Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. febrúar 2017 06:00 Karlmaður lést í Silfru á sunnudaginn eftir að hann hafði verið að snorkla þar með hópi fólks. Þjóðgarðsvörður vill taka upp stífara eftirlit. vísir/gva Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur undir með starfsmönnum Þingvallaþjóðgarðs sem hafa bent á að skoða þurfi betur aukna stýringu í Silfru til að afstýra sem mest má hörmulegum slysum á borð við það sem varð um helgina þar sem ferðamaður á vegum ferðaþjónustufyrirtækis lét lífið. Þetta segir í svari Bjartar við fyrirspurn Fréttablaðsins.Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.vísir/vilhelmBjört segir að þessi mál séu til skoðunar hjá Þingvallaþjóðgarði sem hafi unnið að frumvarpi um starfsemi innan garðsins. Þau frumvarpsdrög séu væntanleg til ráðuneytisins. „Brýnt er að skerpa á því hvernig ferðaþjónustuaðilar nýta sér svæði innan þjóðgarðsins með þeirri miklu aukningu á aðsókn sem verið hefur undanfarin misseri og áfram er útlit fyrir að verði,“ segir í svarinu. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, vill taka upp eftirlit við Silfru með öryggisvörðum sem stæðu vaktir þar. Til að standa undir kostnaði við slíkt eftirlit þyrfti þjóðgarðurinn að hækka gjald fyrir köfun úr 1.000 krónum í 1.500 krónur. „Öryggismálin snúa að Samgöngustofu og með því að hækka gjaldið um 500 krónur þá er hægt að fá laun fyrir tvo menn sem á vöktum gætu staðið þarna,“ segir Ólafur. Hann segist hafa átt marga góða fundi um þetta með Samgöngustofu og fleiri fundir verði haldnir á næstunni. Þjóðgarðurinn hafi fengið fyrirtæki sem heitir Lota til þess að gera úttekt á því hvernig staðið yrði að svona eftirliti með valdheimildum. Hann vilji leggja þá úttekt fram á næsta fundi með Samgöngustofu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir hins vegar að hinn stjórnsýslulegi eftirlitsþáttur Samgöngustofu nái ekki til þess að vera með eftirlitsmenn við ferðaþjónustufyrirtæki, enda væri það víðtækara en hlutverk Samgöngustofu í dag. „Þá þyrftum við að vera með eftirlit við Jökulsárlón og öll „river rafting“-fyrirtæki og á öllum bryggjum þar sem stundaðar eru hvalaskoðunarferðir eða útsýnissiglingar. Þetta væri þá orðið mjög víðtækt,“ segir Þórhildur Elín. Samgöngustofa heyrir undir samgönguráðherra. Jón Gunnarsson, ráðherra málaflokksins, segist vera að afla sér upplýsinga um málið úr ráðuneytinu og frá Samgöngustofu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling að Silfru Útkallið barst klukkan rúmlega 13 í dag. 12. febrúar 2017 14:44 Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. 13. febrúar 2017 19:00 Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur undir með starfsmönnum Þingvallaþjóðgarðs sem hafa bent á að skoða þurfi betur aukna stýringu í Silfru til að afstýra sem mest má hörmulegum slysum á borð við það sem varð um helgina þar sem ferðamaður á vegum ferðaþjónustufyrirtækis lét lífið. Þetta segir í svari Bjartar við fyrirspurn Fréttablaðsins.Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.vísir/vilhelmBjört segir að þessi mál séu til skoðunar hjá Þingvallaþjóðgarði sem hafi unnið að frumvarpi um starfsemi innan garðsins. Þau frumvarpsdrög séu væntanleg til ráðuneytisins. „Brýnt er að skerpa á því hvernig ferðaþjónustuaðilar nýta sér svæði innan þjóðgarðsins með þeirri miklu aukningu á aðsókn sem verið hefur undanfarin misseri og áfram er útlit fyrir að verði,“ segir í svarinu. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, vill taka upp eftirlit við Silfru með öryggisvörðum sem stæðu vaktir þar. Til að standa undir kostnaði við slíkt eftirlit þyrfti þjóðgarðurinn að hækka gjald fyrir köfun úr 1.000 krónum í 1.500 krónur. „Öryggismálin snúa að Samgöngustofu og með því að hækka gjaldið um 500 krónur þá er hægt að fá laun fyrir tvo menn sem á vöktum gætu staðið þarna,“ segir Ólafur. Hann segist hafa átt marga góða fundi um þetta með Samgöngustofu og fleiri fundir verði haldnir á næstunni. Þjóðgarðurinn hafi fengið fyrirtæki sem heitir Lota til þess að gera úttekt á því hvernig staðið yrði að svona eftirliti með valdheimildum. Hann vilji leggja þá úttekt fram á næsta fundi með Samgöngustofu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir hins vegar að hinn stjórnsýslulegi eftirlitsþáttur Samgöngustofu nái ekki til þess að vera með eftirlitsmenn við ferðaþjónustufyrirtæki, enda væri það víðtækara en hlutverk Samgöngustofu í dag. „Þá þyrftum við að vera með eftirlit við Jökulsárlón og öll „river rafting“-fyrirtæki og á öllum bryggjum þar sem stundaðar eru hvalaskoðunarferðir eða útsýnissiglingar. Þetta væri þá orðið mjög víðtækt,“ segir Þórhildur Elín. Samgöngustofa heyrir undir samgönguráðherra. Jón Gunnarsson, ráðherra málaflokksins, segist vera að afla sér upplýsinga um málið úr ráðuneytinu og frá Samgöngustofu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling að Silfru Útkallið barst klukkan rúmlega 13 í dag. 12. febrúar 2017 14:44 Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. 13. febrúar 2017 19:00 Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling að Silfru Útkallið barst klukkan rúmlega 13 í dag. 12. febrúar 2017 14:44
Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. 13. febrúar 2017 19:00
Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12