Vilhjálmur: Kröfur sjómanna ekki að fara að setja íslenska útgerð á hausinn sunna karen sigurþórsdótitr skrifar 12. janúar 2017 08:36 Frá fundi deiluaðila hjá Ríkissáttarsemjara á dögunum. Vilhjálmur er annar frá vinstri. Vísir/Stefán Fjórði fundur í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna á jafnmörgum dögum verður haldinn í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11 í dag. Eitthvað er farið að þokast í viðræðunum, en að sögn Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, er enn langt í land. „Það er alveg ljóst að þessi fæðing að nýjum kjarasamningi gengur dálítið erfiðlega og það er ekki farið að sjást í kollinn á nýjum samningi, svo mikið er víst,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að stóru kröfurnar verði lagðar til hliðar um sinn á meðan reynt sé að ná samkomulagi um þær minni. Í dag verði fæðismál sjómanna rædd, en farið er fram á frítt fæði um borð. „Þær kröfur sem við höfum lagt fram núna eru skýlausar kröfur sjómanna. Þetta eru hógværar kröfur og útgerðin hefur vel efni á að koma til móts við þær, og það verður hvergi kvikað frá þeim kröfum. [...] Við erum með kolfelldan kjarasamning. Áttatíu prósent sjómanna felldi hann og ef við eigum að ná í gegn kjarasamningi þá verðum við að ná fram þessum atriðum sem við höfum lagt fram.“ Sjómenn hafa þegar fellt tvo kjarasamninga og segir Vilhjálmur ekki koma til greina að láta fella þriðja samninginn, þess vegna muni samninganefndin ekki kvika frá sínum kröfum. „Hvað eigum við að gera? Eigum við að fara með þriðja samninginn og láta fella hann aftur? Ég segi nei, það er bara tilgangslaust. Útgerðarmenn vita hvað þarf að koma til, til að ganga frá þessum kjarasamningi og það er algjörlega morgunljóst að mínu mati að sá kostnaður sem af því hlýst er ekki að fara að setja íslenska útgerð á hausinn, svo mikið er víst.“ Vilhjálmur ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: „Sé ekki fyrir mér að við setjum lög á sjómenn“ Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það útilokað að sínu mati. 11. janúar 2017 10:51 Sjómenn og útvegsmenn halda áfram viðræðum Þriðji fundurinn á jafnmörgum dögum í dag. 11. janúar 2017 07:49 Sjómenn segjast upplifa hroka og virðingaleysi og boða til mótmæla Sjómenn funda í kjaradeilunni og mótmæla á sama tíma. 9. janúar 2017 10:48 Greiða hálfan milljarð vegna verkfalls Atvinnuleysistryggingasjóður áætlar að greiða hálfan milljarð króna í janúar vegna verkfalls sjómanna. 10. janúar 2017 07:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
Fjórði fundur í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna á jafnmörgum dögum verður haldinn í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11 í dag. Eitthvað er farið að þokast í viðræðunum, en að sögn Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, er enn langt í land. „Það er alveg ljóst að þessi fæðing að nýjum kjarasamningi gengur dálítið erfiðlega og það er ekki farið að sjást í kollinn á nýjum samningi, svo mikið er víst,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að stóru kröfurnar verði lagðar til hliðar um sinn á meðan reynt sé að ná samkomulagi um þær minni. Í dag verði fæðismál sjómanna rædd, en farið er fram á frítt fæði um borð. „Þær kröfur sem við höfum lagt fram núna eru skýlausar kröfur sjómanna. Þetta eru hógværar kröfur og útgerðin hefur vel efni á að koma til móts við þær, og það verður hvergi kvikað frá þeim kröfum. [...] Við erum með kolfelldan kjarasamning. Áttatíu prósent sjómanna felldi hann og ef við eigum að ná í gegn kjarasamningi þá verðum við að ná fram þessum atriðum sem við höfum lagt fram.“ Sjómenn hafa þegar fellt tvo kjarasamninga og segir Vilhjálmur ekki koma til greina að láta fella þriðja samninginn, þess vegna muni samninganefndin ekki kvika frá sínum kröfum. „Hvað eigum við að gera? Eigum við að fara með þriðja samninginn og láta fella hann aftur? Ég segi nei, það er bara tilgangslaust. Útgerðarmenn vita hvað þarf að koma til, til að ganga frá þessum kjarasamningi og það er algjörlega morgunljóst að mínu mati að sá kostnaður sem af því hlýst er ekki að fara að setja íslenska útgerð á hausinn, svo mikið er víst.“ Vilhjálmur ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: „Sé ekki fyrir mér að við setjum lög á sjómenn“ Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það útilokað að sínu mati. 11. janúar 2017 10:51 Sjómenn og útvegsmenn halda áfram viðræðum Þriðji fundurinn á jafnmörgum dögum í dag. 11. janúar 2017 07:49 Sjómenn segjast upplifa hroka og virðingaleysi og boða til mótmæla Sjómenn funda í kjaradeilunni og mótmæla á sama tíma. 9. janúar 2017 10:48 Greiða hálfan milljarð vegna verkfalls Atvinnuleysistryggingasjóður áætlar að greiða hálfan milljarð króna í janúar vegna verkfalls sjómanna. 10. janúar 2017 07:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
Þorgerður Katrín: „Sé ekki fyrir mér að við setjum lög á sjómenn“ Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það útilokað að sínu mati. 11. janúar 2017 10:51
Sjómenn og útvegsmenn halda áfram viðræðum Þriðji fundurinn á jafnmörgum dögum í dag. 11. janúar 2017 07:49
Sjómenn segjast upplifa hroka og virðingaleysi og boða til mótmæla Sjómenn funda í kjaradeilunni og mótmæla á sama tíma. 9. janúar 2017 10:48
Greiða hálfan milljarð vegna verkfalls Atvinnuleysistryggingasjóður áætlar að greiða hálfan milljarð króna í janúar vegna verkfalls sjómanna. 10. janúar 2017 07:00