við Silfru sem hafi eftirlit með starfseminni sem þar fer fram. 14. febrúar 2017 06:00
Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. 13. febrúar 2017 19:00
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum sendir frá sér yfirlýsingu vegna fréttar RÚV Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur sent frá sér yfirlýsingar vegna fréttar RÚV í gær um að þjóðgarðurinn hafi hundsað ráðleggingar frá Sportkafarafélaginu vegna Silfru og aðbúnaðar við gjánna. 14. febrúar 2017 14:09
Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12