Lögregla býst við þúsundum í minningargöngu um Birnu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. janúar 2017 20:30 Ekkert nýtt hefur komið fram í rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur í dag. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa ráðið henni bana voru ekki yfirheyrðir í dag og á Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn málsins, ekki von á því að þeir verði yfirheyrðir næst fyrr en eftir helgi. Búist er við því að þúsundir manna taki þátt í minningargöngu um Birnu sem fer fram á morgun. Skipuleggjendur göngunnar segjast hafa fengið frábærar viðtökur. Fjölskylda Birnu sé þakklát fyrir framtakið. Það er óhætt að segja mál Birnu Brjánsdóttur, sem hvarf sporlaust úr miðbæ Reykjavíkur þann 14. janúar og fannst látin síðastliðinn sunnudag, hafi snortið marga Íslendinga og er samúð með foreldrum, ættingjum og vinum Birnu áþreifanleg. Um fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á Facebook en í samtali við fréttastofu segist lögregla búast við því að þúsundir manna taki þátt. Lögreglan mun loka götum í miðbænum á meðan gangan stendur yfir í samstarfi við Reykjavíkurborg en hér að neðan má sjá kort af þeim götum sem lokað verður.Gangan hefst klukkan fjögur við Laugaveg 116 á móts við Hlemm. Þeir sem vilja geta lagt blóm við laugaveg 31 þar sem Birna sást síðast. Gangan heldur áfram niður Laugaveg, Ingólfsstræti og á Arnarhól þar sem fólk mun kveikja á kertum. Gangan endar í Lækjargötu þar sem verður einnar mínútu þögn til minningar um Birnu. Skipuleggjendur göngunnar, þær Ninna Karla Katrínardóttir, Guðrún Eva Brandsdóttir og Bryndís Ósk Oddgeirsdóttir, segjast hafa tekið málið mjög nærri sér þrátt fyrir að hafa ekki þekkt Birnu. Þær langaði að minnast Birnu og sýna samstöðu með fjölskyldu hennar. Þær hafi vitað að Íslendingar væru harmi slegnir en bjuggust þó ekki við því að svo margir myndu boða koma sína þegar þær stofnuðu viðburðinn. Þær hafa ráðfært sig við lögreglu og borgaryfirvöld og vonast til þess að allt muni ganga vel.Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Reykjavíkurborg Tengdar fréttir Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Minningarathöfn um Birnu um helgina Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. 23. janúar 2017 20:39 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Ekkert nýtt hefur komið fram í rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur í dag. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa ráðið henni bana voru ekki yfirheyrðir í dag og á Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn málsins, ekki von á því að þeir verði yfirheyrðir næst fyrr en eftir helgi. Búist er við því að þúsundir manna taki þátt í minningargöngu um Birnu sem fer fram á morgun. Skipuleggjendur göngunnar segjast hafa fengið frábærar viðtökur. Fjölskylda Birnu sé þakklát fyrir framtakið. Það er óhætt að segja mál Birnu Brjánsdóttur, sem hvarf sporlaust úr miðbæ Reykjavíkur þann 14. janúar og fannst látin síðastliðinn sunnudag, hafi snortið marga Íslendinga og er samúð með foreldrum, ættingjum og vinum Birnu áþreifanleg. Um fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á Facebook en í samtali við fréttastofu segist lögregla búast við því að þúsundir manna taki þátt. Lögreglan mun loka götum í miðbænum á meðan gangan stendur yfir í samstarfi við Reykjavíkurborg en hér að neðan má sjá kort af þeim götum sem lokað verður.Gangan hefst klukkan fjögur við Laugaveg 116 á móts við Hlemm. Þeir sem vilja geta lagt blóm við laugaveg 31 þar sem Birna sást síðast. Gangan heldur áfram niður Laugaveg, Ingólfsstræti og á Arnarhól þar sem fólk mun kveikja á kertum. Gangan endar í Lækjargötu þar sem verður einnar mínútu þögn til minningar um Birnu. Skipuleggjendur göngunnar, þær Ninna Karla Katrínardóttir, Guðrún Eva Brandsdóttir og Bryndís Ósk Oddgeirsdóttir, segjast hafa tekið málið mjög nærri sér þrátt fyrir að hafa ekki þekkt Birnu. Þær langaði að minnast Birnu og sýna samstöðu með fjölskyldu hennar. Þær hafi vitað að Íslendingar væru harmi slegnir en bjuggust þó ekki við því að svo margir myndu boða koma sína þegar þær stofnuðu viðburðinn. Þær hafa ráðfært sig við lögreglu og borgaryfirvöld og vonast til þess að allt muni ganga vel.Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Reykjavíkurborg
Tengdar fréttir Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Minningarathöfn um Birnu um helgina Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. 23. janúar 2017 20:39 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38
Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Minningarathöfn um Birnu um helgina Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. 23. janúar 2017 20:39
Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42