Heimir: Skrifað í skýin að Ísland og Noregur mætist í næstu undankeppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2017 12:08 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, vissi ekki af því að Lars Lagerbäck, hans gamli samstarfsmaður hjá íslenska liðinu, var að fara að taka við Noregi eins og raunin er. Lars, sem hætti að þjálfa Ísland eftir Evrópumótið síðasta sumar, gerði þriggja ára samning við norska sambandið. Hann hefur undanfarna mánuði starfað sem ráðgjafi sænska landsliðsins.Sjá einnig:Twitter um Lars og nýja starfið: „Eins og þegar kærastan dömpar þér og hoppar beint í fangið á öðrum“ „Ég vissi ekki af þessu en þetta kom mér ekki á óvart. Ég vissi að honum fannst gaman að vera með sænska liðinu og hann var búinn að fá þá afslöppun sem hann þurfti og þá hvíld sem hann þurfti,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Lars sagði frá ákvörðun sinni að hann myndi ekki endurnýja samning sinn við KSÍ á blaðamannafundi í Laugardalnum 9. maí í fyrra. Hann sagðist þá vera of gamall og hann vildi fara að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. „Ég get svo sem ekkert sagt um þetta. Þetta er bara hans útgáfa og hans ástæða fyir því að hætta. Ég hef ekkert út á það að setja. Ég er bara mest svekktur yfir því að hann gat ekki haldið áfram lengur með okkur,“ segir Heimir. Noregur er í svipaðri stöðu og íslenska landsliðið þegar Lars tók við því árið 2011. Þá var Ísland í sögulegri lægð eins og Noregur núna en Norðamenn eru í 84. sæti heimslistans, tveimur sætum á eftir Færeyjum og aðeins með þrjú stig í undankeppni HM 2018.Sjá einnig:Lars: Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það | Myndband „Þetta er spennandi verkefni. Ég segi það kannski óábyrgt því ég veit ekki hvernig staðan er innan norska sambandsins en Norðmenn líta út fyrir að eiga meira inni. Það er megn óánægja með gengi liðsins. Ef einhver getur lagað gengi Noregs er það Lars. Við óskum honum bara velfarnaðar í þessu starfi,“ segir Heimir, en verður ekki sérstök stund ef þeir mætast á fótboltavellinum sem þjálfarar sitthvors liðsins? „Við Helgi [Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Íslands] vorum einmitt að tala um það, að það er núna skrifað í skýin að Ísland og Noregur mætist í undankeppni Evrópumótsins,“ segir Heimir Hallgrímsson. Fótbolti Tengdar fréttir Lars: Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það | Myndband Lars Lagerbäck ætlar að spila eins með norska landsliðið og hann gerði með það íslenska. 1. febrúar 2017 11:42 Lars Lagerbäck nýr landsliðsþjálfari Noregs Sá sænski hvergi nærri hættur. 1. febrúar 2017 11:13 Twitter um Lars og nýja starfið: „Eins og þegar kærastan dömpar þér og hoppar beint í fangið á öðrum“ Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Lars Lagerbäck nýr þjálfari norska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars skrifaði undir þriggja ára samning við norska knattspyrnusambandið. 1. febrúar 2017 11:45 Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Enski boltinn Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, vissi ekki af því að Lars Lagerbäck, hans gamli samstarfsmaður hjá íslenska liðinu, var að fara að taka við Noregi eins og raunin er. Lars, sem hætti að þjálfa Ísland eftir Evrópumótið síðasta sumar, gerði þriggja ára samning við norska sambandið. Hann hefur undanfarna mánuði starfað sem ráðgjafi sænska landsliðsins.Sjá einnig:Twitter um Lars og nýja starfið: „Eins og þegar kærastan dömpar þér og hoppar beint í fangið á öðrum“ „Ég vissi ekki af þessu en þetta kom mér ekki á óvart. Ég vissi að honum fannst gaman að vera með sænska liðinu og hann var búinn að fá þá afslöppun sem hann þurfti og þá hvíld sem hann þurfti,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Lars sagði frá ákvörðun sinni að hann myndi ekki endurnýja samning sinn við KSÍ á blaðamannafundi í Laugardalnum 9. maí í fyrra. Hann sagðist þá vera of gamall og hann vildi fara að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. „Ég get svo sem ekkert sagt um þetta. Þetta er bara hans útgáfa og hans ástæða fyir því að hætta. Ég hef ekkert út á það að setja. Ég er bara mest svekktur yfir því að hann gat ekki haldið áfram lengur með okkur,“ segir Heimir. Noregur er í svipaðri stöðu og íslenska landsliðið þegar Lars tók við því árið 2011. Þá var Ísland í sögulegri lægð eins og Noregur núna en Norðamenn eru í 84. sæti heimslistans, tveimur sætum á eftir Færeyjum og aðeins með þrjú stig í undankeppni HM 2018.Sjá einnig:Lars: Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það | Myndband „Þetta er spennandi verkefni. Ég segi það kannski óábyrgt því ég veit ekki hvernig staðan er innan norska sambandsins en Norðmenn líta út fyrir að eiga meira inni. Það er megn óánægja með gengi liðsins. Ef einhver getur lagað gengi Noregs er það Lars. Við óskum honum bara velfarnaðar í þessu starfi,“ segir Heimir, en verður ekki sérstök stund ef þeir mætast á fótboltavellinum sem þjálfarar sitthvors liðsins? „Við Helgi [Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Íslands] vorum einmitt að tala um það, að það er núna skrifað í skýin að Ísland og Noregur mætist í undankeppni Evrópumótsins,“ segir Heimir Hallgrímsson.
Fótbolti Tengdar fréttir Lars: Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það | Myndband Lars Lagerbäck ætlar að spila eins með norska landsliðið og hann gerði með það íslenska. 1. febrúar 2017 11:42 Lars Lagerbäck nýr landsliðsþjálfari Noregs Sá sænski hvergi nærri hættur. 1. febrúar 2017 11:13 Twitter um Lars og nýja starfið: „Eins og þegar kærastan dömpar þér og hoppar beint í fangið á öðrum“ Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Lars Lagerbäck nýr þjálfari norska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars skrifaði undir þriggja ára samning við norska knattspyrnusambandið. 1. febrúar 2017 11:45 Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Enski boltinn Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Sjá meira
Lars: Fyrst Ísland gat þetta þá getur Noregur það | Myndband Lars Lagerbäck ætlar að spila eins með norska landsliðið og hann gerði með það íslenska. 1. febrúar 2017 11:42
Twitter um Lars og nýja starfið: „Eins og þegar kærastan dömpar þér og hoppar beint í fangið á öðrum“ Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Lars Lagerbäck nýr þjálfari norska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars skrifaði undir þriggja ára samning við norska knattspyrnusambandið. 1. febrúar 2017 11:45