Kínagullið glóir og heillar þá bestu Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 14. janúar 2017 07:00 Kínagullið heillar knattspyrnumenn. nordicphotos/Getty Knattspyrna er gríðarlega vinsæl í Kína og það veit Kommúnistaflokkurinn og forsetinn Xi Jinping. Hugmyndafræði flokksins er að gera Kína að stórveldi á næstu 50 árum og er pólitísk samstaða um málið. Kommúnistaflokkurinn á sér ákveðinn draum og til að framfylgja honum hefur ekki aðeins verið fjárfest til skamms tíma. Seint á árinu 2014 var það tilkynnt að fótbolti væri orðinn skyldufag í grunnskólum landsins og fengu 20 þúsund skólar nýja æfingavelli. Sérstakir knattspyrnuskólar fóru að rísa og eru nú um 50 þúsund slíkir skólar í landinu en þeir voru fimm þúsund árið 2013. Xi Jinping, forseti Kína, kynnti svo í fyrra 50 ára áætlun um hvernig Kína ætlar sér að verða stórveldi í knattspyrnunni. Áhuga forsetans skal ekki vanmeta en hann nánast sprengdi Internetið þegar hann tók sjálfu af sér með Sergio Aguero, leikmanni Manchester City, sem kínverskir fjárfestar eiga einmitt 13 prósent í. Í nóvember var kynntur fimm ára fótboltasamningur við þýsk stjórnvöld og þýsku deildina um þjálfun, fræðslu, dómgæslu og skipulagningu deildanna í Kína. Angela Merkel og Xi Jinping skrifuðu undir. Í desember var álíka samningur gerður við Breta um að enska deildin leiðbeini þjálfurum og kenni ungum krökkum. Hvort það sé sniðug hugmynd á eftir að koma í ljós, en eins og flestir vita eru hlutabréf í enskum leikmönnum og þjálfurum í sögulegri lægð þessa stundina. Fyrir utan allt þetta er stefnan sett á að setja á laggirnar nýja ofurmeistaradeild. Ríkasti maður Kína, Wang Jianlin, er sagður vera á bak við áætlunina og vera þegar búinn að tala við félög eins og Real Madrid, Manchester United, Barcelona og Mílanórisana Inter og AC Milan sem voru nýlega keyptir af kínverskum fjárfestum. Fótbolti er í raun fundinn upp í Kína en Kínverjar spiluðu leikinn cujul löngu fyrir Krist sem FIFA hefur viðurkennt að sé fyrsta form af fótbolta. Kínverjar tóku þessu fagnandi og Kommúnistaflokkurinn vill að knattspyrnan komi heim. Og það á að taka boltanum fagnandi með öllum tiltækum ráðum. Kínverjar eru númer 81 á heimslista FIFA og töpuðu fyrir okkur Íslendingum á þriðjudag. Draumurinn er að sjálfsögðu að vinna Heimsmeistarakeppnina en einnig að byggja upp deild og félög sem eru nógu freistandi fyrir bestu leikmenn heims. Ekki er mjög langt síðan Evrópa var eini staðurinn þar sem bestu leikmenn heims vildu spila en eins og fyrrverandi miðjumeistari Barcelona, Xavi, benti nýlega á er það að breytast. „Í langan tíma hefur metnaður knattspyrnumanna snúist um að spila í fjórum eða fimm stærstu deildum Evrópu og komast í Meistaradeildina. En ef Kína ætlar að búa til keppnisdeild með bestu leikmönnunum og bestu þjálfurunum, þá verður það kannski þannig að Evrópa verður ekki eini áfangastaðurinn fyrir bestu leikmennina.“ Það er varla hægt að gúggla nokkurn leikmann í dag án þess að hann hafi verið orðaður við ferðalag til Kína. Jafnvel félög eins og Liverpool og Southampton hafa verið orðuð við sölu til Kínverja í sumar. Miðlandsliðin WBA, Aston Villa, Wolves og Birmingham eru öll í eigu Kínverja. Carlos Tevez varð launahæsti knattspyrnumaður heims þegar hann samdi við Shanghai Shenhua og þiggur hann 615 þúsund pund á viku fyrir það eða 85 milljónir króna. Sjöfaldur lottópottur árið 2014 var einmitt 85 milljónir króna og má því segja að Tevez vinni sjöfaldan vinning í hverri viku. Oscar kom einnig með risalaun í rassvasanum og Axel Witsel hafnaði ítölsku risunum í Juventus til að fara til Kína. Alexis Sanchez er orðaður við 500 þúsund pund á viku hjá Hebei China Fortune og Englendingarnir Wayne Rooney og John Terry hafa fengið góð tilboð. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur Rooney fengið boð um 700 þúsund pund á viku frá tveimur félögum. Fréttirnar um kolbrjáluð laun og félagaskipti eru í raun það margar að það þyrfti aðra síðu til að skrifa um það. Hvort hægt sé að láta knattspyrnudrauma rætast er önnur saga en með nánast óþrjótandi brunn af peningum, stuðning forsetans og flokksins sem og langtímamarkmið er allt hægt. Það má ekki gleyma að deildin í Kína er aðeins 12 ára gömul en hefur tekið gríðarlegt stökk á milli ára. Þegar Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson spiluðu með Jiangsu Suning árið 2015 urðu þeir bikarmeistarar en voru samt seldir. Næstu skref voru nefnilega landsliðmennirnir frá Brasilíu Ramires frá Chelsea og Alex Teixeira frá Shakhtar Donetsk sem hafnaði fjölmörgum risaliðum í Evrópu. En hvað skyldi gerast ef peningarnir klárast, fjárfestarnir nenna ekki lengur að leika sér í mannlegum Championship Manager eða spillingin verði svo mikil að leikmenn nenna ekki lengur að spila þarna? Þá gæti allt farið, jafnvel 50 ára áætlun forsetans.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Sjá meira
Knattspyrna er gríðarlega vinsæl í Kína og það veit Kommúnistaflokkurinn og forsetinn Xi Jinping. Hugmyndafræði flokksins er að gera Kína að stórveldi á næstu 50 árum og er pólitísk samstaða um málið. Kommúnistaflokkurinn á sér ákveðinn draum og til að framfylgja honum hefur ekki aðeins verið fjárfest til skamms tíma. Seint á árinu 2014 var það tilkynnt að fótbolti væri orðinn skyldufag í grunnskólum landsins og fengu 20 þúsund skólar nýja æfingavelli. Sérstakir knattspyrnuskólar fóru að rísa og eru nú um 50 þúsund slíkir skólar í landinu en þeir voru fimm þúsund árið 2013. Xi Jinping, forseti Kína, kynnti svo í fyrra 50 ára áætlun um hvernig Kína ætlar sér að verða stórveldi í knattspyrnunni. Áhuga forsetans skal ekki vanmeta en hann nánast sprengdi Internetið þegar hann tók sjálfu af sér með Sergio Aguero, leikmanni Manchester City, sem kínverskir fjárfestar eiga einmitt 13 prósent í. Í nóvember var kynntur fimm ára fótboltasamningur við þýsk stjórnvöld og þýsku deildina um þjálfun, fræðslu, dómgæslu og skipulagningu deildanna í Kína. Angela Merkel og Xi Jinping skrifuðu undir. Í desember var álíka samningur gerður við Breta um að enska deildin leiðbeini þjálfurum og kenni ungum krökkum. Hvort það sé sniðug hugmynd á eftir að koma í ljós, en eins og flestir vita eru hlutabréf í enskum leikmönnum og þjálfurum í sögulegri lægð þessa stundina. Fyrir utan allt þetta er stefnan sett á að setja á laggirnar nýja ofurmeistaradeild. Ríkasti maður Kína, Wang Jianlin, er sagður vera á bak við áætlunina og vera þegar búinn að tala