Ætla ekki að una niðurstöðu um að ríkið eignist Fell Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 12. janúar 2017 19:30 Sýslumannsembættið á Suðurlandi ætlar á næstu dögum að ganga frá kaupum ríkisins á jörðinni Felli í Suðursveit, sem nær yfir stóran hluta Jökulsárlóns. Hluthafar í félagi sem áður hafði fengið samþykkt tilboð í jörðina, segja tilboð ríkisins aftur á móti vera ólöglegt þar sem það hafi borist of seint. Farið verður með málið fyrir dómstóla. Jörðin Fell í Suðursveit var fjórða nóvember síðastliðinn seld í nauðungarsölu á almennum markaði til að slíta sameign. Jörðin var seld til félagsins Fögrusala ehf og var kaupverðið rúmur einn og hálfur milljarður króna. Um er að ræða einn fjölsóttasta ferðamannastað landsins.Fréttablaðið greinir frá því í dag að ákvörðun stjórnvalda um að nýta forkaupsréttinn hafi komið fram of seint. Þann þriðja janúar voru sextíu dagar síðan nauðungaruppboðið fór fram og því var fresturinn liðinn á þeim degi, en tilboð ríkisins barst níunda janúar. Eru menn ósammála um hvort miða eigi við daginn sem kauptilboðið barst í jörðina, eða daginn sem kauptilboðið var samþykkt formlega hjá embætti Sýslumanns á Suðurlandi. Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður, sendi í kjölfar umfjöllunar um málið í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að ákvörðun fjármálaráðuneytisins um að kaupa jörðina hafi komið innan þess tíma sem ríkið hafði til umhugsunar. Kaupandinn, félagið Fögrusalir ehf, hafi samþykkt skilmála í kaupsamningi um að frestur ríkisins til að ganga inn í tilboðið hafi verið til tíunda janúar. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður lögmaður Fögrusala, vísar þessu alfarið á bug. „Það mun liggja fyrir samkvæmt ákvörðun sýslumans í dag til okkar að hann hafi miðað við dagsetningu kaupsamningsins, sem var ellefti nóvember. Það liggur hins vegar skýrt fyrir samkvæmt náttúruverndarlögum að sextíu daga fresturinn byrjar að líða um leið og ríkinu berst tilboðið. Alveg óháð því hvenær kaupsamningurinn er gerður,“ segir hann. Farið verður með málið fyrir dómstóla. „Sýslumaðurinn á Suðurlandi hefur tilkynnt okkur það, reyndar í tölvupósti, að þeir hafi ákveðið að láta ríkið hafa þetta. Við munum að sjálfsögðu ekki una þeirri ákvörðun og bera hana undir dómstóla.“ Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira
Sýslumannsembættið á Suðurlandi ætlar á næstu dögum að ganga frá kaupum ríkisins á jörðinni Felli í Suðursveit, sem nær yfir stóran hluta Jökulsárlóns. Hluthafar í félagi sem áður hafði fengið samþykkt tilboð í jörðina, segja tilboð ríkisins aftur á móti vera ólöglegt þar sem það hafi borist of seint. Farið verður með málið fyrir dómstóla. Jörðin Fell í Suðursveit var fjórða nóvember síðastliðinn seld í nauðungarsölu á almennum markaði til að slíta sameign. Jörðin var seld til félagsins Fögrusala ehf og var kaupverðið rúmur einn og hálfur milljarður króna. Um er að ræða einn fjölsóttasta ferðamannastað landsins.Fréttablaðið greinir frá því í dag að ákvörðun stjórnvalda um að nýta forkaupsréttinn hafi komið fram of seint. Þann þriðja janúar voru sextíu dagar síðan nauðungaruppboðið fór fram og því var fresturinn liðinn á þeim degi, en tilboð ríkisins barst níunda janúar. Eru menn ósammála um hvort miða eigi við daginn sem kauptilboðið barst í jörðina, eða daginn sem kauptilboðið var samþykkt formlega hjá embætti Sýslumanns á Suðurlandi. Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður, sendi í kjölfar umfjöllunar um málið í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að ákvörðun fjármálaráðuneytisins um að kaupa jörðina hafi komið innan þess tíma sem ríkið hafði til umhugsunar. Kaupandinn, félagið Fögrusalir ehf, hafi samþykkt skilmála í kaupsamningi um að frestur ríkisins til að ganga inn í tilboðið hafi verið til tíunda janúar. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður lögmaður Fögrusala, vísar þessu alfarið á bug. „Það mun liggja fyrir samkvæmt ákvörðun sýslumans í dag til okkar að hann hafi miðað við dagsetningu kaupsamningsins, sem var ellefti nóvember. Það liggur hins vegar skýrt fyrir samkvæmt náttúruverndarlögum að sextíu daga fresturinn byrjar að líða um leið og ríkinu berst tilboðið. Alveg óháð því hvenær kaupsamningurinn er gerður,“ segir hann. Farið verður með málið fyrir dómstóla. „Sýslumaðurinn á Suðurlandi hefur tilkynnt okkur það, reyndar í tölvupósti, að þeir hafi ákveðið að láta ríkið hafa þetta. Við munum að sjálfsögðu ekki una þeirri ákvörðun og bera hana undir dómstóla.“
Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira