Erlent

Friðarviðræður hafnar í Astana

atli ísleifsson skrifar
Utanríkisráðuneyti Kasakstan hefur gefið það út að viðræðurnar klárist á morgun.
Utanríkisráðuneyti Kasakstan hefur gefið það út að viðræðurnar klárist á morgun. Vísir/AFP

Friðarviðræður sem ætlað er að binda enda það ófremdarástand sem ríkt hefur í Sýrlandi síðustu ár hófust í kasöksku höfuðborginni Astana í morgun.

Stjórnvöld í Rússlandi og Íran, sem bæði styðja stjórn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta, hafa milligöngu um viðræður Sýrlandsstjórnar og fulltrúa ýmissa uppreisnarhópa í landinu.

Í frétt BBC kemur fram að uppreisnarmenn segjast ekki munu ræða beint við fulltrúa Sýrlandsstjórnar.

Síðustu friðarviðræður vegna ástandsins í Sýrlandi, sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu milligöngu um, runnu út í sandinn snemma árs 2016.

Hryðjuverkasamtökin ISIS, sem ráða enn yfir stórum landsvæðum í Sýrlandi, taka ekki þátt í viðræðunum.

Utanríkisráðuneyti Kasakstan hefur gefið það út að viðræðurnar klárist á morgun.

Rúmlega 300 þúsund manns hafa fallið og 11 milljónir manna eru á flótta vegna borgarastyrjaldarinnar sem staðið hefur frá árinu 2011.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.