Bjarni í hópi tíu þjóðarleiðtoga sem beita sér fyrir jafnrétti kynjanna Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2017 20:45 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er í hópi tíu þjóðarleiðtoga á vegum Kvennasamtaka Sameinuðu þjóðanna sem beita sér fyrir því að karlar taki þátt í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Fjöldi manns kom saman í Hörpu í dag til að taka þátt í Milljarður rís, jafnréttisverkefni Sameinuðu þjóðanna. Kvennasamtök Sameinuðu þjóðanna, eða UN Women, stendur fyrir átakinu He for She, eða hann fyrir hana og hafa íslensk stjórnvöld stutt átakið frá upphafi. Hverju sinni eru tíu þjóðarleiðtogar, tíu forstjórar alþjóðafyrirtækja og tíu háskólarektorar í forsvari fyrir verkefnið. En því er ætlað að virkja karlmenn til baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var ákveðið að ríkisstjórnin öll fylkti sér að baki átkasins og nældi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra merki þess í jakkann á samráðherrum sínum á ríkisstjórnarfundi í morgun. „En það eiga náttúrlega allir svona merki og nú hafa allir ráðherrar og þar með öll ríkisstjórnin skráð sig í átakið,“ sagði Bjarni um leið og hann setti merkið í jakka Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra. Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi fór yfir átakið með forsætisráðherra og hvatti hann og ríkisstjórnina til góðra verka í jafnréttismálum. „Við bara ítrekum að við hjá landsnefnd UN Women erum tilbúin að aðstoða við þetta gríðar mikla verkefni. Hvetja ykkur áfram og minna á hvað það er að vera He for She. Ég ætla að færa þér hérna húfu,“ sagði Inga Dóra og afhenti Bjarna húfu með FO merkinu.Er það mikilvægt fyrir þig að vera í þessum hópi? „Ég geri það nú með miklu stolti og geri eins og fyrirrennarar mínir. Við erum stolt af því að það skuli vera leitað til okkar til að vera eins og kyndilberar í þessu mikilvæga verkefni. Ég lít þannig á að það sé leitað til okkar vegna þess árangurs sem hér hefur náðst. En við erum enn að berjast áfram og höfum sett okkur markmið á þessu sviðinu sem er einfaldlega að ná meiri árangri,“ sagði Bjarni. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, hafa lýst efasemdum og andstöðu við væntanlegt frumvarp félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun fyrirtækja.Heldur þú að ríkisstjórnin muni á endanum standa heil að baki þessu frumvarpi? „Já, ég held að það sé nú ágætt að menn haldi aðeins í sér andanum þangað til að minnsta kosti frumvarpið hefur litið dagsins ljós. Það er hægt að hafa ólíkar skoðanir á því hvaða leiðir við eigum að fara. En ég skynja engan ágreining þegar kemur að því að berjast gegn kynbundnum launamun. Ég hef engan Íslending hitt sem talar fyrir kynbundnum launamun,“ sagði Bjarni. Í hádeginu í dag fór síðan fram í Hörpu og víða um land atburðurinn milljarður rís, þar sem dansað er gegn ofbeldi gegn konum og stelpum. Í ár var minning Birnu Brjánsdóttur heiðruð með góðfúslegu leyfi foreldra hennar. Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er í hópi tíu þjóðarleiðtoga á vegum Kvennasamtaka Sameinuðu þjóðanna sem beita sér fyrir því að karlar taki þátt í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Fjöldi manns kom saman í Hörpu í dag til að taka þátt í Milljarður rís, jafnréttisverkefni Sameinuðu þjóðanna. Kvennasamtök Sameinuðu þjóðanna, eða UN Women, stendur fyrir átakinu He for She, eða hann fyrir hana og hafa íslensk stjórnvöld stutt átakið frá upphafi. Hverju sinni eru tíu þjóðarleiðtogar, tíu forstjórar alþjóðafyrirtækja og tíu háskólarektorar í forsvari fyrir verkefnið. En því er ætlað að virkja karlmenn til baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var ákveðið að ríkisstjórnin öll fylkti sér að baki átkasins og nældi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra merki þess í jakkann á samráðherrum sínum á ríkisstjórnarfundi í morgun. „En það eiga náttúrlega allir svona merki og nú hafa allir ráðherrar og þar með öll ríkisstjórnin skráð sig í átakið,“ sagði Bjarni um leið og hann setti merkið í jakka Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra. Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi fór yfir átakið með forsætisráðherra og hvatti hann og ríkisstjórnina til góðra verka í jafnréttismálum. „Við bara ítrekum að við hjá landsnefnd UN Women erum tilbúin að aðstoða við þetta gríðar mikla verkefni. Hvetja ykkur áfram og minna á hvað það er að vera He for She. Ég ætla að færa þér hérna húfu,“ sagði Inga Dóra og afhenti Bjarna húfu með FO merkinu.Er það mikilvægt fyrir þig að vera í þessum hópi? „Ég geri það nú með miklu stolti og geri eins og fyrirrennarar mínir. Við erum stolt af því að það skuli vera leitað til okkar til að vera eins og kyndilberar í þessu mikilvæga verkefni. Ég lít þannig á að það sé leitað til okkar vegna þess árangurs sem hér hefur náðst. En við erum enn að berjast áfram og höfum sett okkur markmið á þessu sviðinu sem er einfaldlega að ná meiri árangri,“ sagði Bjarni. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, hafa lýst efasemdum og andstöðu við væntanlegt frumvarp félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun fyrirtækja.Heldur þú að ríkisstjórnin muni á endanum standa heil að baki þessu frumvarpi? „Já, ég held að það sé nú ágætt að menn haldi aðeins í sér andanum þangað til að minnsta kosti frumvarpið hefur litið dagsins ljós. Það er hægt að hafa ólíkar skoðanir á því hvaða leiðir við eigum að fara. En ég skynja engan ágreining þegar kemur að því að berjast gegn kynbundnum launamun. Ég hef engan Íslending hitt sem talar fyrir kynbundnum launamun,“ sagði Bjarni. Í hádeginu í dag fór síðan fram í Hörpu og víða um land atburðurinn milljarður rís, þar sem dansað er gegn ofbeldi gegn konum og stelpum. Í ár var minning Birnu Brjánsdóttur heiðruð með góðfúslegu leyfi foreldra hennar.
Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent