Emil Hallfreðsson lék fyrstu 63 mínúturnar fyrir Udinese sem tapaði 1-0 fyrir Empoli á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag.
Levan McHedlidze skoraði sigurmark Empoli á 82. mínútu en Empoli er í sjöunda sæti deildarinnar. Udinese er um miðja deild. Emil fékk að líta gula spjaldið í leiknum.
Alls voru fimm leikir í ítölsku A-deildinni í dag en í hádeginu lagði topplið Juventus Lazio 2-0.
Inter lagði Palermo 1-0 á útivelli og lyfti sér upp fyrir nágrana sína í Milan í 5. sætinu. Inter er með 39 stig, stigi minna en Lazio og níu stigum frá toppnum.
Joao Mario skoraði sigurmark Inter á 65. mínútu.
Öll úrslit dagsins:
Genoe - Crotone 2-2
Palermo - Inter 0-1
Pescara - Sassuolo 1-3
Bologna - Torino 2-0
Empoli - Udinese 1-0
Juventus - Lazio 2-0
Emil byrjaði í tapi Udinese
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
