Trump styður notkun pyndinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2017 23:05 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er opinn fyrir pyndingum. Vísir/AFP Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að hann vilji „láta hart mæta hörðu,“ þegar kemur að aðferðum í baráttunni við hryðjuverk. Hann segist vera opinn fyrir því að leyfa hernum og leyniþjónustunni að nýtast við pyndingar, sem hann segist „algjörlega“ trúa að geri gagn. CNN greinir frá. Að sögn Trump hefur fólk „innan æðstu metorða innan leyniþjónustunnar,“ sagt honum að pyndingar virki, en sérfræðingar á vegum bandaríska hersins hafa áður sagt að slíkar aðferðir dugi skammt í baráttunni við hryðjuverk. Hann segir að miðað við grimmd hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Ríki Íslams, sé það ekkert mál að leyfa svokallaða „vatnsbretta-aðferð.“ „Þegar ISIS er að gera hluti sem enginn hefur heyrt um, síðan á miðöldum, myndi mér finnast erfitt að leyfa vatnsbretta-aðferðina? Að mínu mati eigum við að láta hart mæta hörðu.“ Þar á hann meðal annars við þau tilvik þar sem samtökin hafa afhöfðað saklausa borgara. Trump segir að sér finnist svo vera að Bandaríkin geti ekki barist við Ríki Íslams á jöfnum grundvelli. „Þetta er ekki jafn leikur, ég vil gera allt sem er mögulegt innan lagalegs ramma. Held ég að það virki? Ég held algjörlega að það virki,“ segir Trump, sem á þar við pyndingar. Demókratar, sem og Repúblikanar hafa gagnrýnt hugmyndir Trump um að leyfa pyndingar á ný, sem ítrekað voru notaðar af leyniþjónustunni eftir hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001. Trump hefur þó tekið fram að hann ætli sér að hlusta á skoðanir meðlima ríkisstjórnar sinnar, en Mike Pompeo, sem brátt verður varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt að hann sé mótfallinn því að taka upp pyndingar á ný. „Ég get ekki trúað því að ég yrði beðinn um það, af hálfu verðandi forseta,“ sagði Pompeo meðal annars við fulltrúa varnarmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, þegar hann var spurður út í afstöðu sína til málsins.President Trump tells ABC News he believes waterboarding works – but will "rely" on his Cabinet to determine if the policy is resurrected. pic.twitter.com/0nCFAfhlK1— World News Tonight (@ABCWorldNews) January 25, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að hann vilji „láta hart mæta hörðu,“ þegar kemur að aðferðum í baráttunni við hryðjuverk. Hann segist vera opinn fyrir því að leyfa hernum og leyniþjónustunni að nýtast við pyndingar, sem hann segist „algjörlega“ trúa að geri gagn. CNN greinir frá. Að sögn Trump hefur fólk „innan æðstu metorða innan leyniþjónustunnar,“ sagt honum að pyndingar virki, en sérfræðingar á vegum bandaríska hersins hafa áður sagt að slíkar aðferðir dugi skammt í baráttunni við hryðjuverk. Hann segir að miðað við grimmd hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Ríki Íslams, sé það ekkert mál að leyfa svokallaða „vatnsbretta-aðferð.“ „Þegar ISIS er að gera hluti sem enginn hefur heyrt um, síðan á miðöldum, myndi mér finnast erfitt að leyfa vatnsbretta-aðferðina? Að mínu mati eigum við að láta hart mæta hörðu.“ Þar á hann meðal annars við þau tilvik þar sem samtökin hafa afhöfðað saklausa borgara. Trump segir að sér finnist svo vera að Bandaríkin geti ekki barist við Ríki Íslams á jöfnum grundvelli. „Þetta er ekki jafn leikur, ég vil gera allt sem er mögulegt innan lagalegs ramma. Held ég að það virki? Ég held algjörlega að það virki,“ segir Trump, sem á þar við pyndingar. Demókratar, sem og Repúblikanar hafa gagnrýnt hugmyndir Trump um að leyfa pyndingar á ný, sem ítrekað voru notaðar af leyniþjónustunni eftir hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001. Trump hefur þó tekið fram að hann ætli sér að hlusta á skoðanir meðlima ríkisstjórnar sinnar, en Mike Pompeo, sem brátt verður varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt að hann sé mótfallinn því að taka upp pyndingar á ný. „Ég get ekki trúað því að ég yrði beðinn um það, af hálfu verðandi forseta,“ sagði Pompeo meðal annars við fulltrúa varnarmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, þegar hann var spurður út í afstöðu sína til málsins.President Trump tells ABC News he believes waterboarding works – but will "rely" on his Cabinet to determine if the policy is resurrected. pic.twitter.com/0nCFAfhlK1— World News Tonight (@ABCWorldNews) January 25, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira