Silfra á kafi í köfurum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júní 2016 06:00 VÍSIR/VILHELM Átta fyrirtæki selja köfunarþjónustu fyrir ferðamenn við gjána Silfru á Þingvöllum. Það kostar um fjörutíu þúsund krónur á mann að kafa og tuttugu þúsund krónur að snorkla í gjánni. Þjóðgarðurinn fær þúsund krónur fyrir hvern kafara. Einn til tveir starfsmenn á vegum Þjóðgarðsins vakta svæðið á hverjum tíma og sér garðurinn um alla uppbyggingu og þjónustu á svæðinu. „Miðað við þær miklu tekjur sem hljótast af þessum rekstri má alveg velta því upp hvort gjaldið sem við fáum eigi að vera hærra. Við höfum þó látið þessar tekjur duga,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Fjöldi kafara og snorklara í Silfru árið 2015 var um 30.000. Þjóðgarðurinn fékk rúmar 28 milljónir í tekjur af köfuninni. „Þetta hefur vaxið gríðarlega mikið. Það voru sex þúsund gestir fyrir sex árum,“ segir Ólafur Örn. Engar fjöldatakmarkanir eru á rekstraraðilum né takmarkanir á fjölda kafara sem fara í gegn um gjána á hverjum degi. „Við teljum að það sé löngu kominn tími til að takmarka þetta eitthvað. Það gengur ekki lengur að það sé endalaust verið að fjölga. Það er komið að því að breyta þessu og hef ég öryggismálin að leiðarljósi í þeim efnum. Því miður hafa orðið mjög slæm slys og fólk hefur farist í Silfru. Stundum hefur tilviljun ein ráðið því að fólk hefur ekki dáið,“ segir Ólafur Örn og bætir við að umferðin á bökkum Silfru sé orðin gríðarlega mikil. „Það eru þó ekki endilega kafararnir en þarna koma aðrir gestir til að fylgjast með og líka til að skoða staðinn. Það hafa því orðið miklar skemmdir á mosa og öðrum gróðri á bökkunum.“Vísir/Vilhelmvísir/vilhelm Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Átta fyrirtæki selja köfunarþjónustu fyrir ferðamenn við gjána Silfru á Þingvöllum. Það kostar um fjörutíu þúsund krónur á mann að kafa og tuttugu þúsund krónur að snorkla í gjánni. Þjóðgarðurinn fær þúsund krónur fyrir hvern kafara. Einn til tveir starfsmenn á vegum Þjóðgarðsins vakta svæðið á hverjum tíma og sér garðurinn um alla uppbyggingu og þjónustu á svæðinu. „Miðað við þær miklu tekjur sem hljótast af þessum rekstri má alveg velta því upp hvort gjaldið sem við fáum eigi að vera hærra. Við höfum þó látið þessar tekjur duga,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Fjöldi kafara og snorklara í Silfru árið 2015 var um 30.000. Þjóðgarðurinn fékk rúmar 28 milljónir í tekjur af köfuninni. „Þetta hefur vaxið gríðarlega mikið. Það voru sex þúsund gestir fyrir sex árum,“ segir Ólafur Örn. Engar fjöldatakmarkanir eru á rekstraraðilum né takmarkanir á fjölda kafara sem fara í gegn um gjána á hverjum degi. „Við teljum að það sé löngu kominn tími til að takmarka þetta eitthvað. Það gengur ekki lengur að það sé endalaust verið að fjölga. Það er komið að því að breyta þessu og hef ég öryggismálin að leiðarljósi í þeim efnum. Því miður hafa orðið mjög slæm slys og fólk hefur farist í Silfru. Stundum hefur tilviljun ein ráðið því að fólk hefur ekki dáið,“ segir Ólafur Örn og bætir við að umferðin á bökkum Silfru sé orðin gríðarlega mikil. „Það eru þó ekki endilega kafararnir en þarna koma aðrir gestir til að fylgjast með og líka til að skoða staðinn. Það hafa því orðið miklar skemmdir á mosa og öðrum gróðri á bökkunum.“Vísir/Vilhelmvísir/vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira