Innlent

Minnast Birnu í Kaupmannahöfn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hópur fólks kom saman til að minnast Birnu í Vatnsmýri í vikunni.
Hópur fólks kom saman til að minnast Birnu í Vatnsmýri í vikunni. Vísir/Anton
Minningarathöfn til minningar um Birnu Brjánsdóttur verður haldin fyrir utan sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn á morgun.

Um hundrað manns hafa boðað komu sína en vilja þeir sem ætla að mæta votta fjölskyldu og ástvinum Birnu samúð sína. Blóm og kertaljós verða lögð við bygginguna til minningar um Birnu.

Líkt og greint hefur verið frá fer fram minningarganga um Birnu í Reykjavík á morgun. Gangan hefst klukkan fjögur við Laugaveg 116 á móts við Hlemm. Þeir sem vilja geta lagt blóm við laugaveg 31 þar sem Birna sást síðast. Gangan heldur áfram niður Laugaveg, Ingólfsstræti og á Arnarhól þar sem fólk mun kveikja á kertum. Gangan endar í Lækjargötu þar sem verður einnar mínútu þögn til minningar um Birnu.

Um fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína og segir lögreglan að hún búist við að þúsundir muni taka þátt. Minningarstund um Birnu verður einnig haldin á Akureyri, sem og á Reyðarfirði, á sama tíma og minningargangan fer fram


Tengdar fréttir

Lögregla býst við þúsundum í minningargöngu um Birnu

Ekkert nýtt hefur komið fram í rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur í dag. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa ráðið henni bana voru ekki yfirheyrðir í dag og á Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn málsins, ekki von á því að þeir verði yfirheyrðir næst fyrr en eftir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×