„Erum mannleg og þurfum að geta grátið“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2017 14:32 Björgunarsveitarmenn eru mannlegir eins og aðrir og þurfa að geta grátið og sýnt tilfinningar. Þetta segir Guðbrandur Örn Arnarsson, úr Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, en hann var gestur Heims Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þeir leitina að Birnu Brjánsdóttur, hvernig unnið hafi verið að henni og fleira. Hann segir að í þessu tilviki hafi verið farið tiltölulega fljótt af stað við leit. Sporhundar sendir af stað og farið í aðrar aðgerðir. Sívaxandi þungi hafi síðan komið í málið og björgunarsveitir kallaðar til stærri leitar. „Það sem var kannski erfitt við þessa leit er að frá upphafi voru engar upplýsingar eða vísbendingar að finna í málinu. Þess vegna var þetta snúið verkefni. Vanalegast höfum við einhvern útgangspunkt leitar og hann varð ljós eftir að búið var að skoða myndavélar. Lögreglan fór og vann þar, að mínu mati, þrekvirki, að finna út þessa seinustu metra sem vitað er með vissu hvaða leið hún hefði gengið.“ Guðbrandur segir að sú mynd hafi sífellt orðið skýrari, en skortur á upplýsingum gerði björgunarsveitum mjög erfitt fyrir. Fyrst hafi til dæmis verið byrjað að leita í miðbænum. Hann segir björgunarsveitirnar alltaf vinna út frá mörgum sviðsmyndum. Þar á meðal er besta mögulega útkoman og sú versta. Sú besta gæti verið að einhver hafi ílengst í bænum og sú versta að einhver hafi orðið fyrir óláni sem ekki sé hægt að taka aftur. Annað hvort af sínum eigin völdum eða annarra. „Kjarninn er sá að við reynum að vinna eftir ákveðinni aðferðarfræði og reynum að finna skjólstæðinginn með öllum tiltækum ráðum,“ segir Guðbrandur. Mikill fjöldi björgunarsveitarmanna og kvenna tóku þátt í leitinni. Gamlir meðlimir komu aftur til að hjálpa og Guðbrandur segir að um 900 manns hafi tekið þátt. Ekki hafi eingöngu verið að leita að Birnu, heldur einnig að mögulegum vísbendingum. Björgunarsveitarmenn eru auðvitað bara manneskjur og Guðbrandur segir mjög gott ferli hafa skapast eftir bitra reynslu vegna snjóflóðanna í Súðavík og Flateyri. „Þau kenndu okkur það að við erum mannleg og þurfum að geta grátið eða sýnt tilfinningar og það er engin skömm af því og hópar koma saman eftir erfiða atburði og halda viðrunarfundi. Það er mjög opin og góð umræða um sálrænan stuðning.“ Enn fremur segir Guðbrandur að allir séu snertir af málum Björgunarsveitanna og stundum safnist tilfinningar jafnvel upp. Landsbjörg sé þó alltaf meðvituð um þennan mannlega þátt og stuðningurinn innan félagsins sé góður. Víglínan Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Björgunarsveitarmenn eru mannlegir eins og aðrir og þurfa að geta grátið og sýnt tilfinningar. Þetta segir Guðbrandur Örn Arnarsson, úr Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, en hann var gestur Heims Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þeir leitina að Birnu Brjánsdóttur, hvernig unnið hafi verið að henni og fleira. Hann segir að í þessu tilviki hafi verið farið tiltölulega fljótt af stað við leit. Sporhundar sendir af stað og farið í aðrar aðgerðir. Sívaxandi þungi hafi síðan komið í málið og björgunarsveitir kallaðar til stærri leitar. „Það sem var kannski erfitt við þessa leit er að frá upphafi voru engar upplýsingar eða vísbendingar að finna í málinu. Þess vegna var þetta snúið verkefni. Vanalegast höfum við einhvern útgangspunkt leitar og hann varð ljós eftir að búið var að skoða myndavélar. Lögreglan fór og vann þar, að mínu mati, þrekvirki, að finna út þessa seinustu metra sem vitað er með vissu hvaða leið hún hefði gengið.“ Guðbrandur segir að sú mynd hafi sífellt orðið skýrari, en skortur á upplýsingum gerði björgunarsveitum mjög erfitt fyrir. Fyrst hafi til dæmis verið byrjað að leita í miðbænum. Hann segir björgunarsveitirnar alltaf vinna út frá mörgum sviðsmyndum. Þar á meðal er besta mögulega útkoman og sú versta. Sú besta gæti verið að einhver hafi ílengst í bænum og sú versta að einhver hafi orðið fyrir óláni sem ekki sé hægt að taka aftur. Annað hvort af sínum eigin völdum eða annarra. „Kjarninn er sá að við reynum að vinna eftir ákveðinni aðferðarfræði og reynum að finna skjólstæðinginn með öllum tiltækum ráðum,“ segir Guðbrandur. Mikill fjöldi björgunarsveitarmanna og kvenna tóku þátt í leitinni. Gamlir meðlimir komu aftur til að hjálpa og Guðbrandur segir að um 900 manns hafi tekið þátt. Ekki hafi eingöngu verið að leita að Birnu, heldur einnig að mögulegum vísbendingum. Björgunarsveitarmenn eru auðvitað bara manneskjur og Guðbrandur segir mjög gott ferli hafa skapast eftir bitra reynslu vegna snjóflóðanna í Súðavík og Flateyri. „Þau kenndu okkur það að við erum mannleg og þurfum að geta grátið eða sýnt tilfinningar og það er engin skömm af því og hópar koma saman eftir erfiða atburði og halda viðrunarfundi. Það er mjög opin og góð umræða um sálrænan stuðning.“ Enn fremur segir Guðbrandur að allir séu snertir af málum Björgunarsveitanna og stundum safnist tilfinningar jafnvel upp. Landsbjörg sé þó alltaf meðvituð um þennan mannlega þátt og stuðningurinn innan félagsins sé góður.
Víglínan Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira