Páll gagnrýnir Silfrið: „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. febrúar 2017 20:24 Páll Magnússon og Egill Helgason Vísir/Anton/GVA Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ýmislegt að athuga við áherslur Egils Helgasonar sjónvarpsmanns í þjóðmálaþættinum Silfrinu sem hóf göngu sína á RÚV í dag. Í færslu á Facebook-síðu sinni fagnar Páll því að þátturinn hafi hafið göngu sína. Hann er þó ekki jafn kátur með að Egill, sem er annar stjórnandi þáttarins, hafi fengið til sín fjóra þingmenn úr Reykjavík til þess að ræða „það mikilvægasta á vettvangi dagsins.“ „Og forgangsröð stóru málanna hjá Agli voru þessi: Fyrst var rætt í 20 mínútur um fyrirkomulag á smásölu áfengis. Svo var rætt í 17 mínútur um hvort kalla mætti Trump fasista,“ skrifar Páll sem virðist hafa verið með skeiðklukkuna á lofti. Í fyrri hluta þáttarins fékk Egill þingmennina Kolbein Óttarsson Proppé úr Vinstri grænum, Hönnu Katrínu Friðriksdóttur úr Viðreisn, Birgittu Jónsdóttur úr Pírötum og Brynjar Níelsson til þess að ræða um áfengisfrumvarpið, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem og önnur mál sem Páll telur að hefði átt að gera hærra undir höfði. „Ég ætla að koma inn á tvö lítil mál,“ sagði Egill áður en umræða um kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og mögulega útrýmingu á reiðufé til að koma í veg fyrir skattsvik hófst. „Það eru kannski stóru málin,“ sagði Egill áður en að þingmennirnir fengu að tjá sig. „Annað þessara litlu mála reyndist vera sjómannaverkfallið og í það smámál eyddi Egill 2 mín. og 49 sek. af sínum dýrmæta tíma,“ skrifar Páll. „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík en frá öðrum sjónarhólum?“ Donald Trump Tengdar fréttir Kepptust um orðið í umræðu um áfengismálið: „Slappaðu aðeins af“ „Æi, elsku Brynjar minn, ekki fara niður á þetta plan.“ 5. febrúar 2017 12:08 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ýmislegt að athuga við áherslur Egils Helgasonar sjónvarpsmanns í þjóðmálaþættinum Silfrinu sem hóf göngu sína á RÚV í dag. Í færslu á Facebook-síðu sinni fagnar Páll því að þátturinn hafi hafið göngu sína. Hann er þó ekki jafn kátur með að Egill, sem er annar stjórnandi þáttarins, hafi fengið til sín fjóra þingmenn úr Reykjavík til þess að ræða „það mikilvægasta á vettvangi dagsins.“ „Og forgangsröð stóru málanna hjá Agli voru þessi: Fyrst var rætt í 20 mínútur um fyrirkomulag á smásölu áfengis. Svo var rætt í 17 mínútur um hvort kalla mætti Trump fasista,“ skrifar Páll sem virðist hafa verið með skeiðklukkuna á lofti. Í fyrri hluta þáttarins fékk Egill þingmennina Kolbein Óttarsson Proppé úr Vinstri grænum, Hönnu Katrínu Friðriksdóttur úr Viðreisn, Birgittu Jónsdóttur úr Pírötum og Brynjar Níelsson til þess að ræða um áfengisfrumvarpið, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem og önnur mál sem Páll telur að hefði átt að gera hærra undir höfði. „Ég ætla að koma inn á tvö lítil mál,“ sagði Egill áður en umræða um kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og mögulega útrýmingu á reiðufé til að koma í veg fyrir skattsvik hófst. „Það eru kannski stóru málin,“ sagði Egill áður en að þingmennirnir fengu að tjá sig. „Annað þessara litlu mála reyndist vera sjómannaverkfallið og í það smámál eyddi Egill 2 mín. og 49 sek. af sínum dýrmæta tíma,“ skrifar Páll. „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík en frá öðrum sjónarhólum?“
Donald Trump Tengdar fréttir Kepptust um orðið í umræðu um áfengismálið: „Slappaðu aðeins af“ „Æi, elsku Brynjar minn, ekki fara niður á þetta plan.“ 5. febrúar 2017 12:08 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Kepptust um orðið í umræðu um áfengismálið: „Slappaðu aðeins af“ „Æi, elsku Brynjar minn, ekki fara niður á þetta plan.“ 5. febrúar 2017 12:08