Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Sveinn Arnarsson skrifar 12. janúar 2017 11:47 Jörðin Fell liggur að austanverðu Jökulsárlóni. Jökulsárlónið sjálft er hins vegar að langmestu leyti í ríkiseigu. Fréttablaðið/Valli Sýslumannsembættið á Suðurlandi segir það ekki rétt að embættið hafi talið vitlaust og telur að ákvörðun fjármálaráðuneytisins um að kaupa Fell í Suðursveit hafi komið innan þess tíma sem ríkið hafði til umhugsunar. Kaupandinn, Fögrusalir ehf., hafi samþykkt skilmála í kaupsamningi um að frestur ríkisins hafi verið til 10. janúar að ganga inn í tilboðið. Anna Birna Þráinsdóttir sendi frá sér fréttatilkynningu vegna málsins til að útskýra hlið embættisins á færslum sínum. Telur embættið að hér sé á ferðinni ágreiningur um lögskýringar varðandi málið. „Það er meginregla að forkaupsréttur verði ekki virkur fyrr en bindandi samningur kemst á milli eiganda forkaupsréttarandlags og kaupanda. Í lögfræði er litið svo á að bindandi samningur kemst ekki á fyrr en tilboð er samþykkt sem í þessu tilviki var 11. nóvember 2016,“ segir Annar Birna Þráinsdóttir. „Forkaupsréttartilboð það sem sent var forkaupsréttarhafa þann 7. nóvember bar ekki með sér hina endanlegu kaupsamningsskilmála, þeir urðu ekki ljósir fyrr en við samþykkt tilboðsins þann 11. nóvember 2016. Ríkissjóði sem forkaupsréttarhafa var boðið að neyta forkaupsréttar síns þann 7. nóvember 2016.“ „Verður því að miða við að forkaupsréttartilboðið hafi fyrst haft réttaráhrif þann 11. nóvember 2016 og því sé yfirlýsing Ríkissjóðs um nýtingu forkaupsréttarins, sem barst þann 9. janúar sl., komin fram innan lögbundins frests,“ bætir Anna Birna við.Sjá nánar: Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanniKauptilboð barst 4. nóvember Óumdeilt er að kauptilboð Fögrusala hafi borist þann 4. nóvember 2016. Gísli Hjálmtýsson hjá Thule Invest er stjórnarformaður félagsins en hann hefur ekki gefið upp hverjir eigi félagið. Er því á huldu hver sé raunverulegur eigandi. þegar nauðungarsalan fór fram. Forkaupsréttur ríkisins á löndum á náttúruminjaskrá er skýrður í lögum um náttúruvernd frá árinu 2013. Þar kemur fram að frestur ríkissjóðs til að svara forkaupsréttartilboði vera 60 dagar frá því að tilboðið barst. Í þeim lögum er ekki talað um samning milli kaupanda og seljanda, heldur aðeins um hvenær tilboðið barst. Fulltrúi sýslumanns, Kristján Óðinn Unnarsson, er titlaður fyrir bréfi sem sent er þann 7. nóvember til ráðuneytisins. Í því bréfi segir að kauptilboði hafi verið tekið þann 4. nóvember. Í samtali við fréttastofu segir hann að misskilningurinn liggi í því að tilboði Fögrusala hafi verið tekið þann 4. nóvember en samþykkt þann 11. nóvember og að gerður sé greinarmunur á því í lögum hvenær tilboði er tekið og hvenær tilboð er samþykkt.Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður á SuðurlandiUtanríkisráðuneytiðMálið fyrir dómstólaAf bréfi Hróbjarts Jónatanssonar, lögmanns Fögrusala ehf., er ljóst að fyrirtækið muni ekki una niðurstöðu sýslumanns á Suðurlandi. Því er einsýnt að málið muni fara fyrir héraðsdóm og síðan Hæstarétt sem að endingu mun skera úr um hver hefur rétt fyrir sér í þessum efnum. Hér á eftir fer tilkynning Önnu Birnu Þráinsdóttur, sýslumanns á Suðurlandi í heild sinni: Það er meginregla að forkaupsréttur verði ekki virkur fyrr en bindandi samningur kemst á milli eiganda forkaupsréttarandlags og kaupanda. Í lagalegum skilningi er litið svo á að bindandi samningur kemst ekki á fyrr en tilboð er samþykkt sem í þessu tilviki var 11. nóvember 2016. Samkvæmt gildandi rétti þarf jafnframt í forkaupsréttartilboði að greina nákvæmlega frá samningsskilmálum, sem bera með sér að vera bindandi og afdráttarlausir. Forkaupsréttartilboð það sem sent var forkaupsréttarhafa þann 7. nóvember bar ekki með sér hina endanlegu kaupsamningsskilmála, þeir urðu ekki ljósir fyrr en við samþykkt tilboðsins þann 11. nóvember 2016. Ríkissjóði sem forkaupsréttarhafa var tilkynnt um frest til að neyta lögbundins forkaupsréttar síns þann 7. nóvember 2016, með bréfi embættisins sýslumannsins á Suðurlandi þar sem fram kom að frestur til að taka afstöðu til réttarins rynni út þann 10. janúar 2017, 60 dögum eftir að boðið var samþykkt og forkaupsrétturinn virkjaðist Afstaða embættis sýslumannsins á Suðurlandi er sú að þar sem ekki komst á bindandi kaupsamningur milli sýslumannsins á Suðurlandi f.h. landeiganda Fells og kaupanda fyrr en 11. nóvember 2016, þegar kauptilboðið var samþykkt með endanlegum samningsskilmálum, getur forkaupsréttartilboð, þar sem ekki er greint frá endanlegum og bindandi skilmálum kaupsamnings, ekki haft réttaráhrif sem slíkt fyrr en í fyrsta lagi á þeim degi sem endanlegt kauptilboð var samþykkt. Þá bera skilmálar kaupsamningsins, sem kaupandi undirritaði, með sér að frestur forkaupsréttarhafa, Ríkissjóðs, rynni út þann 10. janúar 2017 og var því ekki mótmælt af hálfu hans og mátti því vera fyllilega ljóst frá 11. nóvember 2016 að miðað yrði við þá dagsetningu. Verður því að miða við að forkaupsréttartilboðið hafi fyrst haft réttaráhrif þann 11. nóvember 2016 og því sé yfirlýsing Ríkissjóðs um nýtingu forkaupsréttarins, sem barst þann 9. janúar sl., komin fram innan lögbundins frests. Gengið verður frá sölu Fells til Ríkissjóðs á næstu dögum og afsal gefið út þegar skilmálar kaupsamnings hafa verið. Tengdar fréttir Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanni Fjármálaráðuneytið hafði sextíu daga til að ákveða hvort forkaupsréttur ríkisins á Felli í Suðursveit yrði nýttur. Sýslumaðurinn á Selfossi taldi dagana ekki rétt þannig að fresturinn var runninn út loksins þegar ráðuneytið afr 12. janúar 2017 07:00 Ríkið kaupir jörðina Fell við Jökulsárlón Kaupverðið er 1520 milljónir króna. 9. janúar 2017 18:02 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Sjá meira
Sýslumannsembættið á Suðurlandi segir það ekki rétt að embættið hafi talið vitlaust og telur að ákvörðun fjármálaráðuneytisins um að kaupa Fell í Suðursveit hafi komið innan þess tíma sem ríkið hafði til umhugsunar. Kaupandinn, Fögrusalir ehf., hafi samþykkt skilmála í kaupsamningi um að frestur ríkisins hafi verið til 10. janúar að ganga inn í tilboðið. Anna Birna Þráinsdóttir sendi frá sér fréttatilkynningu vegna málsins til að útskýra hlið embættisins á færslum sínum. Telur embættið að hér sé á ferðinni ágreiningur um lögskýringar varðandi málið. „Það er meginregla að forkaupsréttur verði ekki virkur fyrr en bindandi samningur kemst á milli eiganda forkaupsréttarandlags og kaupanda. Í lögfræði er litið svo á að bindandi samningur kemst ekki á fyrr en tilboð er samþykkt sem í þessu tilviki var 11. nóvember 2016,“ segir Annar Birna Þráinsdóttir. „Forkaupsréttartilboð það sem sent var forkaupsréttarhafa þann 7. nóvember bar ekki með sér hina endanlegu kaupsamningsskilmála, þeir urðu ekki ljósir fyrr en við samþykkt tilboðsins þann 11. nóvember 2016. Ríkissjóði sem forkaupsréttarhafa var boðið að neyta forkaupsréttar síns þann 7. nóvember 2016.“ „Verður því að miða við að forkaupsréttartilboðið hafi fyrst haft réttaráhrif þann 11. nóvember 2016 og því sé yfirlýsing Ríkissjóðs um nýtingu forkaupsréttarins, sem barst þann 9. janúar sl., komin fram innan lögbundins frests,“ bætir Anna Birna við.Sjá nánar: Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanniKauptilboð barst 4. nóvember Óumdeilt er að kauptilboð Fögrusala hafi borist þann 4. nóvember 2016. Gísli Hjálmtýsson hjá Thule Invest er stjórnarformaður félagsins en hann hefur ekki gefið upp hverjir eigi félagið. Er því á huldu hver sé raunverulegur eigandi. þegar nauðungarsalan fór fram. Forkaupsréttur ríkisins á löndum á náttúruminjaskrá er skýrður í lögum um náttúruvernd frá árinu 2013. Þar kemur fram að frestur ríkissjóðs til að svara forkaupsréttartilboði vera 60 dagar frá því að tilboðið barst. Í þeim lögum er ekki talað um samning milli kaupanda og seljanda, heldur aðeins um hvenær tilboðið barst. Fulltrúi sýslumanns, Kristján Óðinn Unnarsson, er titlaður fyrir bréfi sem sent er þann 7. nóvember til ráðuneytisins. Í því bréfi segir að kauptilboði hafi verið tekið þann 4. nóvember. Í samtali við fréttastofu segir hann að misskilningurinn liggi í því að tilboði Fögrusala hafi verið tekið þann 4. nóvember en samþykkt þann 11. nóvember og að gerður sé greinarmunur á því í lögum hvenær tilboði er tekið og hvenær tilboð er samþykkt.Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður á SuðurlandiUtanríkisráðuneytiðMálið fyrir dómstólaAf bréfi Hróbjarts Jónatanssonar, lögmanns Fögrusala ehf., er ljóst að fyrirtækið muni ekki una niðurstöðu sýslumanns á Suðurlandi. Því er einsýnt að málið muni fara fyrir héraðsdóm og síðan Hæstarétt sem að endingu mun skera úr um hver hefur rétt fyrir sér í þessum efnum. Hér á eftir fer tilkynning Önnu Birnu Þráinsdóttur, sýslumanns á Suðurlandi í heild sinni: Það er meginregla að forkaupsréttur verði ekki virkur fyrr en bindandi samningur kemst á milli eiganda forkaupsréttarandlags og kaupanda. Í lagalegum skilningi er litið svo á að bindandi samningur kemst ekki á fyrr en tilboð er samþykkt sem í þessu tilviki var 11. nóvember 2016. Samkvæmt gildandi rétti þarf jafnframt í forkaupsréttartilboði að greina nákvæmlega frá samningsskilmálum, sem bera með sér að vera bindandi og afdráttarlausir. Forkaupsréttartilboð það sem sent var forkaupsréttarhafa þann 7. nóvember bar ekki með sér hina endanlegu kaupsamningsskilmála, þeir urðu ekki ljósir fyrr en við samþykkt tilboðsins þann 11. nóvember 2016. Ríkissjóði sem forkaupsréttarhafa var tilkynnt um frest til að neyta lögbundins forkaupsréttar síns þann 7. nóvember 2016, með bréfi embættisins sýslumannsins á Suðurlandi þar sem fram kom að frestur til að taka afstöðu til réttarins rynni út þann 10. janúar 2017, 60 dögum eftir að boðið var samþykkt og forkaupsrétturinn virkjaðist Afstaða embættis sýslumannsins á Suðurlandi er sú að þar sem ekki komst á bindandi kaupsamningur milli sýslumannsins á Suðurlandi f.h. landeiganda Fells og kaupanda fyrr en 11. nóvember 2016, þegar kauptilboðið var samþykkt með endanlegum samningsskilmálum, getur forkaupsréttartilboð, þar sem ekki er greint frá endanlegum og bindandi skilmálum kaupsamnings, ekki haft réttaráhrif sem slíkt fyrr en í fyrsta lagi á þeim degi sem endanlegt kauptilboð var samþykkt. Þá bera skilmálar kaupsamningsins, sem kaupandi undirritaði, með sér að frestur forkaupsréttarhafa, Ríkissjóðs, rynni út þann 10. janúar 2017 og var því ekki mótmælt af hálfu hans og mátti því vera fyllilega ljóst frá 11. nóvember 2016 að miðað yrði við þá dagsetningu. Verður því að miða við að forkaupsréttartilboðið hafi fyrst haft réttaráhrif þann 11. nóvember 2016 og því sé yfirlýsing Ríkissjóðs um nýtingu forkaupsréttarins, sem barst þann 9. janúar sl., komin fram innan lögbundins frests. Gengið verður frá sölu Fells til Ríkissjóðs á næstu dögum og afsal gefið út þegar skilmálar kaupsamnings hafa verið.
Tengdar fréttir Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanni Fjármálaráðuneytið hafði sextíu daga til að ákveða hvort forkaupsréttur ríkisins á Felli í Suðursveit yrði nýttur. Sýslumaðurinn á Selfossi taldi dagana ekki rétt þannig að fresturinn var runninn út loksins þegar ráðuneytið afr 12. janúar 2017 07:00 Ríkið kaupir jörðina Fell við Jökulsárlón Kaupverðið er 1520 milljónir króna. 9. janúar 2017 18:02 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Sjá meira
Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanni Fjármálaráðuneytið hafði sextíu daga til að ákveða hvort forkaupsréttur ríkisins á Felli í Suðursveit yrði nýttur. Sýslumaðurinn á Selfossi taldi dagana ekki rétt þannig að fresturinn var runninn út loksins þegar ráðuneytið afr 12. janúar 2017 07:00