Trump fyrirskipar byggingu múrsins við Mexíkó Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2017 20:52 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir margar fyrirskipanir þessa dagana. Vísir/EPA Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur skrifað undir tilskipun þess efnis að yfirvöld þar í landi skulu hefja byggingu á „óyfirstíganlegum múr“ við landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó. BBC greinir frá.Um er að ræða eitt af alræmdustu kosningaloforðum forsetans, en þar lofaði hann að byggja múr við landamærin að Mexíkó og að yfirvöld þar í landi myndu fá að borga múrinn. Við undirritun tilskipunarinnar í dag dró forsetinn hvergi í land með þá staðhæfingu og sagði hann að yfirvöld í Mexíkó myndu „algjörlega, hundrað prósent“ endurgreiða Bandaríkjunum að fullu fyrir byggingu múrsins. Trump bauð foreldrum þeirra, sem að sögn Trump voru „myrt á hryllilegan hátt af einstaklingum sem bjuggu hér ólöglega,“ að verða vitni að undirrituninni. Trump las upp nöfn þeirra og leyfði foreldrunum að standa yfir sér á meðan hann skrifaði undir tilskipunina. „Í áraraðir hafa fjölmiðlar virt að vettugi sögur Bandaríkjamanna og löglegra borgara sem hafa orðið fórnarlömb opinna landamæra,“ sagði Trump við undirritunina. „Við heyrum í ykkur, við sjáum ykkur og þið verðið aldrei hundsuð aftur.“ Yfirvöld í Mexíkó hafa áður lýst sig andsnúin byggingaráætlunum Trump og sagt að það sé ekki ætlunin að greiða fyrir slíkan múr. Á sama tíma skrifaði Trump undir fyrirskipun sem skerðir fjármagn til þeirra borga sem ekki framfylgja innflytjendastefnu alríkislögreglunnar að fullu, en um er til að mynda að ræða Los Angeles borg. Þar hefur lögreglan ekki mátt taka fólk í yfirheyrslu eingöngu í þeim tilgangi að spyrja það um ríkisborgararétt sinn. Með því er borgin ekki að hlýta að fullu innflytjendastefnu alríkisstjórnarinnar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump mun banna komu fólks frá sjö múslimaríkjum Bannið á að vera í gildi þar til stjórnvöld hafi komið á ferli þar sem bakgrunnur allra þeirra sem koma til landsins er betur kannaður. 25. janúar 2017 11:28 Trump heitir rannsókn á meintu kosningasvindli Fyrir kosningarnar og allt frá því að í ljós kom að hann vann án þess að fá meirihluta atkvæða hefur Trump haldið því fram að milljónir hafi kosið ólöglega. 25. janúar 2017 13:00 Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Donald Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. 25. janúar 2017 11:03 Trump hyggst tilkynna um landamæramúrinn í dag Donald Trump mun á næstu dögum að undirrita nokkrar tilskipanir, sem snúa að innflytjendamálum og öryggi á landamærum landsins. 25. janúar 2017 08:14 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur skrifað undir tilskipun þess efnis að yfirvöld þar í landi skulu hefja byggingu á „óyfirstíganlegum múr“ við landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó. BBC greinir frá.Um er að ræða eitt af alræmdustu kosningaloforðum forsetans, en þar lofaði hann að byggja múr við landamærin að Mexíkó og að yfirvöld þar í landi myndu fá að borga múrinn. Við undirritun tilskipunarinnar í dag dró forsetinn hvergi í land með þá staðhæfingu og sagði hann að yfirvöld í Mexíkó myndu „algjörlega, hundrað prósent“ endurgreiða Bandaríkjunum að fullu fyrir byggingu múrsins. Trump bauð foreldrum þeirra, sem að sögn Trump voru „myrt á hryllilegan hátt af einstaklingum sem bjuggu hér ólöglega,“ að verða vitni að undirrituninni. Trump las upp nöfn þeirra og leyfði foreldrunum að standa yfir sér á meðan hann skrifaði undir tilskipunina. „Í áraraðir hafa fjölmiðlar virt að vettugi sögur Bandaríkjamanna og löglegra borgara sem hafa orðið fórnarlömb opinna landamæra,“ sagði Trump við undirritunina. „Við heyrum í ykkur, við sjáum ykkur og þið verðið aldrei hundsuð aftur.“ Yfirvöld í Mexíkó hafa áður lýst sig andsnúin byggingaráætlunum Trump og sagt að það sé ekki ætlunin að greiða fyrir slíkan múr. Á sama tíma skrifaði Trump undir fyrirskipun sem skerðir fjármagn til þeirra borga sem ekki framfylgja innflytjendastefnu alríkislögreglunnar að fullu, en um er til að mynda að ræða Los Angeles borg. Þar hefur lögreglan ekki mátt taka fólk í yfirheyrslu eingöngu í þeim tilgangi að spyrja það um ríkisborgararétt sinn. Með því er borgin ekki að hlýta að fullu innflytjendastefnu alríkisstjórnarinnar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump mun banna komu fólks frá sjö múslimaríkjum Bannið á að vera í gildi þar til stjórnvöld hafi komið á ferli þar sem bakgrunnur allra þeirra sem koma til landsins er betur kannaður. 25. janúar 2017 11:28 Trump heitir rannsókn á meintu kosningasvindli Fyrir kosningarnar og allt frá því að í ljós kom að hann vann án þess að fá meirihluta atkvæða hefur Trump haldið því fram að milljónir hafi kosið ólöglega. 25. janúar 2017 13:00 Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Donald Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. 25. janúar 2017 11:03 Trump hyggst tilkynna um landamæramúrinn í dag Donald Trump mun á næstu dögum að undirrita nokkrar tilskipanir, sem snúa að innflytjendamálum og öryggi á landamærum landsins. 25. janúar 2017 08:14 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Sjá meira
Trump mun banna komu fólks frá sjö múslimaríkjum Bannið á að vera í gildi þar til stjórnvöld hafi komið á ferli þar sem bakgrunnur allra þeirra sem koma til landsins er betur kannaður. 25. janúar 2017 11:28
Trump heitir rannsókn á meintu kosningasvindli Fyrir kosningarnar og allt frá því að í ljós kom að hann vann án þess að fá meirihluta atkvæða hefur Trump haldið því fram að milljónir hafi kosið ólöglega. 25. janúar 2017 13:00
Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Donald Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. 25. janúar 2017 11:03
Trump hyggst tilkynna um landamæramúrinn í dag Donald Trump mun á næstu dögum að undirrita nokkrar tilskipanir, sem snúa að innflytjendamálum og öryggi á landamærum landsins. 25. janúar 2017 08:14
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila