Heimir: Skrifað í skýin að Ísland og Noregur mætist í næstu undankeppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2017 12:08 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, vissi ekki af því að Lars Lagerbäck, hans gamli samstarfsmaður hjá íslenska liðinu, var að fara að taka við Noregi eins og raunin er. Lars, sem hætti að þjálfa Ísland eftir Evrópumótið síðasta sumar, gerði þriggja ára samning við norska sambandið. Hann hefur undanfarna mánuði starfað sem ráðgjafi sænska landsliðsins.Sjá einnig:Twitter um Lars og nýja starfið: „Eins og þegar kærastan dömpar þér og hoppar beint í fangið á öðrum“ „Ég vissi ekki af þessu en þetta kom mér ekki á óvart. Ég vissi að honum fannst gaman að vera með sænska liðinu og hann var búinn að fá þá afslöppun sem hann þurfti og þá hvíld sem hann þurfti,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Lars sagði frá ákvörðun sinni að hann myndi ekki endurnýja samning sinn við KSÍ á blaðamannafundi í Laugardalnum 9. maí í fyrra. Hann sagðist þá vera of gamall og hann vildi fara að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. „Ég get svo sem ekkert sagt um þetta. Þetta er bara hans útgáfa og hans ástæða fyir því að hætta. Ég hef ekkert út á það að setja. Ég er bara mest svekktur yfir því að hann gat ekki haldið áfram lengur með okkur,“ segir Heimir. Noregur er í svipaðri stöðu og íslenska landsliðið þegar Lars tók við því árið 2011. Þá var Ísland í sögulegri lægð eins og Noregur núna en Norðamenn eru í 84. sæti heimslistans, tveimur sætum á eftir Færeyjum og aðeins með þrjú stig í undankeppni HM 2018.Sjá einnig:Lars: Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það | Myndband „Þetta er spennandi verkefni. Ég segi það kannski óábyrgt því ég veit ekki hvernig staðan er innan norska sambandsins en Norðmenn líta út fyrir að eiga meira inni. Það er megn óánægja með gengi liðsins. Ef einhver getur lagað gengi Noregs er það Lars. Við óskum honum bara velfarnaðar í þessu starfi,“ segir Heimir, en verður ekki sérstök stund ef þeir mætast á fótboltavellinum sem þjálfarar sitthvors liðsins? „Við Helgi [Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Íslands] vorum einmitt að tala um það, að það er núna skrifað í skýin að Ísland og Noregur mætist í undankeppni Evrópumótsins,“ segir Heimir Hallgrímsson. Fótbolti Tengdar fréttir Lars: Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það | Myndband Lars Lagerbäck ætlar að spila eins með norska landsliðið og hann gerði með það íslenska. 1. febrúar 2017 11:42 Lars Lagerbäck nýr landsliðsþjálfari Noregs Sá sænski hvergi nærri hættur. 1. febrúar 2017 11:13 Twitter um Lars og nýja starfið: „Eins og þegar kærastan dömpar þér og hoppar beint í fangið á öðrum“ Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Lars Lagerbäck nýr þjálfari norska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars skrifaði undir þriggja ára samning við norska knattspyrnusambandið. 1. febrúar 2017 11:45 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, vissi ekki af því að Lars Lagerbäck, hans gamli samstarfsmaður hjá íslenska liðinu, var að fara að taka við Noregi eins og raunin er. Lars, sem hætti að þjálfa Ísland eftir Evrópumótið síðasta sumar, gerði þriggja ára samning við norska sambandið. Hann hefur undanfarna mánuði starfað sem ráðgjafi sænska landsliðsins.Sjá einnig:Twitter um Lars og nýja starfið: „Eins og þegar kærastan dömpar þér og hoppar beint í fangið á öðrum“ „Ég vissi ekki af þessu en þetta kom mér ekki á óvart. Ég vissi að honum fannst gaman að vera með sænska liðinu og hann var búinn að fá þá afslöppun sem hann þurfti og þá hvíld sem hann þurfti,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Lars sagði frá ákvörðun sinni að hann myndi ekki endurnýja samning sinn við KSÍ á blaðamannafundi í Laugardalnum 9. maí í fyrra. Hann sagðist þá vera of gamall og hann vildi fara að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. „Ég get svo sem ekkert sagt um þetta. Þetta er bara hans útgáfa og hans ástæða fyir því að hætta. Ég hef ekkert út á það að setja. Ég er bara mest svekktur yfir því að hann gat ekki haldið áfram lengur með okkur,“ segir Heimir. Noregur er í svipaðri stöðu og íslenska landsliðið þegar Lars tók við því árið 2011. Þá var Ísland í sögulegri lægð eins og Noregur núna en Norðamenn eru í 84. sæti heimslistans, tveimur sætum á eftir Færeyjum og aðeins með þrjú stig í undankeppni HM 2018.Sjá einnig:Lars: Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það | Myndband „Þetta er spennandi verkefni. Ég segi það kannski óábyrgt því ég veit ekki hvernig staðan er innan norska sambandsins en Norðmenn líta út fyrir að eiga meira inni. Það er megn óánægja með gengi liðsins. Ef einhver getur lagað gengi Noregs er það Lars. Við óskum honum bara velfarnaðar í þessu starfi,“ segir Heimir, en verður ekki sérstök stund ef þeir mætast á fótboltavellinum sem þjálfarar sitthvors liðsins? „Við Helgi [Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Íslands] vorum einmitt að tala um það, að það er núna skrifað í skýin að Ísland og Noregur mætist í undankeppni Evrópumótsins,“ segir Heimir Hallgrímsson.
Fótbolti Tengdar fréttir Lars: Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það | Myndband Lars Lagerbäck ætlar að spila eins með norska landsliðið og hann gerði með það íslenska. 1. febrúar 2017 11:42 Lars Lagerbäck nýr landsliðsþjálfari Noregs Sá sænski hvergi nærri hættur. 1. febrúar 2017 11:13 Twitter um Lars og nýja starfið: „Eins og þegar kærastan dömpar þér og hoppar beint í fangið á öðrum“ Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Lars Lagerbäck nýr þjálfari norska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars skrifaði undir þriggja ára samning við norska knattspyrnusambandið. 1. febrúar 2017 11:45 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Lars: Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það | Myndband Lars Lagerbäck ætlar að spila eins með norska landsliðið og hann gerði með það íslenska. 1. febrúar 2017 11:42
Twitter um Lars og nýja starfið: „Eins og þegar kærastan dömpar þér og hoppar beint í fangið á öðrum“ Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Lars Lagerbäck nýr þjálfari norska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars skrifaði undir þriggja ára samning við norska knattspyrnusambandið. 1. febrúar 2017 11:45