Kepptust um orðið í umræðu um áfengismálið: „Slappaðu aðeins af“ Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2017 12:08 Kolbeinn Óttarsson Proppé og Brynjar Níelsson í Silfrinu í dag. RÚV Það var tekist hressilega á í umræðum um áfengisfrumvarpið í Silfrinu í Sjónvarpinu í dag. Þar spurði þáttastjórnandinn Egill Helgason þingmennina Kolbein Óttarsson Proppé úr Vinstri grænum, Hönnu Katrínu Friðriksdóttur úr Viðreisn, Birgittu Jónsdóttur úr Pírötum og Brynjar Níelsson úr Sjálfstæðisflokknum um málið og voru mismunandi skoðanir á því. Þeir Kolbeinn og Brynjar og voru sérstaklega ósammála um málið og kepptust við að hafa orðið á tímabili. Brynjar sagðist vera þeirrar skoðunar að byrja ætti á því að afnema ríkiseinokun á sölu áfengis og að einkaaðilar myndu þá reka sérstakar áfengisverslanir, í ætt við apótek, en ekki byrja á því að selja áfengi í matvöruverslunum.„Við fengjum okkur oftar“ „Vandamálið kannski við þetta að hafa þetta inni í verslunum væri það að við fengjum okkur oftar. Þeir sem eru að misnota þetta, þeir bjarga sér alltaf,“ sagði Brynjar. Kolbeinn sagði alla sammála um að áfengi sé ekki eins og hver önnur neyslu vara og að það þurfi að gilda sérreglur um það. „Um leið og þú ert búinn að samþykkja það,“ sagði Kolbeinn en þá reyndi Brynjar að skjóta sér inn en Kolbeinn bað vinsamlegast um að fá að klára mál sitt. „Þá snýst þetta orðið á endanum um það hvort að ríkið hafi einkaleyfi á því að meðhöndla þetta sem hefur verið skilgreint sem fíkniefni og vímuefni,“ sagði Kolbeinn.Á ábyrgð þeirra sem vilja breyta kerfinu Hann sagði það vera á ábyrgð þeirra sem vilja breyta kerfinu að fullvissa og sannfæra þjóðina um það að frjáls sala áfengis muni ekki hafa þær afleiðingar sem landlæknir og lýðheilsustöðvar hafa spá fyrir um og hafa vitnað í gögn frá öðrum löndum máli sínu til stuðnings. „Kolbeinn, menn geta alltaf sagt eitthvað svona,“ sagði Brynjar Níelsson. „Þetta er satt,“ skaut Kolbeinn inn í umræðuna en þá sagði Brynjar: „Slappaðu aðeins af.“ „Vilt þú að hver sem er geti keypt áfengi,“ spurði Kolbeinn. „Leyfðu mér aðeins að komast að,“ sagði Brynjar sem sagði Landlækni hafa það hlutverk að gæta heilsu þjóðarinnar og vilja helst ekki hafa áfengi í landinu.„Ríkið þarf ekki að sjá um það“ „Ég er bara að segja það að það blasir samt við okkur og þrátt fyrir þetta að vínbúðum hefur fjölgað hér um tugi ef ekki hundruð prósenta á síðustu árum. Það er vínveitingaleyfi gefið út á hverjum degi en samt hefur drykkja ungmenna minnkað hvað ætlar Landlæknir að segja við því? Þetta er bara staðreynd. Ég ætla hins vegar ekki að mæla með því, ég lít á áfengi eins og apótek. Það eru reglur um það hvernig menn afgreiða það og einkaaðilar sjá um það, ríkið þarf ekki að sjá um það Kolbeinn,“ sagði Brynjar og bætti við: „Þú ert alveg ótrúlega mikill ríkissinni.“ „Æi, elsku Brynjar minn, ekki fara niður á þetta plan,“ svaraði Kolbeinn en Brynjar sagði hann ekki vilja afnema ríkiseinokun. „Ég vil hlusta á þá sem betur þekkja til lýðheilsu landsmanna en Brynjar Níelsson,“ sagði Kolbeinn. Hægt er að horfa á umræðuna í heild hér. Verði nýja áfengisfrumvarpið að lögum verður sala áfengis gefin frjáls hér á landi. Samskonar frumvörp hafa verið lögð fram á tveimur síðustu þingum en ekki farið í atkvæðagreiðslu. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að flutningsmenn nýja frumvarpsins telja líklegra nú en áður að frumvarpið nái í gegn. Tengdar fréttir Geirmundur Valtýsson lét þingmenn heyra það vegna áfengisfrumvarpsins „Ef þeir hafa ekkert annað þarfara að leggja fram heldur en þetta frumvarp þá í guðs bænum hættið þið. Leggið þetta bara niður.