Kepptust um orðið í umræðu um áfengismálið: „Slappaðu aðeins af“ Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2017 12:08 Kolbeinn Óttarsson Proppé og Brynjar Níelsson í Silfrinu í dag. RÚV Það var tekist hressilega á í umræðum um áfengisfrumvarpið í Silfrinu í Sjónvarpinu í dag. Þar spurði þáttastjórnandinn Egill Helgason þingmennina Kolbein Óttarsson Proppé úr Vinstri grænum, Hönnu Katrínu Friðriksdóttur úr Viðreisn, Birgittu Jónsdóttur úr Pírötum og Brynjar Níelsson úr Sjálfstæðisflokknum um málið og voru mismunandi skoðanir á því. Þeir Kolbeinn og Brynjar og voru sérstaklega ósammála um málið og kepptust við að hafa orðið á tímabili. Brynjar sagðist vera þeirrar skoðunar að byrja ætti á því að afnema ríkiseinokun á sölu áfengis og að einkaaðilar myndu þá reka sérstakar áfengisverslanir, í ætt við apótek, en ekki byrja á því að selja áfengi í matvöruverslunum.„Við fengjum okkur oftar“ „Vandamálið kannski við þetta að hafa þetta inni í verslunum væri það að við fengjum okkur oftar. Þeir sem eru að misnota þetta, þeir bjarga sér alltaf,“ sagði Brynjar. Kolbeinn sagði alla sammála um að áfengi sé ekki eins og hver önnur neyslu vara og að það þurfi að gilda sérreglur um það. „Um leið og þú ert búinn að samþykkja það,“ sagði Kolbeinn en þá reyndi Brynjar að skjóta sér inn en Kolbeinn bað vinsamlegast um að fá að klára mál sitt. „Þá snýst þetta orðið á endanum um það hvort að ríkið hafi einkaleyfi á því að meðhöndla þetta sem hefur verið skilgreint sem fíkniefni og vímuefni,“ sagði Kolbeinn.Á ábyrgð þeirra sem vilja breyta kerfinu Hann sagði það vera á ábyrgð þeirra sem vilja breyta kerfinu að fullvissa og sannfæra þjóðina um það að frjáls sala áfengis muni ekki hafa þær afleiðingar sem landlæknir og lýðheilsustöðvar hafa spá fyrir um og hafa vitnað í gögn frá öðrum löndum máli sínu til stuðnings. „Kolbeinn, menn geta alltaf sagt eitthvað svona,“ sagði Brynjar Níelsson. „Þetta er satt,“ skaut Kolbeinn inn í umræðuna en þá sagði Brynjar: „Slappaðu aðeins af.“ „Vilt þú að hver sem er geti keypt áfengi,“ spurði Kolbeinn. „Leyfðu mér aðeins að komast að,“ sagði Brynjar sem sagði Landlækni hafa það hlutverk að gæta heilsu þjóðarinnar og vilja helst ekki hafa áfengi í landinu.„Ríkið þarf ekki að sjá um það“ „Ég er bara að segja það að það blasir samt við okkur og þrátt fyrir þetta að vínbúðum hefur fjölgað hér um tugi ef ekki hundruð prósenta á síðustu árum. Það er vínveitingaleyfi gefið út á hverjum degi en samt hefur drykkja ungmenna minnkað hvað ætlar Landlæknir að segja við því? Þetta er bara staðreynd. Ég ætla hins vegar ekki að mæla með því, ég lít á áfengi eins og apótek. Það eru reglur um það hvernig menn afgreiða það og einkaaðilar sjá um það, ríkið þarf ekki að sjá um það Kolbeinn,“ sagði Brynjar og bætti við: „Þú ert alveg ótrúlega mikill ríkissinni.“ „Æi, elsku Brynjar minn, ekki fara niður á þetta plan,“ svaraði Kolbeinn en Brynjar sagði hann ekki vilja afnema ríkiseinokun. „Ég vil hlusta á þá sem betur þekkja til lýðheilsu landsmanna en Brynjar Níelsson,“ sagði Kolbeinn. Hægt er að horfa á umræðuna í heild hér. Verði nýja áfengisfrumvarpið að lögum verður sala áfengis gefin frjáls hér á landi. Samskonar frumvörp hafa verið lögð fram á tveimur síðustu þingum en ekki farið í atkvæðagreiðslu. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að flutningsmenn nýja frumvarpsins telja líklegra nú en áður að frumvarpið nái í gegn. Tengdar fréttir Geirmundur Valtýsson lét þingmenn heyra það vegna áfengisfrumvarpsins „Ef þeir hafa ekkert annað þarfara að leggja fram heldur en þetta frumvarp þá í guðs bænum hættið þið. Leggið þetta bara niður.