við félög eins og Real Madrid, Manchester United, Barcelona og Mílanórisana Inter og AC Milan sem voru nýlega keyptir af kínverskum fjárfestum. Fótbolti er í raun fundinn upp í Kína en Kínverjar spiluðu leikinn cujul löngu fyrir Krist sem FIFA hefur viðurkennt að sé fyrsta form af fótbolta. Kínverjar tóku þessu fagnandi og Kommúnistaflokkurinn vill að knattspyrnan komi heim. Og það á að taka boltanum fagnandi með öllum tiltækum ráðum. Kínverjar eru númer 81 á heimslista FIFA og töpuðu fyrir okkur Íslendingum á þriðjudag. Draumurinn er að sjálfsögðu að vinna Heimsmeistarakeppnina en einnig að byggja upp deild og félög sem eru nógu freistandi fyrir bestu leikmenn heims. Ekki er mjög langt síðan Evrópa var eini staðurinn þar sem bestu leikmenn heims vildu spila en eins og fyrrverandi miðjumeistari Barcelona, Xavi, benti nýlega á er það að breytast. „Í langan tíma hefur metnaður knattspyrnumanna snúist um að spila í fjórum eða fimm stærstu deildum Evrópu og komast í Meistaradeildina. En ef Kína ætlar að búa til keppnisdeild með bestu leikmönnunum og bestu þjálfurunum, þá verður það kannski þannig að Evrópa verður ekki eini áfangastaðurinn fyrir bestu leikmennina.“ Það er varla hægt að gúggla nokkurn leikmann í dag án þess að hann hafi verið orðaður við ferðalag til Kína. Jafnvel félög eins og Liverpool og Southampton hafa verið orðuð við sölu til Kínverja í sumar. Miðlandsliðin WBA, Aston Villa, Wolves og Birmingham eru öll í eigu Kínverja. Carlos Tevez varð launahæsti knattspyrnumaður heims þegar hann samdi við Shanghai Shenhua og þiggur hann 615 þúsund pund á viku fyrir það eða 85 milljónir króna. Sjöfaldur lottópottur árið 2014 var einmitt 85 milljónir króna og má því segja að Tevez vinni sjöfaldan vinning í hverri viku. Oscar kom einnig með risalaun í rassvasanum og Axel Witsel hafnaði ítölsku risunum í Juventus til að fara til Kína. Alexis Sanchez er orðaður við 500 þúsund pund á viku hjá Hebei China Fortune og Englendingarnir Wayne Rooney og John Terry hafa fengið góð tilboð. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur Rooney fengið boð um 700 þúsund pund á viku frá tveimur félögum. Fréttirnar um kolbrjáluð laun og félagaskipti eru í raun það margar að það þyrfti aðra síðu til að skrifa um það. Hvort hægt sé að láta knattspyrnudrauma rætast er önnur saga en með nánast óþrjótandi brunn af peningum, stuðning forsetans og flokksins sem og langtímamarkmið er allt hægt. Það má ekki gleyma að deildin í Kína er aðeins 12 ára gömul en hefur tekið gríðarlegt stökk á milli ára. Þegar Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson spiluðu með Jiangsu Suning árið 2015 urðu þeir bikarmeistarar en voru samt seldir. Næstu skref voru nefnilega landsliðmennirnir frá Brasilíu Ramires frá Chelsea og Alex Teixeira frá Shakhtar Donetsk sem hafnaði fjölmörgum risaliðum í Evrópu. En hvað skyldi gerast ef peningarnir klárast, fjárfestarnir nenna ekki lengur að leika sér í mannlegum Championship Manager eða spillingin verði svo mikil að leikmenn nenna ekki lengur að spila þarna? Þá gæti allt farið, jafnvel 50 ára áætlun forsetans.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Fótbolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Sjá meira