“ 4. febrúar 2017 09:52 Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Það var tekist hressilega á í umræðum um áfengisfrumvarpið í Silfrinu í Sjónvarpinu í dag. Þar spurði þáttastjórnandinn Egill Helgason þingmennina Kolbein Óttarsson Proppé úr Vinstri grænum, Hönnu Katrínu Friðriksdóttur úr Viðreisn, Birgittu Jónsdóttur úr Pírötum og Brynjar Níelsson úr Sjálfstæðisflokknum um málið og voru mismunandi skoðanir á því. Þeir Kolbeinn og Brynjar og voru sérstaklega ósammála um málið og kepptust við að hafa orðið á tímabili. Brynjar sagðist vera þeirrar skoðunar að byrja ætti á því að afnema ríkiseinokun á sölu áfengis og að einkaaðilar myndu þá reka sérstakar áfengisverslanir, í ætt við apótek, en ekki byrja á því að selja áfengi í matvöruverslunum.„Við fengjum okkur oftar“ „Vandamálið kannski við þetta að hafa þetta inni í verslunum væri það að við fengjum okkur oftar. Þeir sem eru að misnota þetta, þeir bjarga sér alltaf,“ sagði Brynjar. Kolbeinn sagði alla sammála um að áfengi sé ekki eins og hver önnur neyslu vara og að það þurfi að gilda sérreglur um það. „Um leið og þú ert búinn að samþykkja það,“ sagði Kolbeinn en þá reyndi Brynjar að skjóta sér inn en Kolbeinn bað vinsamlegast um að fá að klára mál sitt. „Þá snýst þetta orðið á endanum um það hvort að ríkið hafi einkaleyfi á því að meðhöndla þetta sem hefur verið skilgreint sem fíkniefni og vímuefni,“ sagði Kolbeinn.Á ábyrgð þeirra sem vilja breyta kerfinu Hann sagði það vera á ábyrgð þeirra sem vilja breyta kerfinu að fullvissa og sannfæra þjóðina um það að frjáls sala áfengis muni ekki hafa þær afleiðingar sem landlæknir og lýðheilsustöðvar hafa spá fyrir um og hafa vitnað í gögn frá öðrum löndum máli sínu til stuðnings. „Kolbeinn, menn geta alltaf sagt eitthvað svona,“ sagði Brynjar Níelsson. „Þetta er satt,“ skaut Kolbeinn inn í umræðuna en þá sagði Brynjar: „Slappaðu aðeins af.“ „Vilt þú að hver sem er geti keypt áfengi,“ spurði Kolbeinn. „Leyfðu mér aðeins að komast að,“ sagði Brynjar sem sagði Landlækni hafa það hlutverk að gæta heilsu þjóðarinnar og vilja helst ekki hafa áfengi í landinu.„Ríkið þarf ekki að sjá um það“ „Ég er bara að segja það að það blasir samt við okkur og þrátt fyrir þetta að vínbúðum hefur fjölgað hér um tugi ef ekki hundruð prósenta á síðustu árum. Það er vínveitingaleyfi gefið út á hverjum degi en samt hefur drykkja ungmenna minnkað hvað ætlar Landlæknir að segja við því? Þetta er bara staðreynd. Ég ætla hins vegar ekki að mæla með því, ég lít á áfengi eins og apótek. Það eru reglur um það hvernig menn afgreiða það og einkaaðilar sjá um það, ríkið þarf ekki að sjá um það Kolbeinn,“ sagði Brynjar og bætti við: „Þú ert alveg ótrúlega mikill ríkissinni.“ „Æi, elsku Brynjar minn, ekki fara niður á þetta plan,“ svaraði Kolbeinn en Brynjar sagði hann ekki vilja afnema ríkiseinokun. „Ég vil hlusta á þá sem betur þekkja til lýðheilsu landsmanna en Brynjar Níelsson,“ sagði Kolbeinn. Hægt er að horfa á umræðuna í heild hér. Verði nýja áfengisfrumvarpið að lögum verður sala áfengis gefin frjáls hér á landi. Samskonar frumvörp hafa verið lögð fram á tveimur síðustu þingum en ekki farið í atkvæðagreiðslu. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að flutningsmenn nýja frumvarpsins telja líklegra nú en áður að frumvarpið nái í gegn.
Tengdar fréttir Geirmundur Valtýsson lét þingmenn heyra það vegna áfengisfrumvarpsins „Ef þeir hafa ekkert annað þarfara að leggja fram heldur en þetta frumvarp þá í guðs bænum hættið þið. Leggið þetta bara niður.“ 4. febrúar 2017 09:52 Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Geirmundur Valtýsson lét þingmenn heyra það vegna áfengisfrumvarpsins „Ef þeir hafa ekkert annað þarfara að leggja fram heldur en þetta frumvarp þá í guðs bænum hættið þið. Leggið þetta bara niður.“ 4. febrúar 2017 09:52
Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00