Sýrlensku flóttafólki vegnar vel Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Langþreyttir flóttamenn hvíldu lúin bein við komuna til Íslands fyrir ári. vísir/stefán Sýrlensku flóttamönnunum 56 sem komu til Íslands í fyrra vegnar vel, að mati verkefnisstjóra sveitarfélaganna sem þeir komu til. Börnin sem voru 32 eru öll í leikskólum, grunn- og framhaldsskólum en af þeim fullorðnu sem voru 24 eru fjórir komnir í fasta vinnu. Margrét Arngrímsdóttir, verkefnisstjóri og ráðgjafi flóttamanna hjá Kópavogsbæ, segir fjórtán sýrlenska flóttamenn hafa komið til Kópavogs í fyrra, sex fullorðna og átta börn. „Það er enginn í fastri vinnu eins og er en nokkrir hafa farið í starfsþjálfun samhliða íslenskunámi. Það er bara einn sem talar ensku. Hann er með BA-próf í enskum bókmenntum. Skólaganga hinna er mislöng. Það er mjög erfitt að fá nám sem er ekki sambærilegt og hjá okkur metið og það er hvorki auðvelt fyrir þá sem tala bara arabísku að fara að vinna né vinnustaði að taka á móti þeim.“Margrét Arngrímsdóttir, verkefnisstjóri hjá KópavogsbæÍslenskunámið gengur misvel hjá þeim fullorðnu. „Slíkt er mjög algengt þegar fólk hefur gengið í gegnum erfiðleika. Þá er það ekki alveg móttækilegt fyrir nýju tungumáli. Börnunum gengur hins vegar vel að læra íslensku, þau hafa aðlagast vel og eignast vini,“ segir Margrét sem kveður foreldrana almennt tala um að þeir væru að koma til Íslands fyrir börnin sín. „Þeir vilja betra líf fyrir þau. Það skiptir þá máli að sjá að börnunum líður vel. Þeim þykir auðvitað vænt um landið sitt og væru örugglega þar ef ekki hefði komið stríð.“ Í fyrra komu 19 sýrlenskir flóttamenn til Hafnarfjarðar, níu fullorðnir og tíu börn. „Það er einn kominn í vinnu og annar er á leiðinni í vinnu. Við metum það svo að þetta hafi gengið vonum framar. Samvinnan við fólkið hefur verið góð. Flóttamennirnir hafa tekið þátt í aðlögunarferlinu og þeirri erfiðu vinnu sem felst í því að takast á við komuna hingað,“ segir Karen Theódórsdóttir, verkefnisstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. Helga bætir því við að eðlilega séu þeir sem komu í október ekki komnir á vinnumarkað. Sýrlensku flóttamennirnir sem komu til Akureyrar í fyrra voru 23, þar af voru níu fullorðnir. Þrír þeirra eru komnir með fasta vinnu, að sögn Kristínar Sóleyjar Sigursveinsdóttur, verkefnisstjóra hjá Akureyrarbæ. Hún segir að tveir vinni við svipuð störf og þeir fengust við heima í Sýrlandi, það er við rafvirkjun og pípulagnir. „Ein kvennanna er í meistaranámi og önnur í vinnustaðaþjálfun. Í heildina vegnar flóttamönnunum vel en þetta gengur mishratt. Það hefur hver sinn hátt á að takast á við þetta. Krökkunum vegnar vel í skóla og þeir eru í tómstundum sem hefur mikið að segja.“ Kristín getur þess að þrír flóttamannanna tali þokkalega ensku en þeir sem eru eingöngu arabískumælandi hafi fyrstir fengið vinnu. „Þrír flóttamannanna eru með háskólamenntun og það er alþekkt að háskólamenntuðum gengur verr að fá vinnu við sitt hæfi þar sem menntun og reynsla er metin að fullu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Sýrlensku flóttamönnunum 56 sem komu til Íslands í fyrra vegnar vel, að mati verkefnisstjóra sveitarfélaganna sem þeir komu til. Börnin sem voru 32 eru öll í leikskólum, grunn- og framhaldsskólum en af þeim fullorðnu sem voru 24 eru fjórir komnir í fasta vinnu. Margrét Arngrímsdóttir, verkefnisstjóri og ráðgjafi flóttamanna hjá Kópavogsbæ, segir fjórtán sýrlenska flóttamenn hafa komið til Kópavogs í fyrra, sex fullorðna og átta börn. „Það er enginn í fastri vinnu eins og er en nokkrir hafa farið í starfsþjálfun samhliða íslenskunámi. Það er bara einn sem talar ensku. Hann er með BA-próf í enskum bókmenntum. Skólaganga hinna er mislöng. Það er mjög erfitt að fá nám sem er ekki sambærilegt og hjá okkur metið og það er hvorki auðvelt fyrir þá sem tala bara arabísku að fara að vinna né vinnustaði að taka á móti þeim.“Margrét Arngrímsdóttir, verkefnisstjóri hjá KópavogsbæÍslenskunámið gengur misvel hjá þeim fullorðnu. „Slíkt er mjög algengt þegar fólk hefur gengið í gegnum erfiðleika. Þá er það ekki alveg móttækilegt fyrir nýju tungumáli. Börnunum gengur hins vegar vel að læra íslensku, þau hafa aðlagast vel og eignast vini,“ segir Margrét sem kveður foreldrana almennt tala um að þeir væru að koma til Íslands fyrir börnin sín. „Þeir vilja betra líf fyrir þau. Það skiptir þá máli að sjá að börnunum líður vel. Þeim þykir auðvitað vænt um landið sitt og væru örugglega þar ef ekki hefði komið stríð.“ Í fyrra komu 19 sýrlenskir flóttamenn til Hafnarfjarðar, níu fullorðnir og tíu börn. „Það er einn kominn í vinnu og annar er á leiðinni í vinnu. Við metum það svo að þetta hafi gengið vonum framar. Samvinnan við fólkið hefur verið góð. Flóttamennirnir hafa tekið þátt í aðlögunarferlinu og þeirri erfiðu vinnu sem felst í því að takast á við komuna hingað,“ segir Karen Theódórsdóttir, verkefnisstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. Helga bætir því við að eðlilega séu þeir sem komu í október ekki komnir á vinnumarkað. Sýrlensku flóttamennirnir sem komu til Akureyrar í fyrra voru 23, þar af voru níu fullorðnir. Þrír þeirra eru komnir með fasta vinnu, að sögn Kristínar Sóleyjar Sigursveinsdóttur, verkefnisstjóra hjá Akureyrarbæ. Hún segir að tveir vinni við svipuð störf og þeir fengust við heima í Sýrlandi, það er við rafvirkjun og pípulagnir. „Ein kvennanna er í meistaranámi og önnur í vinnustaðaþjálfun. Í heildina vegnar flóttamönnunum vel en þetta gengur mishratt. Það hefur hver sinn hátt á að takast á við þetta. Krökkunum vegnar vel í skóla og þeir eru í tómstundum sem hefur mikið að segja.“ Kristín getur þess að þrír flóttamannanna tali þokkalega ensku en þeir sem eru eingöngu arabískumælandi hafi fyrstir fengið vinnu. „Þrír flóttamannanna eru með háskólamenntun og það er alþekkt að háskólamenntuðum gengur verr að fá vinnu við sitt hæfi þar sem menntun og reynsla er metin að fullu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira