Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. febrúar 2017 06:00 Karlmaður lést í Silfru á sunnudaginn eftir að hann hafði verið að snorkla þar með hópi fólks. Þjóðgarðsvörður vill taka upp stífara eftirlit. vísir/gva Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur undir með starfsmönnum Þingvallaþjóðgarðs sem hafa bent á að skoða þurfi betur aukna stýringu í Silfru til að afstýra sem mest má hörmulegum slysum á borð við það sem varð um helgina þar sem ferðamaður á vegum ferðaþjónustufyrirtækis lét lífið. Þetta segir í svari Bjartar við fyrirspurn Fréttablaðsins.Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.vísir/vilhelmBjört segir að þessi mál séu til skoðunar hjá Þingvallaþjóðgarði sem hafi unnið að frumvarpi um starfsemi innan garðsins. Þau frumvarpsdrög séu væntanleg til ráðuneytisins. „Brýnt er að skerpa á því hvernig ferðaþjónustuaðilar nýta sér svæði innan þjóðgarðsins með þeirri miklu aukningu á aðsókn sem verið hefur undanfarin misseri og áfram er útlit fyrir að verði,“ segir í svarinu. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, vill taka upp eftirlit við Silfru með öryggisvörðum sem stæðu vaktir þar. Til að standa undir kostnaði við slíkt eftirlit þyrfti þjóðgarðurinn að hækka gjald fyrir köfun úr 1.000 krónum í 1.500 krónur. „Öryggismálin snúa að Samgöngustofu og með því að hækka gjaldið um 500 krónur þá er hægt að fá laun fyrir tvo menn sem á vöktum gætu staðið þarna,“ segir Ólafur. Hann segist hafa átt marga góða fundi um þetta með Samgöngustofu og fleiri fundir verði haldnir á næstunni. Þjóðgarðurinn hafi fengið fyrirtæki sem heitir Lota til þess að gera úttekt á því hvernig staðið yrði að svona eftirliti með valdheimildum. Hann vilji leggja þá úttekt fram á næsta fundi með Samgöngustofu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir hins vegar að hinn stjórnsýslulegi eftirlitsþáttur Samgöngustofu nái ekki til þess að vera með eftirlitsmenn við ferðaþjónustufyrirtæki, enda væri það víðtækara en hlutverk Samgöngustofu í dag. „Þá þyrftum við að vera með eftirlit við Jökulsárlón og öll „river rafting“-fyrirtæki og á öllum bryggjum þar sem stundaðar eru hvalaskoðunarferðir eða útsýnissiglingar. Þetta væri þá orðið mjög víðtækt,“ segir Þórhildur Elín. Samgöngustofa heyrir undir samgönguráðherra. Jón Gunnarsson, ráðherra málaflokksins, segist vera að afla sér upplýsinga um málið úr ráðuneytinu og frá Samgöngustofu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling að Silfru Útkallið barst klukkan rúmlega 13 í dag. 12. febrúar 2017 14:44 Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. 13. febrúar 2017 19:00 Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur undir með starfsmönnum Þingvallaþjóðgarðs sem hafa bent á að skoða þurfi betur aukna stýringu í Silfru til að afstýra sem mest má hörmulegum slysum á borð við það sem varð um helgina þar sem ferðamaður á vegum ferðaþjónustufyrirtækis lét lífið. Þetta segir í svari Bjartar við fyrirspurn Fréttablaðsins.Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.vísir/vilhelmBjört segir að þessi mál séu til skoðunar hjá Þingvallaþjóðgarði sem hafi unnið að frumvarpi um starfsemi innan garðsins. Þau frumvarpsdrög séu væntanleg til ráðuneytisins. „Brýnt er að skerpa á því hvernig ferðaþjónustuaðilar nýta sér svæði innan þjóðgarðsins með þeirri miklu aukningu á aðsókn sem verið hefur undanfarin misseri og áfram er útlit fyrir að verði,“ segir í svarinu. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, vill taka upp eftirlit við Silfru með öryggisvörðum sem stæðu vaktir þar. Til að standa undir kostnaði við slíkt eftirlit þyrfti þjóðgarðurinn að hækka gjald fyrir köfun úr 1.000 krónum í 1.500 krónur. „Öryggismálin snúa að Samgöngustofu og með því að hækka gjaldið um 500 krónur þá er hægt að fá laun fyrir tvo menn sem á vöktum gætu staðið þarna,“ segir Ólafur. Hann segist hafa átt marga góða fundi um þetta með Samgöngustofu og fleiri fundir verði haldnir á næstunni. Þjóðgarðurinn hafi fengið fyrirtæki sem heitir Lota til þess að gera úttekt á því hvernig staðið yrði að svona eftirliti með valdheimildum. Hann vilji leggja þá úttekt fram á næsta fundi með Samgöngustofu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir hins vegar að hinn stjórnsýslulegi eftirlitsþáttur Samgöngustofu nái ekki til þess að vera með eftirlitsmenn við ferðaþjónustufyrirtæki, enda væri það víðtækara en hlutverk Samgöngustofu í dag. „Þá þyrftum við að vera með eftirlit við Jökulsárlón og öll „river rafting“-fyrirtæki og á öllum bryggjum þar sem stundaðar eru hvalaskoðunarferðir eða útsýnissiglingar. Þetta væri þá orðið mjög víðtækt,“ segir Þórhildur Elín. Samgöngustofa heyrir undir samgönguráðherra. Jón Gunnarsson, ráðherra málaflokksins, segist vera að afla sér upplýsinga um málið úr ráðuneytinu og frá Samgöngustofu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling að Silfru Útkallið barst klukkan rúmlega 13 í dag. 12. febrúar 2017 14:44 Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. 13. febrúar 2017 19:00 Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling að Silfru Útkallið barst klukkan rúmlega 13 í dag. 12. febrúar 2017 14:44
Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. 13. febrúar 2017 19:00
Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12