“ 4. febrúar 2017 09:52 Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Það var tekist hressilega á í umræðum um áfengisfrumvarpið í Silfrinu í Sjónvarpinu í dag. Þar spurði þáttastjórnandinn Egill Helgason þingmennina Kolbein Óttarsson Proppé úr Vinstri grænum, Hönnu Katrínu Friðriksdóttur úr Viðreisn, Birgittu Jónsdóttur úr Pírötum og Brynjar Níelsson úr Sjálfstæðisflokknum um málið og voru mismunandi skoðanir á því. Þeir Kolbeinn og Brynjar og voru sérstaklega ósammála um málið og kepptust við að hafa orðið á tímabili. Brynjar sagðist vera þeirrar skoðunar að byrja ætti á því að afnema ríkiseinokun á sölu áfengis og að einkaaðilar myndu þá reka sérstakar áfengisverslanir, í ætt við apótek, en ekki byrja á því að selja áfengi í matvöruverslunum.„Við fengjum okkur oftar“ „Vandamálið kannski við þetta að hafa þetta inni í verslunum væri það að við fengjum okkur oftar. Þeir sem eru að misnota þetta, þeir bjarga sér alltaf,“ sagði Brynjar. Kolbeinn sagði alla sammála um að áfengi sé ekki eins og hver önnur neyslu vara og að það þurfi að gilda sérreglur um það. „Um leið og þú ert búinn að samþykkja það,“ sagði Kolbeinn en þá reyndi Brynjar að skjóta sér inn en Kolbeinn bað vinsamlegast um að fá að klára mál sitt. „Þá snýst þetta orðið á endanum um það hvort að ríkið hafi einkaleyfi á því að meðhöndla þetta sem hefur verið skilgreint sem fíkniefni og vímuefni,“ sagði Kolbeinn.Á ábyrgð þeirra sem vilja breyta kerfinu Hann sagði það vera á ábyrgð þeirra sem vilja breyta kerfinu að fullvissa og sannfæra þjóðina um það að frjáls sala áfengis muni ekki hafa þær afleiðingar sem landlæknir og lýðheilsustöðvar hafa spá fyrir um og hafa vitnað í gögn frá öðrum löndum máli sínu til stuðnings. „Kolbeinn, menn geta alltaf sagt eitthvað svona,“ sagði Brynjar Níelsson. „Þetta er satt,“ skaut Kolbeinn inn í umræðuna en þá sagði Brynjar: „Slappaðu aðeins af.“ „Vilt þú að hver sem er geti keypt áfengi,“ spurði Kolbeinn. „Leyfðu mér aðeins að komast að,“ sagði Brynjar sem sagði Landlækni hafa það hlutverk að gæta heilsu þjóðarinnar og vilja helst ekki hafa áfengi í landinu.„Ríkið þarf ekki að sjá um það“ „Ég er bara að segja það að það blasir samt við okkur og þrátt fyrir þetta að vínbúðum hefur fjölgað hér um tugi ef ekki hundruð prósenta á síðustu árum. Það er vínveitingaleyfi gefið út á hverjum degi en samt hefur drykkja ungmenna minnkað hvað ætlar Landlæknir að segja við því? Þetta er bara staðreynd. Ég ætla hins vegar ekki að mæla með því, ég lít á áfengi eins og apótek. Það eru reglur um það hvernig menn afgreiða það og einkaaðilar sjá um það, ríkið þarf ekki að sjá um það Kolbeinn,“ sagði Brynjar og bætti við: „Þú ert alveg ótrúlega mikill ríkissinni.“ „Æi, elsku Brynjar minn, ekki fara niður á þetta plan,“ svaraði Kolbeinn en Brynjar sagði hann ekki vilja afnema ríkiseinokun. „Ég vil hlusta á þá sem betur þekkja til lýðheilsu landsmanna en Brynjar Níelsson,“ sagði Kolbeinn. Hægt er að horfa á umræðuna í heild hér. Verði nýja áfengisfrumvarpið að lögum verður sala áfengis gefin frjáls hér á landi. Samskonar frumvörp hafa verið lögð fram á tveimur síðustu þingum en ekki farið í atkvæðagreiðslu. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að flutningsmenn nýja frumvarpsins telja líklegra nú en áður að frumvarpið nái í gegn.
Tengdar fréttir Geirmundur Valtýsson lét þingmenn heyra það vegna áfengisfrumvarpsins „Ef þeir hafa ekkert annað þarfara að leggja fram heldur en þetta frumvarp þá í guðs bænum hættið þið. Leggið þetta bara niður.“ 4. febrúar 2017 09:52 Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Geirmundur Valtýsson lét þingmenn heyra það vegna áfengisfrumvarpsins „Ef þeir hafa ekkert annað þarfara að leggja fram heldur en þetta frumvarp þá í guðs bænum hættið þið. Leggið þetta bara niður.“ 4. febrúar 2017 09:52
Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent