Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. janúar 2017 22:42 Donald Trump með tilskipunina. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna horfir á. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. „Við setjum á fót ítarlegar bakgrunnsskoðanir til þess að koma í veg fyrir að róttækir íslamskir hryðjuverkamenn geti komið inn í Bandaríkin,“ sagði Trump í varnarmálaráðuneytinu þar sem hann skrifaði undir tilskipunina. „Við viljum ekki fá þá hingað og við viljum tryggja að við hleypum ekki þeim inn í landið sem við erum að berjast gegn,“ sagð Trump. Ekki hefur verið gefið upp hvað tilskipunin felur nákvæmlega í sér en fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að samkvæmt tilskipuninni verði sett á tímabundið bann á að flóttamönnum verði hleypt inn í Bandaríkin sem og algjört bann á innflytjendur frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.Ótímabundið bann á móttöku flóttamanna frá Sýrlandi Þetta er í samræmi við kosningaloforð Trump þar sem hann hét því að takmarka fjölda innflytjenda frá ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta. „Við viljum bara hleypa þeim í gegn sem við vitum að muni styðja við ríki okkar og elska íbúa þess,“ sagð Trump.Á vef Guardian segir að blaðamenn þess hafi fengið að skoða uppkast af tilskipunnni þar sem kemur fram að 120 daga bann verði sett við móttöku flóttamanna og ótímabundið bann á móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. Þá muni Bandaríkin ekki úthluta íbúum Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Súdan og Jemen vegabréfsáritun næstu 30 daga. Skömmu áður en Trump skrifaði undir tilskipunina var James Mattis settur í embætti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Þá skrifaði Trump einnig undir tilskipun þar sem því er heitið að efla bandaríska herinn til muna.Trump signs 2 executive actions at the Pentagon (corrects number of actions signed) https://t.co/ixbo4KdXye https://t.co/On2pvYCzkd— CNN Politics (@CNNPolitics) January 27, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45 Trump og Pútin munu ræða saman í síma á morgun Forsetarnir munu meðal annars ræða baráttuna gegn hryðjuverkum. 27. janúar 2017 13:27 Vísindamenn berjast gegn þöggun ríkisstjórnar Trump Hafa stofnað fjölda óopinberra Twitter-síðna til að koma út upplýsingum um hnattræna hlýnun og önnur vísindi. 26. janúar 2017 15:36 Trump forseti stendur í ströngu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. „Við setjum á fót ítarlegar bakgrunnsskoðanir til þess að koma í veg fyrir að róttækir íslamskir hryðjuverkamenn geti komið inn í Bandaríkin,“ sagði Trump í varnarmálaráðuneytinu þar sem hann skrifaði undir tilskipunina. „Við viljum ekki fá þá hingað og við viljum tryggja að við hleypum ekki þeim inn í landið sem við erum að berjast gegn,“ sagð Trump. Ekki hefur verið gefið upp hvað tilskipunin felur nákvæmlega í sér en fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að samkvæmt tilskipuninni verði sett á tímabundið bann á að flóttamönnum verði hleypt inn í Bandaríkin sem og algjört bann á innflytjendur frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.Ótímabundið bann á móttöku flóttamanna frá Sýrlandi Þetta er í samræmi við kosningaloforð Trump þar sem hann hét því að takmarka fjölda innflytjenda frá ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta. „Við viljum bara hleypa þeim í gegn sem við vitum að muni styðja við ríki okkar og elska íbúa þess,“ sagð Trump.Á vef Guardian segir að blaðamenn þess hafi fengið að skoða uppkast af tilskipunnni þar sem kemur fram að 120 daga bann verði sett við móttöku flóttamanna og ótímabundið bann á móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. Þá muni Bandaríkin ekki úthluta íbúum Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Súdan og Jemen vegabréfsáritun næstu 30 daga. Skömmu áður en Trump skrifaði undir tilskipunina var James Mattis settur í embætti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Þá skrifaði Trump einnig undir tilskipun þar sem því er heitið að efla bandaríska herinn til muna.Trump signs 2 executive actions at the Pentagon (corrects number of actions signed) https://t.co/ixbo4KdXye https://t.co/On2pvYCzkd— CNN Politics (@CNNPolitics) January 27, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45 Trump og Pútin munu ræða saman í síma á morgun Forsetarnir munu meðal annars ræða baráttuna gegn hryðjuverkum. 27. janúar 2017 13:27 Vísindamenn berjast gegn þöggun ríkisstjórnar Trump Hafa stofnað fjölda óopinberra Twitter-síðna til að koma út upplýsingum um hnattræna hlýnun og önnur vísindi. 26. janúar 2017 15:36 Trump forseti stendur í ströngu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira
Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45
Trump og Pútin munu ræða saman í síma á morgun Forsetarnir munu meðal annars ræða baráttuna gegn hryðjuverkum. 27. janúar 2017 13:27
Vísindamenn berjast gegn þöggun ríkisstjórnar Trump Hafa stofnað fjölda óopinberra Twitter-síðna til að koma út upplýsingum um hnattræna hlýnun og önnur vísindi. 26. janúar 2017 15:36
Trump forseti stendur í ströngu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps. 27. janúar 2017 07:00