Lögregla býst við þúsundum í minningargöngu um Birnu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. janúar 2017 20:30 Ekkert nýtt hefur komið fram í rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur í dag. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa ráðið henni bana voru ekki yfirheyrðir í dag og á Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn málsins, ekki von á því að þeir verði yfirheyrðir næst fyrr en eftir helgi. Búist er við því að þúsundir manna taki þátt í minningargöngu um Birnu sem fer fram á morgun. Skipuleggjendur göngunnar segjast hafa fengið frábærar viðtökur. Fjölskylda Birnu sé þakklát fyrir framtakið. Það er óhætt að segja mál Birnu Brjánsdóttur, sem hvarf sporlaust úr miðbæ Reykjavíkur þann 14. janúar og fannst látin síðastliðinn sunnudag, hafi snortið marga Íslendinga og er samúð með foreldrum, ættingjum og vinum Birnu áþreifanleg. Um fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á Facebook en í samtali við fréttastofu segist lögregla búast við því að þúsundir manna taki þátt. Lögreglan mun loka götum í miðbænum á meðan gangan stendur yfir í samstarfi við Reykjavíkurborg en hér að neðan má sjá kort af þeim götum sem lokað verður.Gangan hefst klukkan fjögur við Laugaveg 116 á móts við Hlemm. Þeir sem vilja geta lagt blóm við laugaveg 31 þar sem Birna sást síðast. Gangan heldur áfram niður Laugaveg, Ingólfsstræti og á Arnarhól þar sem fólk mun kveikja á kertum. Gangan endar í Lækjargötu þar sem verður einnar mínútu þögn til minningar um Birnu. Skipuleggjendur göngunnar, þær Ninna Karla Katrínardóttir, Guðrún Eva Brandsdóttir og Bryndís Ósk Oddgeirsdóttir, segjast hafa tekið málið mjög nærri sér þrátt fyrir að hafa ekki þekkt Birnu. Þær langaði að minnast Birnu og sýna samstöðu með fjölskyldu hennar. Þær hafi vitað að Íslendingar væru harmi slegnir en bjuggust þó ekki við því að svo margir myndu boða koma sína þegar þær stofnuðu viðburðinn. Þær hafa ráðfært sig við lögreglu og borgaryfirvöld og vonast til þess að allt muni ganga vel.Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Reykjavíkurborg Tengdar fréttir Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Minningarathöfn um Birnu um helgina Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. 23. janúar 2017 20:39 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Ekkert nýtt hefur komið fram í rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur í dag. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa ráðið henni bana voru ekki yfirheyrðir í dag og á Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn málsins, ekki von á því að þeir verði yfirheyrðir næst fyrr en eftir helgi. Búist er við því að þúsundir manna taki þátt í minningargöngu um Birnu sem fer fram á morgun. Skipuleggjendur göngunnar segjast hafa fengið frábærar viðtökur. Fjölskylda Birnu sé þakklát fyrir framtakið. Það er óhætt að segja mál Birnu Brjánsdóttur, sem hvarf sporlaust úr miðbæ Reykjavíkur þann 14. janúar og fannst látin síðastliðinn sunnudag, hafi snortið marga Íslendinga og er samúð með foreldrum, ættingjum og vinum Birnu áþreifanleg. Um fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á Facebook en í samtali við fréttastofu segist lögregla búast við því að þúsundir manna taki þátt. Lögreglan mun loka götum í miðbænum á meðan gangan stendur yfir í samstarfi við Reykjavíkurborg en hér að neðan má sjá kort af þeim götum sem lokað verður.Gangan hefst klukkan fjögur við Laugaveg 116 á móts við Hlemm. Þeir sem vilja geta lagt blóm við laugaveg 31 þar sem Birna sást síðast. Gangan heldur áfram niður Laugaveg, Ingólfsstræti og á Arnarhól þar sem fólk mun kveikja á kertum. Gangan endar í Lækjargötu þar sem verður einnar mínútu þögn til minningar um Birnu. Skipuleggjendur göngunnar, þær Ninna Karla Katrínardóttir, Guðrún Eva Brandsdóttir og Bryndís Ósk Oddgeirsdóttir, segjast hafa tekið málið mjög nærri sér þrátt fyrir að hafa ekki þekkt Birnu. Þær langaði að minnast Birnu og sýna samstöðu með fjölskyldu hennar. Þær hafi vitað að Íslendingar væru harmi slegnir en bjuggust þó ekki við því að svo margir myndu boða koma sína þegar þær stofnuðu viðburðinn. Þær hafa ráðfært sig við lögreglu og borgaryfirvöld og vonast til þess að allt muni ganga vel.Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Reykjavíkurborg
Tengdar fréttir Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Minningarathöfn um Birnu um helgina Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. 23. janúar 2017 20:39 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38
Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Minningarathöfn um Birnu um helgina Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. 23. janúar 2017 20:39
Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42