Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2017 20:00 Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grænland er fámennt samfélag með um 56 þúsund íbúa, um einn sjötta af íbúafjölda Íslands. Í höfuðstaðnum Nuuk finna fréttamenn Stöðvar 2 það sterkt hvað Grænlendingum er brugðið vegna þessa skelfilega atburðar á Íslandi. Frá því grænlensku sjómennirnir voru handteknir hefur þetta verið langstærsta fréttin í fjölmiðlum Grænlands, og miklu rými varið til að fjalla um alla anga málsins. Sjónvarpsstöðin KNR er ríkissjónvarp Grænlands og þar hefur fréttamaðurinn Nuno Isbosethsen fjallað einna mest um málið.Nuno Isbosethsen ræðir við fréttamann Stöðvar 2.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Maður finnur að allir á Grænlandi fylgjast náið með þessu máli. Það er alveg ljóst að allt samfélagið fylgist með því,” segir Nuno. Svo virðist sem margir Grænlendingar hafi þá tilfinningu að þetta sé þeim sem þjóð að kenna. „Já, það má segja það. Margir telja sig meðseka í málinu. Til dæmis finnst fjölskyldu minni, vinum mínum og vinkonum að þau geti ekki talað við Íslendinga. Þau skammast sín fyrir að vera Grænlendingar um þessar mundir,” segir fréttakona grænlenska ríkissjónvarpsins. Nuuk er langfjölmennasti bær Grænlands með um 17 þúsund íbúa og er ekki stærri en svo að þar kannast allir við alla. Við spurðum borgarstjóra Nuuk, Asii Chemnitz Narup, hvaða tilfinningar bærðust með grænlensku þjóðinni í tengslum við þetta mál:Asii Chemnitz Narup, borgarstjóri í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við erum öll mjög snortin yfir því sem gerðist. Við skulum ekki dæma neinn. En morð hefur bersýnilega verið framið,” segir Asii. „Þegar við eigum í svo nánu og þýðingarmiklu sambandi við Ísland og þegar óhugnanlegur atburður á sér stað meðal vina okkar, og okkar fólk á í hlut, snertir það okkur mikið. Mér finnst ég næstum finna fyrir sameiginlegri sektarkennd. Þetta er hörmulegt,” segir borgarstjórinn í Nuuk. Íslendingar í Nuuk hafa fundið fyrir sterkri samúð sem grænlenska þjóðin hefur sýnt minningu Birnu og fjölskyldu hennar, eins og sjá mátti í þessari frétt Stöðvar 2. Þar var rætt við Ingibjörgu Gísladóttur, sem búið hefur á Grænlandi um árabil. Tengdar fréttir Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grænland er fámennt samfélag með um 56 þúsund íbúa, um einn sjötta af íbúafjölda Íslands. Í höfuðstaðnum Nuuk finna fréttamenn Stöðvar 2 það sterkt hvað Grænlendingum er brugðið vegna þessa skelfilega atburðar á Íslandi. Frá því grænlensku sjómennirnir voru handteknir hefur þetta verið langstærsta fréttin í fjölmiðlum Grænlands, og miklu rými varið til að fjalla um alla anga málsins. Sjónvarpsstöðin KNR er ríkissjónvarp Grænlands og þar hefur fréttamaðurinn Nuno Isbosethsen fjallað einna mest um málið.Nuno Isbosethsen ræðir við fréttamann Stöðvar 2.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Maður finnur að allir á Grænlandi fylgjast náið með þessu máli. Það er alveg ljóst að allt samfélagið fylgist með því,” segir Nuno. Svo virðist sem margir Grænlendingar hafi þá tilfinningu að þetta sé þeim sem þjóð að kenna. „Já, það má segja það. Margir telja sig meðseka í málinu. Til dæmis finnst fjölskyldu minni, vinum mínum og vinkonum að þau geti ekki talað við Íslendinga. Þau skammast sín fyrir að vera Grænlendingar um þessar mundir,” segir fréttakona grænlenska ríkissjónvarpsins. Nuuk er langfjölmennasti bær Grænlands með um 17 þúsund íbúa og er ekki stærri en svo að þar kannast allir við alla. Við spurðum borgarstjóra Nuuk, Asii Chemnitz Narup, hvaða tilfinningar bærðust með grænlensku þjóðinni í tengslum við þetta mál:Asii Chemnitz Narup, borgarstjóri í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við erum öll mjög snortin yfir því sem gerðist. Við skulum ekki dæma neinn. En morð hefur bersýnilega verið framið,” segir Asii. „Þegar við eigum í svo nánu og þýðingarmiklu sambandi við Ísland og þegar óhugnanlegur atburður á sér stað meðal vina okkar, og okkar fólk á í hlut, snertir það okkur mikið. Mér finnst ég næstum finna fyrir sameiginlegri sektarkennd. Þetta er hörmulegt,” segir borgarstjórinn í Nuuk. Íslendingar í Nuuk hafa fundið fyrir sterkri samúð sem grænlenska þjóðin hefur sýnt minningu Birnu og fjölskyldu hennar, eins og sjá mátti í þessari frétt Stöðvar 2. Þar var rætt við Ingibjörgu Gísladóttur, sem búið hefur á Grænlandi um árabil.
Tengdar fréttir Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00
Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42