Greiða hálfan milljarð vegna verkfalls Sveinn Arnarsson skrifar 10. janúar 2017 07:00 Sjómenn hafa ítrekað hafnað nýjum kjarasamningi. vísir/stefán Alls hafa 36 fyrirtæki í fiskvinnslu sagt upp fleiri en einum starfsmanni vegna vinnslustöðvunar á fiski sökum verkfalls sjómanna sem staðið hefur yfir síðan 14. desember síðastliðinn. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að um hálfum milljarði verði varið úr atvinnuleysistryggingasjóði í janúarmánuði einum vegna verkfalls sjómanna. Sjómannaverkfallið hefur að sögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi haft skaðleg áhrif á markaði erlendis og eru margir hverjir í hættu vegna verkfallsins og útflutningstekjur hafa dregist saman.Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjariUm 1.100 manns hefur verið sagt upp í fiskvinnslum landsins og eru flest störfin á Norðurlandi eystra. Allt að því jafnmörgum starfsmönnum hefur verið sagt upp á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjunum samanlagt og á Norðurlandi eystra. Á Vestfjörðum hafa á annað hundrað misst vinnuna vegna verkfalls sjómanna sem verður að teljast mjög stórt hlutfall starfandi einstaklinga á Vestfjörðum. Sjómenn boðuðu til mótmæla fyrir utan Karphúsið í gær er fundur í deilunni fór fram. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir það fagnaðarefni að menn skuli enn tala saman en þó beri enn mikið í milli. Boðað var til annars fundar í dag og mun því samtalið halda áfram. Einnig verður að taka fram að fiskvinnslur geta haldið fólki enn við störf þó hráefnisskortur sé viðvarandi en kostnaður við laun starfsmanna er greiddur úr atvinnuleysistryggingasjóði á grundvelli laga. Fyrirtæki sækja þá um styrk eftir á fyrir launum starfsmanna sinna. Vitað er að bæði HB Grandi og Síldarvinnslan í Neskaupstað munu fara þá leiðina og því eru tölur um atvinnuleysi í fiskvinnslu frekar van- en ofáætlaðar. Samherji er það fyrirtæki sem sagt hefur upp flestum starfsmönnum, eða um 200 bæði hjá Samherja og ÚA, en Samherji tók yfir þá landvinnslu árið 2011. Athygli vekur að rúmur helmingur þeirra sem sagt hefur verið upp vegna verkfalls sjómanna eru erlendir ríkisborgarar. Þar eru Pólverjar í miklum meirihluta, eða tæplega fjórir af hverjum tíu þeirra sem sagt hefur verið upp.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn segjast upplifa hroka og virðingaleysi og boða til mótmæla Sjómenn funda í kjaradeilunni og mótmæla á sama tíma. 9. janúar 2017 10:48 Skriður kominn á samningaviðræður sjómanna Sjómenn sætta sig ekki við kjararýrnun og vilja fá sjómannaafsláttinn sinn til baka. Þeir mættu fyrir utan Karphúsið í dag til að sýna samninganefnd sinni samstöðu. Skriður virðist vera að komast á samningaviðræður þeirra og útgerðarmanna. 9. janúar 2017 18:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Sjá meira
Alls hafa 36 fyrirtæki í fiskvinnslu sagt upp fleiri en einum starfsmanni vegna vinnslustöðvunar á fiski sökum verkfalls sjómanna sem staðið hefur yfir síðan 14. desember síðastliðinn. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að um hálfum milljarði verði varið úr atvinnuleysistryggingasjóði í janúarmánuði einum vegna verkfalls sjómanna. Sjómannaverkfallið hefur að sögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi haft skaðleg áhrif á markaði erlendis og eru margir hverjir í hættu vegna verkfallsins og útflutningstekjur hafa dregist saman.Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjariUm 1.100 manns hefur verið sagt upp í fiskvinnslum landsins og eru flest störfin á Norðurlandi eystra. Allt að því jafnmörgum starfsmönnum hefur verið sagt upp á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjunum samanlagt og á Norðurlandi eystra. Á Vestfjörðum hafa á annað hundrað misst vinnuna vegna verkfalls sjómanna sem verður að teljast mjög stórt hlutfall starfandi einstaklinga á Vestfjörðum. Sjómenn boðuðu til mótmæla fyrir utan Karphúsið í gær er fundur í deilunni fór fram. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir það fagnaðarefni að menn skuli enn tala saman en þó beri enn mikið í milli. Boðað var til annars fundar í dag og mun því samtalið halda áfram. Einnig verður að taka fram að fiskvinnslur geta haldið fólki enn við störf þó hráefnisskortur sé viðvarandi en kostnaður við laun starfsmanna er greiddur úr atvinnuleysistryggingasjóði á grundvelli laga. Fyrirtæki sækja þá um styrk eftir á fyrir launum starfsmanna sinna. Vitað er að bæði HB Grandi og Síldarvinnslan í Neskaupstað munu fara þá leiðina og því eru tölur um atvinnuleysi í fiskvinnslu frekar van- en ofáætlaðar. Samherji er það fyrirtæki sem sagt hefur upp flestum starfsmönnum, eða um 200 bæði hjá Samherja og ÚA, en Samherji tók yfir þá landvinnslu árið 2011. Athygli vekur að rúmur helmingur þeirra sem sagt hefur verið upp vegna verkfalls sjómanna eru erlendir ríkisborgarar. Þar eru Pólverjar í miklum meirihluta, eða tæplega fjórir af hverjum tíu þeirra sem sagt hefur verið upp.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn segjast upplifa hroka og virðingaleysi og boða til mótmæla Sjómenn funda í kjaradeilunni og mótmæla á sama tíma. 9. janúar 2017 10:48 Skriður kominn á samningaviðræður sjómanna Sjómenn sætta sig ekki við kjararýrnun og vilja fá sjómannaafsláttinn sinn til baka. Þeir mættu fyrir utan Karphúsið í dag til að sýna samninganefnd sinni samstöðu. Skriður virðist vera að komast á samningaviðræður þeirra og útgerðarmanna. 9. janúar 2017 18:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Sjá meira
Sjómenn segjast upplifa hroka og virðingaleysi og boða til mótmæla Sjómenn funda í kjaradeilunni og mótmæla á sama tíma. 9. janúar 2017 10:48
Skriður kominn á samningaviðræður sjómanna Sjómenn sætta sig ekki við kjararýrnun og vilja fá sjómannaafsláttinn sinn til baka. Þeir mættu fyrir utan Karphúsið í dag til að sýna samninganefnd sinni samstöðu. Skriður virðist vera að komast á samningaviðræður þeirra og útgerðarmanna. 9. janúar 2017 18:00