Klopp með dauðþreytta leikmenn og alltof lítinn hóp hjá Liverpool Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2017 08:30 Liverpool á veika von að vinna titil á þessari leiktíð en aðeins einn möguleiki er eftir; Englandsmeistaratitillinn. Lærisveinar Jürgen Klopps kvöddu báðar bikarkeppnirnar í síðustu viku auk þess sem liðið tapaði fyrir botnliði Swansea í ensku úrvalsdeildinni um þar síðustu helgi. Janúar er búinn að vera skelfilegur hjá Liverpool-liðinu sem virðist dauðþreytt og tölfræðin hjálpar til við að sanna það. Klopp lætur sína menn hlaupa mikið og pressa en þessi skemmtilegi fótbolti kom Liverpool á topp ensku úrvalsdeildarinnar í nóvember. Nú virðist bensínið búið. Sé litið á tölfræðina yfir hvaða lið hlaupa mest, eins og Sky Sports gerir í úttekt sinni, kemur í ljós að Liverpool-liðið hleypur langmest. Það er með hæstu heildartöluna og langflesta sprettina.Sjá einnig:Víkingaklappið boðar bara vandræði á Anfield Þessi leikaðferð Klopps virðist vera að koma niður á liðinu núna þar sem hann gerir ekki mikið af breytingum. Hann er búinn að gera 33 breytingar á byrjunarliðinu á þessu tímabili en aðeins þrjú lið hafa gert færri breytingar. Liverpool er búið að spila tíu leiki á 33 dögum síðan 27. desember og leikmennirnir virðast vera að finna fyrir þreytu. Í leiknum gegn Swansea um síðustu helgi tóku leikmenn Liverpool færri spretti en áður á leiktíðinni. Þeir taka vanalega 537 spretti að meðaltali en á móti Swansea vantaði 57 upp á að ná þeirri tölu. Þetta er tíu prósent lækkun. „Liverpool lítur út fyrir að vera orkulaust og lappirnar eru bara búnar hjá mönnum sem er áhyggjuefni,“ segir Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður liðsins og núverandi sparkspekingur Sky. „Liverpool er sjötta besta liðið af sex bestu liðum deildarinnar en það var svona ofarlega lengi vel því það er með góðan knattspyrnustjóra og er ekki að spila í Evrópu.“ „Nú þegar liðið virðist alveg búið á því og er orkulaust erum við að sjá hversu gott það virkilega er. Þegar við tölum um liðið og hópinn hjá Liverpool sjá allir að hópurinn er engan veginn nógu stór né sterkur,“ segir Jamie Carragher. Enski boltinn Tengdar fréttir Víkingaklappið boðar bara vandræði á Anfield Aðra helgina í röð hljómaði víkingaklappið á Anfield eftir ósigur heimaliðsins fyrir Íslendingaliði. Jón Daði Böðvarsson fékk mikið hrós fyrir innkomu sína gegn Liverpool og var mjög óheppinn að skora ekki. Hjólin hafa losnað undan Liverpool-vagninum í janúar en liðið er án sigurs í deildinni og fallið úr báðum bikarkeppnunum. 30. janúar 2017 06:30 Rómantíkin lifir í ensku bikarkeppninni Utandeildarliðin Lincoln City og Sutton United er á allra vörum eftir að slegið Championship-liðin Brighton og Leeds út úr ensku bikarkeppninni um helgina. 30. janúar 2017 07:00 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Liverpool á veika von að vinna titil á þessari leiktíð en aðeins einn möguleiki er eftir; Englandsmeistaratitillinn. Lærisveinar Jürgen Klopps kvöddu báðar bikarkeppnirnar í síðustu viku auk þess sem liðið tapaði fyrir botnliði Swansea í ensku úrvalsdeildinni um þar síðustu helgi. Janúar er búinn að vera skelfilegur hjá Liverpool-liðinu sem virðist dauðþreytt og tölfræðin hjálpar til við að sanna það. Klopp lætur sína menn hlaupa mikið og pressa en þessi skemmtilegi fótbolti kom Liverpool á topp ensku úrvalsdeildarinnar í nóvember. Nú virðist bensínið búið. Sé litið á tölfræðina yfir hvaða lið hlaupa mest, eins og Sky Sports gerir í úttekt sinni, kemur í ljós að Liverpool-liðið hleypur langmest. Það er með hæstu heildartöluna og langflesta sprettina.Sjá einnig:Víkingaklappið boðar bara vandræði á Anfield Þessi leikaðferð Klopps virðist vera að koma niður á liðinu núna þar sem hann gerir ekki mikið af breytingum. Hann er búinn að gera 33 breytingar á byrjunarliðinu á þessu tímabili en aðeins þrjú lið hafa gert færri breytingar. Liverpool er búið að spila tíu leiki á 33 dögum síðan 27. desember og leikmennirnir virðast vera að finna fyrir þreytu. Í leiknum gegn Swansea um síðustu helgi tóku leikmenn Liverpool færri spretti en áður á leiktíðinni. Þeir taka vanalega 537 spretti að meðaltali en á móti Swansea vantaði 57 upp á að ná þeirri tölu. Þetta er tíu prósent lækkun. „Liverpool lítur út fyrir að vera orkulaust og lappirnar eru bara búnar hjá mönnum sem er áhyggjuefni,“ segir Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður liðsins og núverandi sparkspekingur Sky. „Liverpool er sjötta besta liðið af sex bestu liðum deildarinnar en það var svona ofarlega lengi vel því það er með góðan knattspyrnustjóra og er ekki að spila í Evrópu.“ „Nú þegar liðið virðist alveg búið á því og er orkulaust erum við að sjá hversu gott það virkilega er. Þegar við tölum um liðið og hópinn hjá Liverpool sjá allir að hópurinn er engan veginn nógu stór né sterkur,“ segir Jamie Carragher.
Enski boltinn Tengdar fréttir Víkingaklappið boðar bara vandræði á Anfield Aðra helgina í röð hljómaði víkingaklappið á Anfield eftir ósigur heimaliðsins fyrir Íslendingaliði. Jón Daði Böðvarsson fékk mikið hrós fyrir innkomu sína gegn Liverpool og var mjög óheppinn að skora ekki. Hjólin hafa losnað undan Liverpool-vagninum í janúar en liðið er án sigurs í deildinni og fallið úr báðum bikarkeppnunum. 30. janúar 2017 06:30 Rómantíkin lifir í ensku bikarkeppninni Utandeildarliðin Lincoln City og Sutton United er á allra vörum eftir að slegið Championship-liðin Brighton og Leeds út úr ensku bikarkeppninni um helgina. 30. janúar 2017 07:00 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Víkingaklappið boðar bara vandræði á Anfield Aðra helgina í röð hljómaði víkingaklappið á Anfield eftir ósigur heimaliðsins fyrir Íslendingaliði. Jón Daði Böðvarsson fékk mikið hrós fyrir innkomu sína gegn Liverpool og var mjög óheppinn að skora ekki. Hjólin hafa losnað undan Liverpool-vagninum í janúar en liðið er án sigurs í deildinni og fallið úr báðum bikarkeppnunum. 30. janúar 2017 06:30
Rómantíkin lifir í ensku bikarkeppninni Utandeildarliðin Lincoln City og Sutton United er á allra vörum eftir að slegið Championship-liðin Brighton og Leeds út úr ensku bikarkeppninni um helgina. 30. janúar 2017 07:00