Ætla ekki að una niðurstöðu um að ríkið eignist Fell Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 12. janúar 2017 19:30 Sýslumannsembættið á Suðurlandi ætlar á næstu dögum að ganga frá kaupum ríkisins á jörðinni Felli í Suðursveit, sem nær yfir stóran hluta Jökulsárlóns. Hluthafar í félagi sem áður hafði fengið samþykkt tilboð í jörðina, segja tilboð ríkisins aftur á móti vera ólöglegt þar sem það hafi borist of seint. Farið verður með málið fyrir dómstóla. Jörðin Fell í Suðursveit var fjórða nóvember síðastliðinn seld í nauðungarsölu á almennum markaði til að slíta sameign. Jörðin var seld til félagsins Fögrusala ehf og var kaupverðið rúmur einn og hálfur milljarður króna. Um er að ræða einn fjölsóttasta ferðamannastað landsins.Fréttablaðið greinir frá því í dag að ákvörðun stjórnvalda um að nýta forkaupsréttinn hafi komið fram of seint. Þann þriðja janúar voru sextíu dagar síðan nauðungaruppboðið fór fram og því var fresturinn liðinn á þeim degi, en tilboð ríkisins barst níunda janúar. Eru menn ósammála um hvort miða eigi við daginn sem kauptilboðið barst í jörðina, eða daginn sem kauptilboðið var samþykkt formlega hjá embætti Sýslumanns á Suðurlandi. Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður, sendi í kjölfar umfjöllunar um málið í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að ákvörðun fjármálaráðuneytisins um að kaupa jörðina hafi komið innan þess tíma sem ríkið hafði til umhugsunar. Kaupandinn, félagið Fögrusalir ehf, hafi samþykkt skilmála í kaupsamningi um að frestur ríkisins til að ganga inn í tilboðið hafi verið til tíunda janúar. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður lögmaður Fögrusala, vísar þessu alfarið á bug. „Það mun liggja fyrir samkvæmt ákvörðun sýslumans í dag til okkar að hann hafi miðað við dagsetningu kaupsamningsins, sem var ellefti nóvember. Það liggur hins vegar skýrt fyrir samkvæmt náttúruverndarlögum að sextíu daga fresturinn byrjar að líða um leið og ríkinu berst tilboðið. Alveg óháð því hvenær kaupsamningurinn er gerður,“ segir hann. Farið verður með málið fyrir dómstóla. „Sýslumaðurinn á Suðurlandi hefur tilkynnt okkur það, reyndar í tölvupósti, að þeir hafi ákveðið að láta ríkið hafa þetta. Við munum að sjálfsögðu ekki una þeirri ákvörðun og bera hana undir dómstóla.“ Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Sýslumannsembættið á Suðurlandi ætlar á næstu dögum að ganga frá kaupum ríkisins á jörðinni Felli í Suðursveit, sem nær yfir stóran hluta Jökulsárlóns. Hluthafar í félagi sem áður hafði fengið samþykkt tilboð í jörðina, segja tilboð ríkisins aftur á móti vera ólöglegt þar sem það hafi borist of seint. Farið verður með málið fyrir dómstóla. Jörðin Fell í Suðursveit var fjórða nóvember síðastliðinn seld í nauðungarsölu á almennum markaði til að slíta sameign. Jörðin var seld til félagsins Fögrusala ehf og var kaupverðið rúmur einn og hálfur milljarður króna. Um er að ræða einn fjölsóttasta ferðamannastað landsins.Fréttablaðið greinir frá því í dag að ákvörðun stjórnvalda um að nýta forkaupsréttinn hafi komið fram of seint. Þann þriðja janúar voru sextíu dagar síðan nauðungaruppboðið fór fram og því var fresturinn liðinn á þeim degi, en tilboð ríkisins barst níunda janúar. Eru menn ósammála um hvort miða eigi við daginn sem kauptilboðið barst í jörðina, eða daginn sem kauptilboðið var samþykkt formlega hjá embætti Sýslumanns á Suðurlandi. Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður, sendi í kjölfar umfjöllunar um málið í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að ákvörðun fjármálaráðuneytisins um að kaupa jörðina hafi komið innan þess tíma sem ríkið hafði til umhugsunar. Kaupandinn, félagið Fögrusalir ehf, hafi samþykkt skilmála í kaupsamningi um að frestur ríkisins til að ganga inn í tilboðið hafi verið til tíunda janúar. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður lögmaður Fögrusala, vísar þessu alfarið á bug. „Það mun liggja fyrir samkvæmt ákvörðun sýslumans í dag til okkar að hann hafi miðað við dagsetningu kaupsamningsins, sem var ellefti nóvember. Það liggur hins vegar skýrt fyrir samkvæmt náttúruverndarlögum að sextíu daga fresturinn byrjar að líða um leið og ríkinu berst tilboðið. Alveg óháð því hvenær kaupsamningurinn er gerður,“ segir hann. Farið verður með málið fyrir dómstóla. „Sýslumaðurinn á Suðurlandi hefur tilkynnt okkur það, reyndar í tölvupósti, að þeir hafi ákveðið að láta ríkið hafa þetta. Við munum að sjálfsögðu ekki una þeirri ákvörðun og bera hana undir dómstóla.“
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira