Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanni Sveinn Arnarsson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Jörðin Fell liggur að austanverðu Jökulsárlóni. Jökulsárlónið sjálft er hins vegar að langmestu leyti í ríkiseigu. Fréttablaðið/Valli Ákvörðun fjármálaráðuneytisins um kaup á jörðinni Felli við Jökulsárlón kom fram of seint. Klúður í fjármálaráðuneyti og hjá Sýslumanninum á Suðurlandi gerir það að verkum. Núverandi eigandi jarðarinnar er ósáttur við aðgerðir ríkisins og telur gróflega á sér brotið. Jörðin Fell í Suðursveit var keypt af Fögrusölum ehf. á nauðungarsölu á almennum markaði þann 4. nóvember síðastliðinn. Ríkissjóði er samkvæmt lögum heimilt að ganga inn í kauptilboðið og hefur til þess sextíu daga frá því tilboð barst, sem var þann 4. nóvember. Jökulsárlón er á náttúruminjaskrá.Kaupverð jarðarinnar var 1.520 milljónir króna og ætlaði ríkissjóður að ganga inn í kaupin. Þann 3. janúar voru sextíu dagar síðan nauðungaruppboðið fór fram og því var fresturinn liðinn á þeim degi. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu þess efnis að íslenska ríkið hygðist ganga inn í kauptilboðið þann 9. janúar, vikunni eftir að fresturinn rann út. Sýslumaðurinn á Suðurlandi virðist hafa talið rangt í bréfi til fjármálaráðuneytisins. Taldi hann að sextíu daga frestur hins opinbera til að taka afstöðu til málsins rynni út þann 10. janúar. Þessi meinlega villa gæti orðið til þess að hið opinbera eignist ekki Fell í Suðursveit. „Það er alveg ljóst að umræddur frestur hins opinbera til að ganga inn í kauptilboð Fögrusala ehf., var runninn út þegar fjármálaráðherra ákvað að skerast í leikinn,“ segir Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Fögrusala ehf. „Ég hefði haldið að inni í ráðuneyti fjármála væru einstaklingar sem gætu talið þessa daga. Annars er það mín skoðun að hið opinbera eigi að gera annað við einn og hálfan milljarð króna en að kaupa jörð fyrir það.“ Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaðurinn á Suðurlandi, sagðist ekki geta svarað nákvæmlega fyrir málið þegar eftir því var leitað. Hún sagði vinnu vera innan embættisins um þetta mál og að starfsmenn þar innandyra klóruðu sér í kollinum yfir þessu máli. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði, eftir kaup Fögrusala, að ríkið ætti að nýta forkaupsréttinn og kaupa jörðina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru um það deildar meiningar milli ríkisstjórnarflokkanna en heimild var veitt á fjáraukalögum 2016 til að kaupa jörðina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Ákvörðun fjármálaráðuneytisins um kaup á jörðinni Felli við Jökulsárlón kom fram of seint. Klúður í fjármálaráðuneyti og hjá Sýslumanninum á Suðurlandi gerir það að verkum. Núverandi eigandi jarðarinnar er ósáttur við aðgerðir ríkisins og telur gróflega á sér brotið. Jörðin Fell í Suðursveit var keypt af Fögrusölum ehf. á nauðungarsölu á almennum markaði þann 4. nóvember síðastliðinn. Ríkissjóði er samkvæmt lögum heimilt að ganga inn í kauptilboðið og hefur til þess sextíu daga frá því tilboð barst, sem var þann 4. nóvember. Jökulsárlón er á náttúruminjaskrá.Kaupverð jarðarinnar var 1.520 milljónir króna og ætlaði ríkissjóður að ganga inn í kaupin. Þann 3. janúar voru sextíu dagar síðan nauðungaruppboðið fór fram og því var fresturinn liðinn á þeim degi. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu þess efnis að íslenska ríkið hygðist ganga inn í kauptilboðið þann 9. janúar, vikunni eftir að fresturinn rann út. Sýslumaðurinn á Suðurlandi virðist hafa talið rangt í bréfi til fjármálaráðuneytisins. Taldi hann að sextíu daga frestur hins opinbera til að taka afstöðu til málsins rynni út þann 10. janúar. Þessi meinlega villa gæti orðið til þess að hið opinbera eignist ekki Fell í Suðursveit. „Það er alveg ljóst að umræddur frestur hins opinbera til að ganga inn í kauptilboð Fögrusala ehf., var runninn út þegar fjármálaráðherra ákvað að skerast í leikinn,“ segir Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Fögrusala ehf. „Ég hefði haldið að inni í ráðuneyti fjármála væru einstaklingar sem gætu talið þessa daga. Annars er það mín skoðun að hið opinbera eigi að gera annað við einn og hálfan milljarð króna en að kaupa jörð fyrir það.“ Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaðurinn á Suðurlandi, sagðist ekki geta svarað nákvæmlega fyrir málið þegar eftir því var leitað. Hún sagði vinnu vera innan embættisins um þetta mál og að starfsmenn þar innandyra klóruðu sér í kollinum yfir þessu máli. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði, eftir kaup Fögrusala, að ríkið ætti að nýta forkaupsréttinn og kaupa jörðina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru um það deildar meiningar milli ríkisstjórnarflokkanna en heimild var veitt á fjáraukalögum 2016 til að kaupa jörðina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira