Infantino: Ekki búið að ákveða skiptingu á milli heimsálfa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2017 18:15 Gianni Infantino, forseti FIFA, hélt í dag blaðamannafund þar sem hann svaraði spurningum um nýja 48 liða heimsmeistarakeppni í knattspyrnu. Í dag var staðfest að frá og með HM 2026 verði 48 þátttökuþjóðir í keppininni, ekki 32 eins og verið hefur. Sjá einnig: 48 liða HM samþykkt hjá FIFA Infantino lagði ríka áherslu á að leikjaálagið á leikmenn verði ekki meira með nýju fyrirkomulagi. Mótið stendur enn yfir í 32 daga og lið sem fara alla leið spila sjö leiki. Hann sagði enn fremur að enn væri ekki búið að ákveða hvernig ætti að deila aukasætunum sextán á milli heimsálfa. „Mótsreglurnar verða samdar nokkrum árum fyrir mótið og er ekki búið að ákveða neitt núna,“ sagði hann. Orðrómur er á kreiki að Evrópa fái aðeins þrjú aukasæti, sextán í stað þrettán. Asía og Afríak fái hins vegar fleiri sæti og fari nálægt því að tvöfalda fjölda liða sem komast á HM frá þeim heimsálfum. Infantino benti á að 54 aðildarsambönd eru í Afríku en 53 í Evrópu. Samt sé Evrópa með þrettán þátttökuþjóðir en Afríka fimm. „Þetta er að sjálfsögðu eitthvað sem við munum skoða,“ bætti forsetinn við. Þá hefur einnig veirð rætt um þann möguleika að vítaspyrnukeppni verði notuð til að knýja fram niðurstöðu í leikjum sem lýkur með jafntefli í riðlakeppninni. Sjá einnig: Verður jafnteflum útrýmt á HM? Infantino sagði að það væri ekki búið að ákveða neitt í þeim efnum. „Það verður ákveðið síðar. Það eru nú þegar til reglur til að skera á milli þjóða sem eru jafnar að stigum og við þurfum að athuga hvort við þurfum að nota aðrar leiðir til þess,“ sagði Infantino. Liðunum 48 verður skipt í sextán þriggja liða riðla. Tvö lið komast áfram í 32-liða úrslitin og staðfesti Infantino í dag að sigurvegari hvers riðils mun spila gegn liði sem lenti í 2. sæti síns riðils í 32-liða úrslitunum. Ekki hefur verið ákveðið hvar HM 2026 fer fram en útboðsferli keppninnar lýkur árið 2020. Fótbolti Tengdar fréttir 48 liða HM samþykkt hjá FIFA Liðunum verður skipt í sextán þriggja liða riðla. Nýja fyrirkomulagið tekur gildi árið 2026. Tillagan var samþykkt einróma. 10. janúar 2017 09:54 Verður jafnteflum útrýmt á HM? Búist við því að tilkynnt á morgun um fjölgun þátttökuþjóða á HM í knattspyrnu úr 32 í 48. 9. janúar 2017 16:00 Forseti FIFA segir meirihluta knattspyrnusambanda heims styðja 48 þjóða HM Það lítur flest út fyrir það að heimsmeistaramótið í knattspyrnu verði orðin 48 þjóða keppni áður en langt um líður. 28. desember 2016 10:00 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira
Gianni Infantino, forseti FIFA, hélt í dag blaðamannafund þar sem hann svaraði spurningum um nýja 48 liða heimsmeistarakeppni í knattspyrnu. Í dag var staðfest að frá og með HM 2026 verði 48 þátttökuþjóðir í keppininni, ekki 32 eins og verið hefur. Sjá einnig: 48 liða HM samþykkt hjá FIFA Infantino lagði ríka áherslu á að leikjaálagið á leikmenn verði ekki meira með nýju fyrirkomulagi. Mótið stendur enn yfir í 32 daga og lið sem fara alla leið spila sjö leiki. Hann sagði enn fremur að enn væri ekki búið að ákveða hvernig ætti að deila aukasætunum sextán á milli heimsálfa. „Mótsreglurnar verða samdar nokkrum árum fyrir mótið og er ekki búið að ákveða neitt núna,“ sagði hann. Orðrómur er á kreiki að Evrópa fái aðeins þrjú aukasæti, sextán í stað þrettán. Asía og Afríak fái hins vegar fleiri sæti og fari nálægt því að tvöfalda fjölda liða sem komast á HM frá þeim heimsálfum. Infantino benti á að 54 aðildarsambönd eru í Afríku en 53 í Evrópu. Samt sé Evrópa með þrettán þátttökuþjóðir en Afríka fimm. „Þetta er að sjálfsögðu eitthvað sem við munum skoða,“ bætti forsetinn við. Þá hefur einnig veirð rætt um þann möguleika að vítaspyrnukeppni verði notuð til að knýja fram niðurstöðu í leikjum sem lýkur með jafntefli í riðlakeppninni. Sjá einnig: Verður jafnteflum útrýmt á HM? Infantino sagði að það væri ekki búið að ákveða neitt í þeim efnum. „Það verður ákveðið síðar. Það eru nú þegar til reglur til að skera á milli þjóða sem eru jafnar að stigum og við þurfum að athuga hvort við þurfum að nota aðrar leiðir til þess,“ sagði Infantino. Liðunum 48 verður skipt í sextán þriggja liða riðla. Tvö lið komast áfram í 32-liða úrslitin og staðfesti Infantino í dag að sigurvegari hvers riðils mun spila gegn liði sem lenti í 2. sæti síns riðils í 32-liða úrslitunum. Ekki hefur verið ákveðið hvar HM 2026 fer fram en útboðsferli keppninnar lýkur árið 2020.
Fótbolti Tengdar fréttir 48 liða HM samþykkt hjá FIFA Liðunum verður skipt í sextán þriggja liða riðla. Nýja fyrirkomulagið tekur gildi árið 2026. Tillagan var samþykkt einróma. 10. janúar 2017 09:54 Verður jafnteflum útrýmt á HM? Búist við því að tilkynnt á morgun um fjölgun þátttökuþjóða á HM í knattspyrnu úr 32 í 48. 9. janúar 2017 16:00 Forseti FIFA segir meirihluta knattspyrnusambanda heims styðja 48 þjóða HM Það lítur flest út fyrir það að heimsmeistaramótið í knattspyrnu verði orðin 48 þjóða keppni áður en langt um líður. 28. desember 2016 10:00 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira
48 liða HM samþykkt hjá FIFA Liðunum verður skipt í sextán þriggja liða riðla. Nýja fyrirkomulagið tekur gildi árið 2026. Tillagan var samþykkt einróma. 10. janúar 2017 09:54
Verður jafnteflum útrýmt á HM? Búist við því að tilkynnt á morgun um fjölgun þátttökuþjóða á HM í knattspyrnu úr 32 í 48. 9. janúar 2017 16:00
Forseti FIFA segir meirihluta knattspyrnusambanda heims styðja 48 þjóða HM Það lítur flest út fyrir það að heimsmeistaramótið í knattspyrnu verði orðin 48 þjóða keppni áður en langt um líður. 28. desember 2016 10:00